Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Liggja bæði karl- og kvenfugl svartþrastarins á eggjum?

Jón Már Halldórsson

Svartþröstur (Turdus merula) er nýlegur landnemi á Íslandi en fyrsta staðfesta varp hans hér á landi var árið 1969. Til að byrja með var varpið nokkuð óreglulegt en um 1991 voru svartþrestir farnir að verpa reglulega á höfuðborgarsvæðinu. Stór hópur kom hingað vorið 2000 og eftir það tók varpstofninn að eflast og er svartþröstur nú með algengari varpfuglum á höfuðborgarsvæðinu.

Svartþrösturinn verpir á fleiri stöðum á landinu svo sem í Eyjafirði, víða á Suðurlandi, Suðurnesjum og Borgarfirði. Einnig hefur orðið vart við varp á nokkrum öðrum stöðum en hann verpir ekki reglulega á Austur- og Suðausturlandi.

Kvenfugl svartþrastar situr á eggjunum en báðir foreldrar bera fæðu í ungana.

Vorið 2020 gátu áhorfendur fylgst með svartþrastarhjónum í beinni útsendingu á fuglavarpinu á vef Ríkisútvarpsins. Hjónin gerðu sér hreiður í veglegu grenitré einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu í apríl og í hreiðrinu mátti sjá þrjú egg. Venjulega verpir kvenfuglinn frá 3 til 5 eggjum í hreiðrið og tekur útungun að tveimur vikum. Þau sem fylgdust með fuglavarpinu gátu því miður ekki séð útungunina eða ungauppeldið því þegar kerlingin brá sér frá birtist hrafn og rændi hreiðrið. Ekki er þó öll von úti að þessi svartþrastarhjónin komi upp ungum í sumar því svartþrestir verpa venjulega tvisvar yfir sumarið og jafnvel þrisvar ef aðstæður eru mjög hagstæðar.

Á vef breska fuglaverndarfélagsins, The Royal Society for the Protection of Birds (RSPB) kemur fram að kvenfugl svartþrastar sitji á eggjum að klaki en eftir að ungarnir eru komnir úr eggi keppast báðir foreldrarnir við að fæða þá.

Í fuglavarpinu mátti sjá að karlfuglinn kom við og við með æti handa kvenfuglinum en einnig yfirgaf hún hreiðrið stöku sinnum.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.5.2020

Spyrjandi

Salóme Jórunn Bernharðsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Liggja bæði karl- og kvenfugl svartþrastarins á eggjum?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2020, sótt 17. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79373.

Jón Már Halldórsson. (2020, 28. maí). Liggja bæði karl- og kvenfugl svartþrastarins á eggjum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79373

Jón Már Halldórsson. „Liggja bæði karl- og kvenfugl svartþrastarins á eggjum?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2020. Vefsíða. 17. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79373>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Liggja bæði karl- og kvenfugl svartþrastarins á eggjum?
Svartþröstur (Turdus merula) er nýlegur landnemi á Íslandi en fyrsta staðfesta varp hans hér á landi var árið 1969. Til að byrja með var varpið nokkuð óreglulegt en um 1991 voru svartþrestir farnir að verpa reglulega á höfuðborgarsvæðinu. Stór hópur kom hingað vorið 2000 og eftir það tók varpstofninn að eflast og er svartþröstur nú með algengari varpfuglum á höfuðborgarsvæðinu.

Svartþrösturinn verpir á fleiri stöðum á landinu svo sem í Eyjafirði, víða á Suðurlandi, Suðurnesjum og Borgarfirði. Einnig hefur orðið vart við varp á nokkrum öðrum stöðum en hann verpir ekki reglulega á Austur- og Suðausturlandi.

Kvenfugl svartþrastar situr á eggjunum en báðir foreldrar bera fæðu í ungana.

Vorið 2020 gátu áhorfendur fylgst með svartþrastarhjónum í beinni útsendingu á fuglavarpinu á vef Ríkisútvarpsins. Hjónin gerðu sér hreiður í veglegu grenitré einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu í apríl og í hreiðrinu mátti sjá þrjú egg. Venjulega verpir kvenfuglinn frá 3 til 5 eggjum í hreiðrið og tekur útungun að tveimur vikum. Þau sem fylgdust með fuglavarpinu gátu því miður ekki séð útungunina eða ungauppeldið því þegar kerlingin brá sér frá birtist hrafn og rændi hreiðrið. Ekki er þó öll von úti að þessi svartþrastarhjónin komi upp ungum í sumar því svartþrestir verpa venjulega tvisvar yfir sumarið og jafnvel þrisvar ef aðstæður eru mjög hagstæðar.

Á vef breska fuglaverndarfélagsins, The Royal Society for the Protection of Birds (RSPB) kemur fram að kvenfugl svartþrastar sitji á eggjum að klaki en eftir að ungarnir eru komnir úr eggi keppast báðir foreldrarnir við að fæða þá.

Í fuglavarpinu mátti sjá að karlfuglinn kom við og við með æti handa kvenfuglinum en einnig yfirgaf hún hreiðrið stöku sinnum.

Heimildir og mynd:

...