Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða löndum býr evrasíugaupan?

Jón Már Halldórsson

Evrasíugaupan (Lynx lynx) er ein fjögurra tegunda innan ættkvíslar gaupna (Lynx). Hinar er eru rauðgaupa (Lynx rufus), kanadagaupa (Lynx canadensis) og íberíugaupa (Lynx pardinus).

Eins og nafnið gefur til kynna eru heimkynni evrasíugaupunnar bæði í Evrópu og Asíu. Samkvæmt lista á vef Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN finnst evrasíugaupan í 45 löndum. Útbreiðsla hennar nær frá Skandinavíu um Rússland allt til Kyrrahafs. Einnig lifir hún í fjallahéruðum Evrópu sunnan Skandinavíu og í Mið-Asíu. Hún er lítið gefin fyrir menn og heldur sig því yfirleitt fjarri mannabyggðum. Hún finnst í lauf- og barrskógum, bæði á láglendi og til fjalla, en einnig á steppum og í kjarrlendi.

Alls finnst evrasíska gaupan í 45 löndum. Löndin eru: Afganistan, Albanía, Armenía, Austurríki, Aserbaísjan, Belarús, Bosnía og Hersegóvína, Búlgaría, Kína, Króatía, Tékkland, Eistland, Finnland, Frakkland, Georgía, Þýskaland, Ungverjaland, Indland, Íran, Írak, Ítalía, Kasakstan, Kórea, Kirgistan, Lettland, Liechtenstein, Litáen, Mongólía, Nepal, Norður-Makedónía, Noregur, Pakistan, Pólland, Rúmenía, Rússland, Serbía, Slóvakía, Slóvenía, Svíþjóð, Sviss, Tadsíkistan, Tyrkland, Túrkmenistan, Úkraína og Úsbekistan.

Vegna útbreiðslu hennar og aðlögunar að mismunandi búsvæðum er evrasíugaupan flokkuð í sex deilitegundir. Þær eru:
  • balkangaupan (L. l. balcanicus)
  • síberíugaupan (L. l. wrangeli)
  • karpatagaupan (L. l. carpathicus)
  • kákasusgaupan (L. l. dinniki)
  • norrænagaupan (L. l. lynx)
  • túrkmenistangaupan (L. l. isabellinus)

Heimild og mynd:
  • Breitenmoser, U. o.fl. (2015). Lynx lynx. The IUCN Red List of Threatened Species 2015. (Sótt 04.05.2020).

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.5.2020

Síðast uppfært

28.8.2023

Spyrjandi

Ísabella

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Í hvaða löndum býr evrasíugaupan?“ Vísindavefurinn, 11. maí 2020, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79310.

Jón Már Halldórsson. (2020, 11. maí). Í hvaða löndum býr evrasíugaupan? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79310

Jón Már Halldórsson. „Í hvaða löndum býr evrasíugaupan?“ Vísindavefurinn. 11. maí. 2020. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79310>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvaða löndum býr evrasíugaupan?
Evrasíugaupan (Lynx lynx) er ein fjögurra tegunda innan ættkvíslar gaupna (Lynx). Hinar er eru rauðgaupa (Lynx rufus), kanadagaupa (Lynx canadensis) og íberíugaupa (Lynx pardinus).

Eins og nafnið gefur til kynna eru heimkynni evrasíugaupunnar bæði í Evrópu og Asíu. Samkvæmt lista á vef Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN finnst evrasíugaupan í 45 löndum. Útbreiðsla hennar nær frá Skandinavíu um Rússland allt til Kyrrahafs. Einnig lifir hún í fjallahéruðum Evrópu sunnan Skandinavíu og í Mið-Asíu. Hún er lítið gefin fyrir menn og heldur sig því yfirleitt fjarri mannabyggðum. Hún finnst í lauf- og barrskógum, bæði á láglendi og til fjalla, en einnig á steppum og í kjarrlendi.

Alls finnst evrasíska gaupan í 45 löndum. Löndin eru: Afganistan, Albanía, Armenía, Austurríki, Aserbaísjan, Belarús, Bosnía og Hersegóvína, Búlgaría, Kína, Króatía, Tékkland, Eistland, Finnland, Frakkland, Georgía, Þýskaland, Ungverjaland, Indland, Íran, Írak, Ítalía, Kasakstan, Kórea, Kirgistan, Lettland, Liechtenstein, Litáen, Mongólía, Nepal, Norður-Makedónía, Noregur, Pakistan, Pólland, Rúmenía, Rússland, Serbía, Slóvakía, Slóvenía, Svíþjóð, Sviss, Tadsíkistan, Tyrkland, Túrkmenistan, Úkraína og Úsbekistan.

Vegna útbreiðslu hennar og aðlögunar að mismunandi búsvæðum er evrasíugaupan flokkuð í sex deilitegundir. Þær eru:
  • balkangaupan (L. l. balcanicus)
  • síberíugaupan (L. l. wrangeli)
  • karpatagaupan (L. l. carpathicus)
  • kákasusgaupan (L. l. dinniki)
  • norrænagaupan (L. l. lynx)
  • túrkmenistangaupan (L. l. isabellinus)

Heimild og mynd:
  • Breitenmoser, U. o.fl. (2015). Lynx lynx. The IUCN Red List of Threatened Species 2015. (Sótt 04.05.2020).
...