Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvað er lífplast?

Umhverfisstofnun

Lífplast (e. bioplastics) er samheiti yfir plasttegundir sem framleiddar eru úr lífmassa í stað jarðefnaeldsneytis. Einn helsti kosturinn við notkun lífplasts er að efnið er framleitt úr endurnýjanlegum auðlindum, sem olíulindir eru ekki, en flest plastefni eru búin til úr jarðolíu eða jarðgasi. Helstu hráefni sem notuð eru í lífplast eru maís, sykurreyr, sykur og hálmur. Umhverfisávinningur framleiðslunnar eykst enn frekar þegar aukaafurðir frá annarri framleiðslu eru nýttar.

Orðið lífplast er notað bæði yfir lífbrjótanlegt plast (e. biodegradable) og plast sem brotnar ekki niður. Um 1/3 lífplasts sem er framleitt er lífbrjótanlegt en hitt er lífplast sem brotnar ekki niður.

Lífplast er samheiti yfir plasttegundir sem framleiddar eru úr lífmassa í stað jarðefnaeldsneytis. Einn helsti kosturinn við lífplastið er að það er framleitt úr endurnýjanlegum auðlindum. Á myndinni sjást tómatar pakkaðir í lífbrjótanlegar plastumbúðir.

Lífplast sem brotnar ekki niður er framleitt úr lífmassa en hefur alveg sömu uppbyggingu og hefðbundið plast og flokkast því sem slíkt, til dæmis til endurvinnslu. Það er því mikilvægt að skilja á milli lífplasts sem á að fara í plastendurvinnslu og lífplasts sem er lífbrjótanlegt. Merkingar á slíku plasti eru til dæmis bio-PE, bio-PET, bio-PA og bio-PP. Þessi tegund plasts er notuð í auknum mæli í samsettum umbúðum, til dæmis í plasttappa á drykkjarvörufernum.

Lífplast sem brotnar niður hefur sömu eiginleika og annað lífrænt efni, það er að það brotnar niður í vatn, CO2, lífmassa og metan. Niðurbrotið tekur um 10 vikur ef hita- og rakastig er hentugt og réttar örverur eru til staðar. Einn helsti kosturinn við lífbrjótanlegt plast er því sá að það getur brotnað niður í náttúrunni séu réttar aðstæður fyrir hendi. Hins vegar tekur það yfirleitt mun lengri tíma og það brotnar að líkindum aldrei alveg niður vegna þess að réttar aðstæður eru ekki fyrir hendi. Að geta brotnað niður er engu að síður mikilvægur eiginleiki ef efnið fær ekki rétta úrgangsmeðhöndlun og endar í náttúrunni. Það er þó alls ekki æskilegt, sér í lagi á Íslandi þegar lífplast lendir í sjónum.

Plast hefur fundist í flestum tegundum sjófugla og fiska en ef lífbrjótanlegt plast kemst í meltingarfæri þessara dýra brotnar það niður og verður að fæðu í stað þess að safnast upp eins og hefðbundið plast. Því hefur lífbrjótanlega plastið ekki sömu óæskilegu áhrif á lífverur og hefðbundið plast eða lífplast sem brotnar ekki niður.

Penni úr lífbrjótanlegu plasti (PLA - polylactic acid).

Dæmi um lífbrjótanlegt plast er PLA (polylactic acid) og PHA (polyhydroxyalkanoates). Þessi tegund plasts hefur verið notuð í plastpoka, penna og í stað einnota borðbúnaðar svo eitthvað sé nefnt.

Endurvinnsla á lífbrjótanlegu plasti er með allt öðrum hætti en á við um annað plast. Lífbrjótanlega plastið ætti að fara í almennt sorp eða með lífrænum úrgangi. Fyrir þá sem eru með heimajarðgerð er þó gott að hafa í huga að ákjósanleg skilyrði til niðurbrots lífplasts eru ekki alltaf til staðar í heimajarðgerð og getur lífplastið því stundum hægt á niðurbroti í jarðgerðartunnu. Ef lífbrjótanlegt plast er flokkað með hefðbundnu plasti getur það dregið úr möguleikum til endurvinnslu plastefnanna og jafnvel leitt til þess að ekki er hægt að senda innihald viðkomandi gáms til endurvinnslu.

Myndir:

Spurningu Laufeyjar er hér svarað að hluta en upphaflega var hún svona: Hver er munurinn á hefðbundnu plasti og bioplasti?


Þetta svar er fengið af Umhverfistofnunar og birt hér með góðfúslegu leyfi. Textinn hefur lítillega verið aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Útgáfudagur

23.9.2020

Spyrjandi

Laufey Heiða Reynisdóttir

Tilvísun

Umhverfisstofnun. „Hvað er lífplast?“ Vísindavefurinn, 23. september 2020. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80027.

Umhverfisstofnun. (2020, 23. september). Hvað er lífplast? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80027

Umhverfisstofnun. „Hvað er lífplast?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2020. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80027>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er lífplast?
Lífplast (e. bioplastics) er samheiti yfir plasttegundir sem framleiddar eru úr lífmassa í stað jarðefnaeldsneytis. Einn helsti kosturinn við notkun lífplasts er að efnið er framleitt úr endurnýjanlegum auðlindum, sem olíulindir eru ekki, en flest plastefni eru búin til úr jarðolíu eða jarðgasi. Helstu hráefni sem notuð eru í lífplast eru maís, sykurreyr, sykur og hálmur. Umhverfisávinningur framleiðslunnar eykst enn frekar þegar aukaafurðir frá annarri framleiðslu eru nýttar.

Orðið lífplast er notað bæði yfir lífbrjótanlegt plast (e. biodegradable) og plast sem brotnar ekki niður. Um 1/3 lífplasts sem er framleitt er lífbrjótanlegt en hitt er lífplast sem brotnar ekki niður.

Lífplast er samheiti yfir plasttegundir sem framleiddar eru úr lífmassa í stað jarðefnaeldsneytis. Einn helsti kosturinn við lífplastið er að það er framleitt úr endurnýjanlegum auðlindum. Á myndinni sjást tómatar pakkaðir í lífbrjótanlegar plastumbúðir.

Lífplast sem brotnar ekki niður er framleitt úr lífmassa en hefur alveg sömu uppbyggingu og hefðbundið plast og flokkast því sem slíkt, til dæmis til endurvinnslu. Það er því mikilvægt að skilja á milli lífplasts sem á að fara í plastendurvinnslu og lífplasts sem er lífbrjótanlegt. Merkingar á slíku plasti eru til dæmis bio-PE, bio-PET, bio-PA og bio-PP. Þessi tegund plasts er notuð í auknum mæli í samsettum umbúðum, til dæmis í plasttappa á drykkjarvörufernum.

Lífplast sem brotnar niður hefur sömu eiginleika og annað lífrænt efni, það er að það brotnar niður í vatn, CO2, lífmassa og metan. Niðurbrotið tekur um 10 vikur ef hita- og rakastig er hentugt og réttar örverur eru til staðar. Einn helsti kosturinn við lífbrjótanlegt plast er því sá að það getur brotnað niður í náttúrunni séu réttar aðstæður fyrir hendi. Hins vegar tekur það yfirleitt mun lengri tíma og það brotnar að líkindum aldrei alveg niður vegna þess að réttar aðstæður eru ekki fyrir hendi. Að geta brotnað niður er engu að síður mikilvægur eiginleiki ef efnið fær ekki rétta úrgangsmeðhöndlun og endar í náttúrunni. Það er þó alls ekki æskilegt, sér í lagi á Íslandi þegar lífplast lendir í sjónum.

Plast hefur fundist í flestum tegundum sjófugla og fiska en ef lífbrjótanlegt plast kemst í meltingarfæri þessara dýra brotnar það niður og verður að fæðu í stað þess að safnast upp eins og hefðbundið plast. Því hefur lífbrjótanlega plastið ekki sömu óæskilegu áhrif á lífverur og hefðbundið plast eða lífplast sem brotnar ekki niður.

Penni úr lífbrjótanlegu plasti (PLA - polylactic acid).

Dæmi um lífbrjótanlegt plast er PLA (polylactic acid) og PHA (polyhydroxyalkanoates). Þessi tegund plasts hefur verið notuð í plastpoka, penna og í stað einnota borðbúnaðar svo eitthvað sé nefnt.

Endurvinnsla á lífbrjótanlegu plasti er með allt öðrum hætti en á við um annað plast. Lífbrjótanlega plastið ætti að fara í almennt sorp eða með lífrænum úrgangi. Fyrir þá sem eru með heimajarðgerð er þó gott að hafa í huga að ákjósanleg skilyrði til niðurbrots lífplasts eru ekki alltaf til staðar í heimajarðgerð og getur lífplastið því stundum hægt á niðurbroti í jarðgerðartunnu. Ef lífbrjótanlegt plast er flokkað með hefðbundnu plasti getur það dregið úr möguleikum til endurvinnslu plastefnanna og jafnvel leitt til þess að ekki er hægt að senda innihald viðkomandi gáms til endurvinnslu.

Myndir:

Spurningu Laufeyjar er hér svarað að hluta en upphaflega var hún svona: Hver er munurinn á hefðbundnu plasti og bioplasti?


Þetta svar er fengið af Umhverfistofnunar og birt hér með góðfúslegu leyfi. Textinn hefur lítillega verið aðlagaður Vísindavefnum....