Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað er vitað um aldur grænlandshákarlsins, gæti hann orðið 400 ára?

Jón Már Halldórsson

Grænlandshákarl (Somniosus microcephalus) er kunnasta hákarlategundin sem finnst hér við land og gengur einfaldlega undir heitinu hákarl á íslensku.

Tilveran gengur hægt fyrir sig hjá grænlandshákarlinum. Hann vex afar hægt eða að jafnaði um 1 cm á ári. Stærstu dýrin verða rúmlega fimm metrar á lengd og því má ætla að þau séu komin vel til ára sinna. Þá hafa rannsóknir sýnt að kvendýrin verði ekki kynþroska fyrr en þau eru orðin um 150 ára.

Grænlandshákarl (Somniosus microcephalus) verður mögulega elstur allra hryggdýra.

Til þess að aldursgreina hákarla og áætla vaxtarhraða var gerð rannsókn á magni ákveðinni samsætu kolefnis (C-14) í augnlinsum 28 kvendýra sem voru á bilinu 81 til 502 cm á lengd. Minnstu dýrin höfðu miklu meira magn samsætunnar í augnlinsum en stærri og eldri dýr. Magnið endurspeglar það ástand sem var í umhverfinu á þeim tíma þegar dýrin urðu til og vísindamenn tengja það við kjarnorkutilraunir risaveldanna á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Í þeim tilraunum jókst magn C-14 í andrúmsloftinu tímabundið og bárust leifar þess þaðan í höfin og í lífverur.

Með þessar niðurstöður til hliðsjónar var hægt að áætla aldur annarra dýra út frá lengd þeirra. Stærsta dýrið í rannsókninni var 502 cm og er talið að það hafi verið 392 ára gamalt +/- 120 ár. Þetta þýðir að dýrið var að minnsta kosti 272 ára en mögulega hátt í 500 ára. Það bendir því margt til þess að grænlandshákarlinn sé langlífasta hryggdýrið. Miðað við hvað viðkoma þessara dýra er ótrúlega hæg má ætla að hún sé afar viðkvæm fyrir breytingum í umhverfinu.

Heimildir og mynd:

Upprunalega spurningin var:
Hvað er vitað um aldur Íslandshákarlsins? Hef heyrt að hann nái 400 árum.

Við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé í raun að spyrja um grænlandshákarlinn sem er kunnasta hákarlategundin hér við land.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.11.2020

Spyrjandi

Rúnar Guðmundsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er vitað um aldur grænlandshákarlsins, gæti hann orðið 400 ára?“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2020. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79541.

Jón Már Halldórsson. (2020, 27. nóvember). Hvað er vitað um aldur grænlandshákarlsins, gæti hann orðið 400 ára? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79541

Jón Már Halldórsson. „Hvað er vitað um aldur grænlandshákarlsins, gæti hann orðið 400 ára?“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2020. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79541>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er vitað um aldur grænlandshákarlsins, gæti hann orðið 400 ára?
Grænlandshákarl (Somniosus microcephalus) er kunnasta hákarlategundin sem finnst hér við land og gengur einfaldlega undir heitinu hákarl á íslensku.

Tilveran gengur hægt fyrir sig hjá grænlandshákarlinum. Hann vex afar hægt eða að jafnaði um 1 cm á ári. Stærstu dýrin verða rúmlega fimm metrar á lengd og því má ætla að þau séu komin vel til ára sinna. Þá hafa rannsóknir sýnt að kvendýrin verði ekki kynþroska fyrr en þau eru orðin um 150 ára.

Grænlandshákarl (Somniosus microcephalus) verður mögulega elstur allra hryggdýra.

Til þess að aldursgreina hákarla og áætla vaxtarhraða var gerð rannsókn á magni ákveðinni samsætu kolefnis (C-14) í augnlinsum 28 kvendýra sem voru á bilinu 81 til 502 cm á lengd. Minnstu dýrin höfðu miklu meira magn samsætunnar í augnlinsum en stærri og eldri dýr. Magnið endurspeglar það ástand sem var í umhverfinu á þeim tíma þegar dýrin urðu til og vísindamenn tengja það við kjarnorkutilraunir risaveldanna á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Í þeim tilraunum jókst magn C-14 í andrúmsloftinu tímabundið og bárust leifar þess þaðan í höfin og í lífverur.

Með þessar niðurstöður til hliðsjónar var hægt að áætla aldur annarra dýra út frá lengd þeirra. Stærsta dýrið í rannsókninni var 502 cm og er talið að það hafi verið 392 ára gamalt +/- 120 ár. Þetta þýðir að dýrið var að minnsta kosti 272 ára en mögulega hátt í 500 ára. Það bendir því margt til þess að grænlandshákarlinn sé langlífasta hryggdýrið. Miðað við hvað viðkoma þessara dýra er ótrúlega hæg má ætla að hún sé afar viðkvæm fyrir breytingum í umhverfinu.

Heimildir og mynd:

Upprunalega spurningin var:
Hvað er vitað um aldur Íslandshákarlsins? Hef heyrt að hann nái 400 árum.

Við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé í raun að spyrja um grænlandshákarlinn sem er kunnasta hákarlategundin hér við land....