Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða grannt er það „þegar grannt er skoðað“?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Af hverju er orðið "grannt" dregið í samhenginu "Þegar grannt er skoðað". Þykist vita að grannt merki að skoða vel eða vandlega, er meira að velta fyrir mér sifjum orðsins.

Atviksorðið grannt merkir ‘vandlega, greinilega’. Það er leitt af lýsingarorðinu grannur sem merkir ‘mjór, magur’ en einnig ‘nákvæmur’. Sú merking finnst einnig í nágrannamálum eins og grant í færeysku ‘greinilega’, grann í nýnorsku og sænsku og granner í jósku í merkingunni ‘röskur; glöggur’. Orðasambandið þegar grannt er skoðað merkir þá ‘þegar eitthvað er skoðað vandlega’.

Atviksorðið grannt merkir ‘vandlega, greinilega’. Orðasambandið þegar grannt er skoðað merkir þá ‘þegar eitthvað er skoðað vandlega’.

Mynd:

Útgáfudagur

22.5.2019

Spyrjandi

N.N.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða grannt er það „þegar grannt er skoðað“?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2019. Sótt 25. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=71765.

Guðrún Kvaran. (2019, 22. maí). Hvaða grannt er það „þegar grannt er skoðað“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71765

Guðrún Kvaran. „Hvaða grannt er það „þegar grannt er skoðað“?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2019. Vefsíða. 25. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71765>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Thor Aspelund

1969

Thor Aspelund er prófessor í líftölfræði í læknadeild Háskóla Íslands, við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, og forstöðumaður Tölfræðiráðgjafar Heilbrigðisvísindasviðs. Thor hefur rannsakað áhrif áhættuþátta á hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki og hvernig er hægt að nota þá sem forspárþætti í áhættureiknum.