Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Í þjóðfræði félagsvísindadeildar Háskóla Íslands eru eftirfarandi tvö námskeið í boði, sem tengjast norrænni goðafræði:
Norrænar goðsögur (5e) · H · 4F [ECTS: 10]
Kennari: Prof. John Lindow, Fulbright lektor
Fjallað verður um tilurð, tilgang, form og útbreiðslu goðsagna, og samband þeirra við helgisiði og þjóðfélagið sem þær lifa í. Áhersla verður lögð á norrænar goðsögur, sem verða raktar með sérstakri hliðsjón af heimildargildi þeirra rita sem þær geyma. Fjallað verður um skýringar og kenningar helstu fræðimanna og nokkur áhersla lögð á nýjustu rannsóknir á þessum vettvangi. Þá er á samamburðargrundvelli hugað að samsvörun við goðsögur utan norræns menningarsvæðis.
(Námskeiðið verður kennt á ensku.)
og:
Norræn trú (5e) · V · 3F IU [ECTS: 10]
Kennari: Dr. Terry Gunnell, lektor. (Ekki kennt á þessu ári)
Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og gaumgæfðar heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur, og aðrar fornminjar, auk lýsinganna um norrænar trúarathafnir sem eru í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og eddukvæðunum og konungasögunum. Auk norrænnar trúar er fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er að því vikið hvernig kiristindómurinn hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti.
(Námskeiðið verður kennt á ensku.)
Mynd: Vefsetur um samanburð á grískri og norrænni goðafræði
Terry Gunnell. „Í hvaða háskólanámi er hægt að læra um norræna goðafræði?“ Vísindavefurinn, 14. ágúst 2000, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=784.
Terry Gunnell. (2000, 14. ágúst). Í hvaða háskólanámi er hægt að læra um norræna goðafræði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=784
Terry Gunnell. „Í hvaða háskólanámi er hægt að læra um norræna goðafræði?“ Vísindavefurinn. 14. ágú. 2000. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=784>.