Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða íslenska orð er hægt að nota um það sem NASA kallar náttúrulegan „satellite“?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Öll spurningin hljóðaði svona:

Samkvæmt NASA þá eru allar pláneturnar „satellite“ því þær snúast kringum sólina. En eina orðið fyrir „satellite“ á íslensku er gervitungl en það er eitthvað sem er gervi og mannkynið bjó til. En við erum ekki með almennilegt orð fyrir satellite á íslensku því að satellite þarf ekki að vera gervi. Hvaða íslenska orð er hægt að nota fyrir náttúrulegan „satellite“?

Svarið við þessari spurningu er einfalt. Í raun og veru eru til nokkur orð yfir það sem spyrjendur kalla náttúrulegan „satellite“. Þetta eru til dæmis orð eins og hnöttur, fylgihnöttur, reikistjarna, fylgitungl og tungl.

Í stjarnvísindum er hugtakið satellite stundum notað um alla þá hluti sem snúast í kringum stærri hluti. Sú skýring er til dæmis notuð á þessari síðu hjá NASA sem spyrjendur eru væntanlega að vísa til. En þar er einnig gerður greinarmunur á náttúrulegum og manngerðum „satellite“. Tunglið og jörðin eru dæmi um náttúruleg fyrirbæri sem snúast í kringum stærri fyrirbæri, en gervihnettir eða veðurtungl eru manngerðir hlutir. Á síðunni hjá NASA segir einnig að nú á dögum sé orðið „satellite“ aðallega notað um manngerða hluti sem komið er út í geim og á braut umhverfis jörðina eða hugsanlega annan hnött í geimnum.[1]

Orðið „satellite“ var fyrst notað í stjarnvísindum um það sem við nefnum núna svonefnd Galíleótungl. Myndin var tekin úr Galíléo-geimfarinu og sýnir yfirborð tunglsins Evrópu.

Ástæðan fyrir þessari orðanotkun er að upphaflega var fleirtölumynd latneska orðsins „satelles“ notuð um tungl Júpíters sem fyrst voru uppgötvuð snemma á 17. öld. Seinna í sögunni fékk orðið einnig merkinguna gervitungl. Fjallað er meira um þetta í svari eftir sama höfund við spurningunni Hvenær var orðið satellite fyrst notað í stjarnvísindum?

Ef ætlunin er að þýða alþjóðlega orðið „satellite“ á íslensku er þess vegna hægt að nota orð eins og gervihnöttur, veðurtungl, hnöttur, fylgihnöttur, reikistjarna, fylgitungl eða einfaldlega tungl. Allt fer það vitanlega eftir því við hvers konar fyrirbæri er átt.

Tilvísun:
  1. ^ "A satellite is a moon, planet or machine that orbits a planet or star. For example, Earth is a satellite because it orbits the sun. Likewise, the moon is a satellite because it orbits Earth. Usually, the word "satellite" refers to a machine that is launched into space and moves around Earth or another body in space." What Is a Satellite?

Mynd:

Höfundur þakkar Gunnlaugi Björnssyni, deildarstjóra Háloftadeildar á Raunvísindastofnun HÍ, fyrir yfirlestur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

27.2.2020

Síðast uppfært

5.3.2020

Spyrjandi

Ívar Patrick og Birgir Freyr

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvaða íslenska orð er hægt að nota um það sem NASA kallar náttúrulegan „satellite“?“ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2020, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78691.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2020, 27. febrúar). Hvaða íslenska orð er hægt að nota um það sem NASA kallar náttúrulegan „satellite“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78691

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvaða íslenska orð er hægt að nota um það sem NASA kallar náttúrulegan „satellite“?“ Vísindavefurinn. 27. feb. 2020. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78691>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða íslenska orð er hægt að nota um það sem NASA kallar náttúrulegan „satellite“?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Samkvæmt NASA þá eru allar pláneturnar „satellite“ því þær snúast kringum sólina. En eina orðið fyrir „satellite“ á íslensku er gervitungl en það er eitthvað sem er gervi og mannkynið bjó til. En við erum ekki með almennilegt orð fyrir satellite á íslensku því að satellite þarf ekki að vera gervi. Hvaða íslenska orð er hægt að nota fyrir náttúrulegan „satellite“?

Svarið við þessari spurningu er einfalt. Í raun og veru eru til nokkur orð yfir það sem spyrjendur kalla náttúrulegan „satellite“. Þetta eru til dæmis orð eins og hnöttur, fylgihnöttur, reikistjarna, fylgitungl og tungl.

Í stjarnvísindum er hugtakið satellite stundum notað um alla þá hluti sem snúast í kringum stærri hluti. Sú skýring er til dæmis notuð á þessari síðu hjá NASA sem spyrjendur eru væntanlega að vísa til. En þar er einnig gerður greinarmunur á náttúrulegum og manngerðum „satellite“. Tunglið og jörðin eru dæmi um náttúruleg fyrirbæri sem snúast í kringum stærri fyrirbæri, en gervihnettir eða veðurtungl eru manngerðir hlutir. Á síðunni hjá NASA segir einnig að nú á dögum sé orðið „satellite“ aðallega notað um manngerða hluti sem komið er út í geim og á braut umhverfis jörðina eða hugsanlega annan hnött í geimnum.[1]

Orðið „satellite“ var fyrst notað í stjarnvísindum um það sem við nefnum núna svonefnd Galíleótungl. Myndin var tekin úr Galíléo-geimfarinu og sýnir yfirborð tunglsins Evrópu.

Ástæðan fyrir þessari orðanotkun er að upphaflega var fleirtölumynd latneska orðsins „satelles“ notuð um tungl Júpíters sem fyrst voru uppgötvuð snemma á 17. öld. Seinna í sögunni fékk orðið einnig merkinguna gervitungl. Fjallað er meira um þetta í svari eftir sama höfund við spurningunni Hvenær var orðið satellite fyrst notað í stjarnvísindum?

Ef ætlunin er að þýða alþjóðlega orðið „satellite“ á íslensku er þess vegna hægt að nota orð eins og gervihnöttur, veðurtungl, hnöttur, fylgihnöttur, reikistjarna, fylgitungl eða einfaldlega tungl. Allt fer það vitanlega eftir því við hvers konar fyrirbæri er átt.

Tilvísun:
  1. ^ "A satellite is a moon, planet or machine that orbits a planet or star. For example, Earth is a satellite because it orbits the sun. Likewise, the moon is a satellite because it orbits Earth. Usually, the word "satellite" refers to a machine that is launched into space and moves around Earth or another body in space." What Is a Satellite?

Mynd:

Höfundur þakkar Gunnlaugi Björnssyni, deildarstjóra Háloftadeildar á Raunvísindastofnun HÍ, fyrir yfirlestur....