Sólin Sólin Rís 09:01 • sest 18:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:51 • Sest 10:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:59 • Síðdegis: 24:01 í Reykjavík

Er sellófan plast?

Einar Karl Friðriksson

Plastefni eru efni úr einni eða fleiri tegundum fjölliða úr stórum hópi fjölliða. Plastefni hafa vissa mýkt svo hægt sé að móta þau og forma. Sellófan fellur undir þessa skilgreiningu og mundi því almennt vera talið til plastefna.

Sellófan er þunn, gegnsæ filma búin til úr sellulósa og var fundin upp og þróuð af svissneska efnafræðingnum Jaques Brandenberger (1872–1954) á fyrstu árum 20. aldar. Sellófan-filma er ekki teygjanleg, hún er mjúk og sveigjanleg en getur krumpast og það skrjáfar í henni ef hún er krumpuð saman. Sellófan-filma er til dæmis notuð utan um geisladiska, ýmiskonar matvæli og sælgæti.

Sellófan-filma er til dæmis notuð utan um geisladiska, ýmiskonar matvæli og sælgæti.

Sellulósi er náttúrleg fjölsykra og er uppistaðan í öllum plöntum. Sellófan er þannig í þeim flokki plastefna sem geta kallast lífræn plastefni en það eru plastefni unnin úr hráefni sem fæst úr endurnýjanlegum lífmassa. Önnur slík efni eru plastefni úr sterkju. Algengustu plastefnin sem við notum eru hins vegar unnin úr olíu eða olíuafurðum og stundum er hugtakið plast notað eingöngu yfir þann flokk plastefna.

Það flækir málið að orðið sellófan er stundum notað yfir aðrar plastfilmur en þær sem eru úr sellófani. Þannig er dæmigerð teygjanleg plastfilma sem við notum í eldhúsinu til að setja utan um mat og til að loka opnum ílátum („matarfilma“ eða „plastic wrap“) stundum kölluð sellófan. Þess háttar filma er þó ekki úr sellófanefni heldur úr PVC (pólývínýlklóríði) eða LDPE (pólýetýlen með lágri eðlisþyngd; low density polyethylene).

Hefðbundin matarfilma er ekki úr sellófani.

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

5.9.2017

Spyrjandi

Ragnheiður Kristín Steindórsdóttir

Tilvísun

Einar Karl Friðriksson. „Er sellófan plast?“ Vísindavefurinn, 5. september 2017. Sótt 22. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74248.

Einar Karl Friðriksson. (2017, 5. september). Er sellófan plast? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74248

Einar Karl Friðriksson. „Er sellófan plast?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2017. Vefsíða. 22. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74248>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er sellófan plast?
Plastefni eru efni úr einni eða fleiri tegundum fjölliða úr stórum hópi fjölliða. Plastefni hafa vissa mýkt svo hægt sé að móta þau og forma. Sellófan fellur undir þessa skilgreiningu og mundi því almennt vera talið til plastefna.

Sellófan er þunn, gegnsæ filma búin til úr sellulósa og var fundin upp og þróuð af svissneska efnafræðingnum Jaques Brandenberger (1872–1954) á fyrstu árum 20. aldar. Sellófan-filma er ekki teygjanleg, hún er mjúk og sveigjanleg en getur krumpast og það skrjáfar í henni ef hún er krumpuð saman. Sellófan-filma er til dæmis notuð utan um geisladiska, ýmiskonar matvæli og sælgæti.

Sellófan-filma er til dæmis notuð utan um geisladiska, ýmiskonar matvæli og sælgæti.

Sellulósi er náttúrleg fjölsykra og er uppistaðan í öllum plöntum. Sellófan er þannig í þeim flokki plastefna sem geta kallast lífræn plastefni en það eru plastefni unnin úr hráefni sem fæst úr endurnýjanlegum lífmassa. Önnur slík efni eru plastefni úr sterkju. Algengustu plastefnin sem við notum eru hins vegar unnin úr olíu eða olíuafurðum og stundum er hugtakið plast notað eingöngu yfir þann flokk plastefna.

Það flækir málið að orðið sellófan er stundum notað yfir aðrar plastfilmur en þær sem eru úr sellófani. Þannig er dæmigerð teygjanleg plastfilma sem við notum í eldhúsinu til að setja utan um mat og til að loka opnum ílátum („matarfilma“ eða „plastic wrap“) stundum kölluð sellófan. Þess háttar filma er þó ekki úr sellófanefni heldur úr PVC (pólývínýlklóríði) eða LDPE (pólýetýlen með lágri eðlisþyngd; low density polyethylene).

Hefðbundin matarfilma er ekki úr sellófani.

Myndir:

...