Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir og hver er uppruni nafnsins Kvaran?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
8. september 1913 voru samþykkt frá Alþingi lög um mannanöfn eftir miklar og heitar umræður, einkum um ættarnöfn. Í 8. grein laganna var tekið fram að semja skyldi skrá yfir orð og hluti, sem væru til þess fallin að hafa að ættarnöfnum, og skrá yfir góð, íslensk, forn og ný eiginheiti karla og kvenna.

Kvaran var eitt af viðurnefnum nokkurra fornmanna sem þóttu henta sem ættarnöfn. Ólafur kvaran þótti einna fremstur herkonunga á sinni tíð. Hans er getið bæði í Njálu og Gunnlaugs sögu ormstungu.

Stjórnarráðið skipaði þriggja manna nefnd sem í áttu sæti Einar Hjörleifsson rithöfundur, Guðmundur Finnbogason heimspekingur og rithöfundur og Pálmi Pálsson menntaskólakennari (Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson frá Arnarvatni 1991:72 og áfram). Skráin var gefin út 1915. Tillögur að myndun nýrra ættarnafna skiptist í fjóra flokka og í þeim fjórða voru tillögur um viðurnefni nokkurra fornmanna sem nýta mætti sem ættarnöfn. Þeirra á meðal var nafnið Kvaran en það var viðurnefni Ólafs kvarans, konungs á Íralandi, sem þótti einna fremstur herkonunga á sinni tíð. Hans er getið bæði í Njálu og Gunnlaugs sögu ormstungu. Viðurnefnið er talið keltneskt, cuarán, í merkingunni ‘ilskór’. Einar Hjörleifsson sótti um það sem ættarnafn og greiddi fyrir tilskilið gjald árið 1916.

Heimildir og mynd:
  • Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson frá Arnarvatni. 1991. Nöfn Íslendinga. Heimskringla, Reykjavík. (Guðrún Kvaran skrifaði formálann).
  • Íslenzk mannanöfn. Lög, nefndarálit og nafnaskrár. 1915. Gefið út að tilhlutan Stjórnarráðs Íslands. Reykjavík.
  • File:Olaf Kvaran.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 12.05.2020). Hluti af mynd.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

12.5.2020

Spyrjandi

Hjördís Kvaran Einarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir og hver er uppruni nafnsins Kvaran?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2020, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78712.

Guðrún Kvaran. (2020, 12. maí). Hvað merkir og hver er uppruni nafnsins Kvaran? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78712

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir og hver er uppruni nafnsins Kvaran?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2020. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78712>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir og hver er uppruni nafnsins Kvaran?
8. september 1913 voru samþykkt frá Alþingi lög um mannanöfn eftir miklar og heitar umræður, einkum um ættarnöfn. Í 8. grein laganna var tekið fram að semja skyldi skrá yfir orð og hluti, sem væru til þess fallin að hafa að ættarnöfnum, og skrá yfir góð, íslensk, forn og ný eiginheiti karla og kvenna.

Kvaran var eitt af viðurnefnum nokkurra fornmanna sem þóttu henta sem ættarnöfn. Ólafur kvaran þótti einna fremstur herkonunga á sinni tíð. Hans er getið bæði í Njálu og Gunnlaugs sögu ormstungu.

Stjórnarráðið skipaði þriggja manna nefnd sem í áttu sæti Einar Hjörleifsson rithöfundur, Guðmundur Finnbogason heimspekingur og rithöfundur og Pálmi Pálsson menntaskólakennari (Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson frá Arnarvatni 1991:72 og áfram). Skráin var gefin út 1915. Tillögur að myndun nýrra ættarnafna skiptist í fjóra flokka og í þeim fjórða voru tillögur um viðurnefni nokkurra fornmanna sem nýta mætti sem ættarnöfn. Þeirra á meðal var nafnið Kvaran en það var viðurnefni Ólafs kvarans, konungs á Íralandi, sem þótti einna fremstur herkonunga á sinni tíð. Hans er getið bæði í Njálu og Gunnlaugs sögu ormstungu. Viðurnefnið er talið keltneskt, cuarán, í merkingunni ‘ilskór’. Einar Hjörleifsson sótti um það sem ættarnafn og greiddi fyrir tilskilið gjald árið 1916.

Heimildir og mynd:
  • Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson frá Arnarvatni. 1991. Nöfn Íslendinga. Heimskringla, Reykjavík. (Guðrún Kvaran skrifaði formálann).
  • Íslenzk mannanöfn. Lög, nefndarálit og nafnaskrár. 1915. Gefið út að tilhlutan Stjórnarráðs Íslands. Reykjavík.
  • File:Olaf Kvaran.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 12.05.2020). Hluti af mynd.
...