Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Kærastan mín vill fá ogguponsu mjólk í teið sitt, hvað á hún eiginlega við?

Öll spurningin hljóðaði svona:
Kærastan mín sagðist vilja fá 'ogguponsu' mjólk í teið. Ég finn ekkert um þetta orð í neinni orðabók, málið.is innifalið. Getið þið sagt mér hvaðan þetta orð kemur?

Orðið ogguponsu um eitthvað mjög lítið er orðið til í barnamáli. Oggu- er ummyndun á ógnar-. Ógn merkir ‘skelfing, ótti, ógnun’ en er einnig notað sem áhersluforliður, til dæmis ógnarmikið ‘mjög mikið’ eða ógnargott ‘mjög gott’.

Forliðurinn oggu- eða oggo- vísar til þess sem er mjög lítið, eitthvað er oggulítið það er mjög lítið. Orðin teljast til óformlegs máls, upphaflega barnamáls.

Aðeins meira en ogguponsu mjólk á leiðinni í þennan bolla.

Ponsa er smástelpa en í samsetningunum pínupons og oggupons vísar orðið til einhvers sem er mjög lítið, smávegis af einhverju.

Mynd:

Útgáfudagur

7.1.2020

Spyrjandi

Kevin Kelly

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Kærastan mín vill fá ogguponsu mjólk í teið sitt, hvað á hún eiginlega við?“ Vísindavefurinn, 7. janúar 2020. Sótt 22. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=78198.

Guðrún Kvaran. (2020, 7. janúar). Kærastan mín vill fá ogguponsu mjólk í teið sitt, hvað á hún eiginlega við? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78198

Guðrún Kvaran. „Kærastan mín vill fá ogguponsu mjólk í teið sitt, hvað á hún eiginlega við?“ Vísindavefurinn. 7. jan. 2020. Vefsíða. 22. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78198>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Steinunn Kristjánsdóttir

1965

Steinunn Kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru miðaldafornleifafræði, norræn fornleifafræði, kirkjusaga, klausturfornleifafræði, kynjafornleifafræði, þróun húsagerða og miðlun vísindalegrar þekkingar.