Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík

Hver er munurinn á blóði froska og manna?

Jón Már Halldórsson

Blóð gegnir mjög mikilvægu hlutverki þar sem það sér um að koma súrefni til vefja líkamans og losa þá við koltvíildi (einnig nefnt koltvíoxíð) þannig að þeir geti starfað eðlilega. Blóð samanstendur af vökva og frumum sem fljóta í vökvanum. En lífverur hafa ekki allar eins blóð.

Helsti munurinn á blóði froskdýra og spendýra, þar með talið manna, er sá að rauð blóðkorn froskdýra innihalda frumukjarna með erfðaefni. Þennan kjarna má sjá í smásjá sem svartan blett í miðju blóðkorninu. Rauðkorn spendýra eru hins vegar kjarnalaus og geta því ekki fjölgað sér með skiptingu eins og blóðkorn í froskdýrablóði. Þá er lögun rauðkornanna ekki alveg sú sama, í spendýrum eru þau disklaga með dæld báðum megin en rauðkorn froskdýra eru meira sporöskjulaga.

Rauðkorn froska (til vinstri) eru mun stærri en rauðkorn í blóði manna (til hægri) og kjarninn er greinilegur. Myndin er stækkuð 1000 sinnum.

Annar munur á blóði froskdýra og spendýra er sá að í blóði spendýra eru blóðflögur sem ekki eru til staðar í froskablóði. Blóðflögur eru örsmáar agnir sem fljóta um í blóðvökvanum og gegna mikilvægu hlutverki við storknun blóðs.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.1.2020

Spyrjandi

Þórarinn Búi Tryggvason

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er munurinn á blóði froska og manna?“ Vísindavefurinn, 2. janúar 2020. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78241.

Jón Már Halldórsson. (2020, 2. janúar). Hver er munurinn á blóði froska og manna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78241

Jón Már Halldórsson. „Hver er munurinn á blóði froska og manna?“ Vísindavefurinn. 2. jan. 2020. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78241>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á blóði froska og manna?
Blóð gegnir mjög mikilvægu hlutverki þar sem það sér um að koma súrefni til vefja líkamans og losa þá við koltvíildi (einnig nefnt koltvíoxíð) þannig að þeir geti starfað eðlilega. Blóð samanstendur af vökva og frumum sem fljóta í vökvanum. En lífverur hafa ekki allar eins blóð.

Helsti munurinn á blóði froskdýra og spendýra, þar með talið manna, er sá að rauð blóðkorn froskdýra innihalda frumukjarna með erfðaefni. Þennan kjarna má sjá í smásjá sem svartan blett í miðju blóðkorninu. Rauðkorn spendýra eru hins vegar kjarnalaus og geta því ekki fjölgað sér með skiptingu eins og blóðkorn í froskdýrablóði. Þá er lögun rauðkornanna ekki alveg sú sama, í spendýrum eru þau disklaga með dæld báðum megin en rauðkorn froskdýra eru meira sporöskjulaga.

Rauðkorn froska (til vinstri) eru mun stærri en rauðkorn í blóði manna (til hægri) og kjarninn er greinilegur. Myndin er stækkuð 1000 sinnum.

Annar munur á blóði froskdýra og spendýra er sá að í blóði spendýra eru blóðflögur sem ekki eru til staðar í froskablóði. Blóðflögur eru örsmáar agnir sem fljóta um í blóðvökvanum og gegna mikilvægu hlutverki við storknun blóðs.

Myndir:

...