Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða meðferð er hægt að beita við hæðarveiki?

Tómas Guðbjartsson, Engilbert Sigurðsson, Magnús Gottfreðsson, Ólafur Már Björnsson og Gunnar Guðmundsson

Þegar komið er yfir 2500 m hæð yfir sjávarmáli geta einkenni hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig innan nokkurra daga. Orsök hæðarveiki er súrefnisskortur og ófullnægjandi hæðaraðlögun. Háfjallaveiki (acute mountain sickness, AMS) er langalgengasta birtingarmynd hæðarveiki en lífshættulegur hæðarheilabjúgur (e. acute mountain cerebral edema, HACE) og hæðarlungnabjúgur (e. high altitude pulmonary edema, HAPE) geta einnig komið fram, einkum þegar komið er yfir 3000 metra hæð.[1][2]

Algengustu einkenni háfjallaveiki eru höfuðverkur, þreyta, slappleiki, ógleði og lystarleysi, en svefntruflanir og meltingaróþægindi eru sömuleiðis algengar kvartanir. Algengustu einkenni hæðarlungnabjúgs eru mæði og þróttleysi en helstu einkenni hæðarheilabjúgs eru jafnvægistruflanir auk þess sem ruglástand getur þróast og meðvitundarskerðing átt sér stað. Í svari við spurningunn Hvað er hæðarveiki? má lesa nánar um þessar þrjár birtingarmyndir hæðarveikinnar og einkennin sem þeim fylgja en það er einnig mjög mikilvægt að þekkja hvernig á að bregðast við þegar hæðarveiki verður vart og hvaða meðferð hægt er að beita.

Ef einkenni hæðarveiki gera vart við sig er mikilvægast að fara strax niður í minni hæð og skal það alltaf gert ef aðstæður leyfa.

Almennar ráðleggingar

Ef einkenni hæðarveiki gera vart við sig er mikilvægast að fara strax niður í minni hæð og skal það alltaf gert ef aðstæður leyfa.[3] Ef einkenni eru væg má íhuga að halda kyrru fyrir. Oft dugar lækkun um 500-1000 m til að draga verulega úr einkennum. Eftir hvíld og frekari hæðaraðlögun má reyna uppgöngu á ný ef einkenni voru væg. Ekki er mælt með því að þeir sem hafa fengið heila- og/eða lungnabjúg reyni frekari uppgöngu.[4] Þá er áhersla lögð á að drekka vel og svala þorstanum jafnóðum, og forðast þannig vökvatap sem jafnframt dregur úr einkennum háfjallaveiki. Ofvökvun er óæskileg, enda getur hún valdið lækkun á natríni í blóði sem getur valdið einkennum sem líkjast háfjallaveiki.[5][6]

Lyf og önnur meðferð við háfjallaveiki

Lyf má nota ein sér ef einkenni eru væg eða ef aðstæður leyfa ekki lækkun í minni hæð, til dæmis vegna veðurs eða náttmyrkurs. Nota má verkjalyf eins og parasetamól í fullum skömmtum eða íbúprófen við vægum einkennum, sérstaklega höfuðverk. Taflan hér fyrir neðan sýnir hvaða lyfjum má beita hjá sjúklingum með alvarlegri einkenni háfjallaveiki. Eins og fram kom í Cochrane-greiningu frá 2018 vantar vandaðar rannsóknir á gagnsemi þessar lyfja við háfjallaveiki. Þær takmörkuðu rannsóknir sem þó hafa verið gerðar benda engu að síður til virkni lyfjanna.[7] Asetasólamíð er best að gefa sem fyrst eftir að einkenni koma fram en til vara dexametasón sem er kröftugra lyf og má gefa í töfluformi, í vöðva eða í æð. Asetasólamíð er áhrifaríkast fyrir þá sem eru með væga háfjallaveiki. Ef einkenni lagast eftir að lyfjagjöf hefst er ekki endilega þörf á að fara í lægri hæð. Dexametasón er frekar notað ef um er að ræða háfjallaveiki á miðlungs- eða háu stigi.[8] Aldrei er mælt með því að halda í meiri hæð fyrr en einkenni eru gengin yfir. Súrefnisgjöf í nef dregur fljótt úr einkennum en er sjaldan í boði, enda súrefnishylki þung í burði. Sérstakir háþrýstipokar (Gamow-pokar) sem sjúklingurinn fer í og þrýstingur hækkaður með fót- eða handdrifnum dælum, geta komið sér vel og samsvara hæðarlækkun um allt að 3000 m.[9] Pokana getur þó verið erfitt að nota ef einstaklingur er með innilokunarkennd eða uppköst.

Lyf til að fyrirbyggja og meðhöndla hæðarveiki. Byggt á Luks AM o.fl. 2019.

LyfÁbendingInntaka
AsetasólamíðFyrirbyggja HFV, HHB
Meðferð HFV, HHB
Um munn
Um munn
DexametasónFyrirbyggja HFV, HHB
Meðferð HFV, HHB
Um munn
Um munn, í æð eða í vöðva
ÍbúprófenFyrirbyggja HFVUm munn
NífedipínFyrirbyggja HLB
Meðferð HLB
Um munn
Um munn
TadalafílFyrirbyggja HLBUm munn
SíldenafílFyrirbyggja HLBUm munn
SalmeterólFyrirbyggja HLBInnöndun
HFV: háfjallaveiki, HHB: hæðarheilabjúgur, HLB: hæðarlungnabjúgur

Meðferð hæðarlungnabjúgs

Mikilvægast er að halda í lægri hæð en háþrýstipoki getur komið að góðum notum þegar flutningi niður verður ekki komið við. Súrefnisgjöf, til dæmis 1-2 lítrar/mín sem gefnir eru með súrefnisbeisli, er áhrifarík en er oft ekki í boði í mikilli hæð. Hægt er að gefa nífedipín-töflur, 10-20 mg fyrst, en síðan 30-60 mg af langvirku formi á 12 klukkutíma fresti.[10] Önnur lyf sem lækka lungnaslagæðaþrýsting, eins og fosfódíesterasa-hamlarnir tadalafíl eða síldenafíl, geta einnig komið að notum.[11] Rannsóknir hafa sýnt að þeir lækka lungnaþrýsting í mikilli hæð.[12] Þessi lyf voru gefin í tæplega helmingi tilvika á heilsugæslustöð í 4240 metra hæð í Nepal með góðum árangri og stundum með öðrum lyfjum.[13] Mælt er gegn notkun þvagræsilyfja og morfíns við hæðarlungnabúg enda geta þvagræsilyfin aukið á vökvaskort í líkamanum. [14]

Meðferð hæðarheilabjúgs

Mikilvægast er að koma sjúklingnum sem fyrst neðar í fjallið og eins neðarlega og aðstæður leyfa og á alltaf við nema ytri aðstæður hamli. Við slíkar aðstæður getur háþrýstipoki verið viðeigandi[15] en einnig súrefnisgjöf ef hún er í boði. Stundum er gripið til dexametasóns í töfluformi eða í æð eða vöðva ef aðstæður leyfa, og er þá gefinn 8 mg upphafsskammtur og síðan 4 mg töflur á 6 klukkutíma fresti.[16]

Tilvísanir:
  1. ^ Li Y, Zhang Y, Zhang Y. Research advances in pathogenesis and prophylactic measures of acute high altitude illness. Respir Med 2018; 145: 145-52.
  2. ^ Davis C, Hackett P. Advances in the Prevention and Treatment of High Altitude Illness. Emerg Med Clin North Am 2017; 35: 241-60.
  3. ^ Luks AM, Auerbach PS, Freer L, Grissom CK, Keyes LE5 McIntosh SE, et al. Wilderness Medical Society Practice Guidelines for the Prevention and Treatment of Acute Altitude Illness: 2019 Update. Wilderness Environ Med 2019; pii: S1080-6032(19)30090-0.
  4. ^ Deweber K, Scorza K. Return to activity at altitude after high-altitude illness. Sports Health 2010; 2:2 91-300.
  5. ^ Spano SJ, Reagle Z, Evans T. Symptomatic hypotonic hyponatremia presenting at high altitude. Wilderness Environ Med 2014; 25: 69-74.
  6. ^ Meinders AJ, Bosch FH, Meinders AE. [Travelling to high altitudes: do not increase fluid intake]. Ned Tijdschr Geneeskd. 2011; 155: A3526.
  7. ^ Simancas-Racines D, Arevalo-Rodriguez I, Osorio D, Franco JV, Xu Y, Hidalgo R. Interventions for treating acute high altitude illness. Cochrane Database Syst Rev 2018; 6: CD009567.
  8. ^ Luks AM o.fl. 2019.
  9. ^ Luks AM o.fl. 2019.
  10. ^ Deshwal R, Iqbal M, Basnet S. Nifedipine for the treatment of high altitude pulmonary edema. Wilderness Environ Med 2012; 23: 7-10.
  11. ^ Xu Y, Liu Y, Liu J, Qian G. Meta-analysis of clinical efficacy of sildenafil, a phosphodiesterase type-5 inhibitor on high altitude hypoxia and its complications. High Alt Med Biol 2014; 15: 46-51.
  12. ^ Xu Y o.fl. 2014.
  13. ^ Jones BE, Stokes S, McKenzie S, Nilles E, Stoddard GJ. Management of high altitude pulmonary edema in the Himalaya: a review of 56 cases presenting at Pheriche medical aid post (4240 m). Wilderness Environ Med 2013; 24: 32-6.
  14. ^ Joyce KE, Lucas SJE, Imray CHE, Balanos GM, Wright AD. Advances in the available non-biological pharmacotherapy prevention and treatment of acute mountain sickness and high altitude cerebral and pulmonary oedema. Expert Opin Pharmacother 2018; 19: 1891-902.
  15. ^ Luks AM o.fl. 2019.
  16. ^ Luks AM o.fl. 2019.

Mynd:


Þetta svar er hluti af lengri grein, Hæðarveiki og tengdir sjúkdómar, sem birtist í Læknablaðinu 11. tbl. 105. árg. 2019 og birt hér með góðfúslegu leyfi höfunda. Áhugasamir lesendur eru hvattir til að kynna sér greinina í heild sinni.

Höfundar

Tómas Guðbjartsson

prófessor í skurðlækningum við HÍ

Engilbert Sigurðsson

prófessor í geðlæknisfræði við HÍ og yfirlæknir á LSH

Magnús Gottfreðsson

prófessor í læknisfræði við HÍ, sérfræðingur í smitsjúkdómum

Gunnar Guðmundsson

prófessor við læknadeild HÍ

Útgáfudagur

3.7.2020

Spyrjandi

Jón H.

Tilvísun

Tómas Guðbjartsson, Engilbert Sigurðsson, Magnús Gottfreðsson, Ólafur Már Björnsson og Gunnar Guðmundsson. „Hvaða meðferð er hægt að beita við hæðarveiki?“ Vísindavefurinn, 3. júlí 2020, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78493.

Tómas Guðbjartsson, Engilbert Sigurðsson, Magnús Gottfreðsson, Ólafur Már Björnsson og Gunnar Guðmundsson. (2020, 3. júlí). Hvaða meðferð er hægt að beita við hæðarveiki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78493

Tómas Guðbjartsson, Engilbert Sigurðsson, Magnús Gottfreðsson, Ólafur Már Björnsson og Gunnar Guðmundsson. „Hvaða meðferð er hægt að beita við hæðarveiki?“ Vísindavefurinn. 3. júl. 2020. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78493>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða meðferð er hægt að beita við hæðarveiki?
Þegar komið er yfir 2500 m hæð yfir sjávarmáli geta einkenni hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig innan nokkurra daga. Orsök hæðarveiki er súrefnisskortur og ófullnægjandi hæðaraðlögun. Háfjallaveiki (acute mountain sickness, AMS) er langalgengasta birtingarmynd hæðarveiki en lífshættulegur hæðarheilabjúgur (e. acute mountain cerebral edema, HACE) og hæðarlungnabjúgur (e. high altitude pulmonary edema, HAPE) geta einnig komið fram, einkum þegar komið er yfir 3000 metra hæð.[1][2]

Algengustu einkenni háfjallaveiki eru höfuðverkur, þreyta, slappleiki, ógleði og lystarleysi, en svefntruflanir og meltingaróþægindi eru sömuleiðis algengar kvartanir. Algengustu einkenni hæðarlungnabjúgs eru mæði og þróttleysi en helstu einkenni hæðarheilabjúgs eru jafnvægistruflanir auk þess sem ruglástand getur þróast og meðvitundarskerðing átt sér stað. Í svari við spurningunn Hvað er hæðarveiki? má lesa nánar um þessar þrjár birtingarmyndir hæðarveikinnar og einkennin sem þeim fylgja en það er einnig mjög mikilvægt að þekkja hvernig á að bregðast við þegar hæðarveiki verður vart og hvaða meðferð hægt er að beita.

Ef einkenni hæðarveiki gera vart við sig er mikilvægast að fara strax niður í minni hæð og skal það alltaf gert ef aðstæður leyfa.

Almennar ráðleggingar

Ef einkenni hæðarveiki gera vart við sig er mikilvægast að fara strax niður í minni hæð og skal það alltaf gert ef aðstæður leyfa.[3] Ef einkenni eru væg má íhuga að halda kyrru fyrir. Oft dugar lækkun um 500-1000 m til að draga verulega úr einkennum. Eftir hvíld og frekari hæðaraðlögun má reyna uppgöngu á ný ef einkenni voru væg. Ekki er mælt með því að þeir sem hafa fengið heila- og/eða lungnabjúg reyni frekari uppgöngu.[4] Þá er áhersla lögð á að drekka vel og svala þorstanum jafnóðum, og forðast þannig vökvatap sem jafnframt dregur úr einkennum háfjallaveiki. Ofvökvun er óæskileg, enda getur hún valdið lækkun á natríni í blóði sem getur valdið einkennum sem líkjast háfjallaveiki.[5][6]

Lyf og önnur meðferð við háfjallaveiki

Lyf má nota ein sér ef einkenni eru væg eða ef aðstæður leyfa ekki lækkun í minni hæð, til dæmis vegna veðurs eða náttmyrkurs. Nota má verkjalyf eins og parasetamól í fullum skömmtum eða íbúprófen við vægum einkennum, sérstaklega höfuðverk. Taflan hér fyrir neðan sýnir hvaða lyfjum má beita hjá sjúklingum með alvarlegri einkenni háfjallaveiki. Eins og fram kom í Cochrane-greiningu frá 2018 vantar vandaðar rannsóknir á gagnsemi þessar lyfja við háfjallaveiki. Þær takmörkuðu rannsóknir sem þó hafa verið gerðar benda engu að síður til virkni lyfjanna.[7] Asetasólamíð er best að gefa sem fyrst eftir að einkenni koma fram en til vara dexametasón sem er kröftugra lyf og má gefa í töfluformi, í vöðva eða í æð. Asetasólamíð er áhrifaríkast fyrir þá sem eru með væga háfjallaveiki. Ef einkenni lagast eftir að lyfjagjöf hefst er ekki endilega þörf á að fara í lægri hæð. Dexametasón er frekar notað ef um er að ræða háfjallaveiki á miðlungs- eða háu stigi.[8] Aldrei er mælt með því að halda í meiri hæð fyrr en einkenni eru gengin yfir. Súrefnisgjöf í nef dregur fljótt úr einkennum en er sjaldan í boði, enda súrefnishylki þung í burði. Sérstakir háþrýstipokar (Gamow-pokar) sem sjúklingurinn fer í og þrýstingur hækkaður með fót- eða handdrifnum dælum, geta komið sér vel og samsvara hæðarlækkun um allt að 3000 m.[9] Pokana getur þó verið erfitt að nota ef einstaklingur er með innilokunarkennd eða uppköst.

Lyf til að fyrirbyggja og meðhöndla hæðarveiki. Byggt á Luks AM o.fl. 2019.

LyfÁbendingInntaka
AsetasólamíðFyrirbyggja HFV, HHB
Meðferð HFV, HHB
Um munn
Um munn
DexametasónFyrirbyggja HFV, HHB
Meðferð HFV, HHB
Um munn
Um munn, í æð eða í vöðva
ÍbúprófenFyrirbyggja HFVUm munn
NífedipínFyrirbyggja HLB
Meðferð HLB
Um munn
Um munn
TadalafílFyrirbyggja HLBUm munn
SíldenafílFyrirbyggja HLBUm munn
SalmeterólFyrirbyggja HLBInnöndun
HFV: háfjallaveiki, HHB: hæðarheilabjúgur, HLB: hæðarlungnabjúgur

Meðferð hæðarlungnabjúgs

Mikilvægast er að halda í lægri hæð en háþrýstipoki getur komið að góðum notum þegar flutningi niður verður ekki komið við. Súrefnisgjöf, til dæmis 1-2 lítrar/mín sem gefnir eru með súrefnisbeisli, er áhrifarík en er oft ekki í boði í mikilli hæð. Hægt er að gefa nífedipín-töflur, 10-20 mg fyrst, en síðan 30-60 mg af langvirku formi á 12 klukkutíma fresti.[10] Önnur lyf sem lækka lungnaslagæðaþrýsting, eins og fosfódíesterasa-hamlarnir tadalafíl eða síldenafíl, geta einnig komið að notum.[11] Rannsóknir hafa sýnt að þeir lækka lungnaþrýsting í mikilli hæð.[12] Þessi lyf voru gefin í tæplega helmingi tilvika á heilsugæslustöð í 4240 metra hæð í Nepal með góðum árangri og stundum með öðrum lyfjum.[13] Mælt er gegn notkun þvagræsilyfja og morfíns við hæðarlungnabúg enda geta þvagræsilyfin aukið á vökvaskort í líkamanum. [14]

Meðferð hæðarheilabjúgs

Mikilvægast er að koma sjúklingnum sem fyrst neðar í fjallið og eins neðarlega og aðstæður leyfa og á alltaf við nema ytri aðstæður hamli. Við slíkar aðstæður getur háþrýstipoki verið viðeigandi[15] en einnig súrefnisgjöf ef hún er í boði. Stundum er gripið til dexametasóns í töfluformi eða í æð eða vöðva ef aðstæður leyfa, og er þá gefinn 8 mg upphafsskammtur og síðan 4 mg töflur á 6 klukkutíma fresti.[16]

Tilvísanir:
  1. ^ Li Y, Zhang Y, Zhang Y. Research advances in pathogenesis and prophylactic measures of acute high altitude illness. Respir Med 2018; 145: 145-52.
  2. ^ Davis C, Hackett P. Advances in the Prevention and Treatment of High Altitude Illness. Emerg Med Clin North Am 2017; 35: 241-60.
  3. ^ Luks AM, Auerbach PS, Freer L, Grissom CK, Keyes LE5 McIntosh SE, et al. Wilderness Medical Society Practice Guidelines for the Prevention and Treatment of Acute Altitude Illness: 2019 Update. Wilderness Environ Med 2019; pii: S1080-6032(19)30090-0.
  4. ^ Deweber K, Scorza K. Return to activity at altitude after high-altitude illness. Sports Health 2010; 2:2 91-300.
  5. ^ Spano SJ, Reagle Z, Evans T. Symptomatic hypotonic hyponatremia presenting at high altitude. Wilderness Environ Med 2014; 25: 69-74.
  6. ^ Meinders AJ, Bosch FH, Meinders AE. [Travelling to high altitudes: do not increase fluid intake]. Ned Tijdschr Geneeskd. 2011; 155: A3526.
  7. ^ Simancas-Racines D, Arevalo-Rodriguez I, Osorio D, Franco JV, Xu Y, Hidalgo R. Interventions for treating acute high altitude illness. Cochrane Database Syst Rev 2018; 6: CD009567.
  8. ^ Luks AM o.fl. 2019.
  9. ^ Luks AM o.fl. 2019.
  10. ^ Deshwal R, Iqbal M, Basnet S. Nifedipine for the treatment of high altitude pulmonary edema. Wilderness Environ Med 2012; 23: 7-10.
  11. ^ Xu Y, Liu Y, Liu J, Qian G. Meta-analysis of clinical efficacy of sildenafil, a phosphodiesterase type-5 inhibitor on high altitude hypoxia and its complications. High Alt Med Biol 2014; 15: 46-51.
  12. ^ Xu Y o.fl. 2014.
  13. ^ Jones BE, Stokes S, McKenzie S, Nilles E, Stoddard GJ. Management of high altitude pulmonary edema in the Himalaya: a review of 56 cases presenting at Pheriche medical aid post (4240 m). Wilderness Environ Med 2013; 24: 32-6.
  14. ^ Joyce KE, Lucas SJE, Imray CHE, Balanos GM, Wright AD. Advances in the available non-biological pharmacotherapy prevention and treatment of acute mountain sickness and high altitude cerebral and pulmonary oedema. Expert Opin Pharmacother 2018; 19: 1891-902.
  15. ^ Luks AM o.fl. 2019.
  16. ^ Luks AM o.fl. 2019.

Mynd:


Þetta svar er hluti af lengri grein, Hæðarveiki og tengdir sjúkdómar, sem birtist í Læknablaðinu 11. tbl. 105. árg. 2019 og birt hér með góðfúslegu leyfi höfunda. Áhugasamir lesendur eru hvattir til að kynna sér greinina í heild sinni....