Fjallað verður um tilurð, tilgang, form og útbreiðslu goðsagna, og samband þeirra við helgisiði og þjóðfélagið sem þær lifa í. Áhersla verður lögð á norrænar goðsögur, sem verða raktar með sérstakri hliðsjón af heimildargildi þeirra rita sem þær geyma. Fjallað verður um skýringar og kenningar helstu fræðimanna og nokkur áhersla lögð á nýjustu rannsóknir á þessum vettvangi. Þá er á samamburðargrundvelli hugað að samsvörun við goðsögur utan norræns menningarsvæðis.
(Námskeiðið verður kennt á ensku.)
og:
Norræn trú (5e) · V · 3F IU [ECTS: 10]
Kennari: Dr. Terry Gunnell, lektor. (Ekki kennt á þessu ári)
Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og gaumgæfðar heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur, og aðrar fornminjar, auk lýsinganna um norrænar trúarathafnir sem eru í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og eddukvæðunum og konungasögunum. Auk norrænnar trúar er fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er að því vikið hvernig kiristindómurinn hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti.
(Námskeiðið verður kennt á ensku.)
Mynd: Vefsetur um samanburð á grískri og norrænni goðafræði