Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Plast er unnið úr olíu en er hægt að snúa þessu við og vinna olíu úr plasti?

Einar Karl Friðriksson

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega já: Það er vel hægt að búa til olíu úr plasti. Úr einu kílói af plasti verður til um einn lítri af olíu.

Flest plastefni eru búin til úr jarðolíu eða jarðgasi. Ekki þó öll því það eru líka til plastefni sem eru búin til úr endurnýjanlegum lífmassa, svo sem sellulósa og sterkju. Um það má lesa meira í svari við spurningunni Er sellófan plast? Til að umbreyta plasti aftur í olíu (eða annað eldsneyti) þarf að hita plastið í súrefnissnauðu umhverfi upp í um það bil 350 gráðu hita. Við svo háan hita brotna plastsameindirnar niður og mynda olíu í svokölluðu hitasundrunarhvarfi (e. pyrolysis). Þetta má sjá í stuttu myndbandi á YouTube:

Myndband sem sýnir hvernig hægt er að umbreyta plasti aftur í olíu með svokölluðu hitasundrunarhvarfi

Þetta ferli hefur ekki verið talið samkeppnisfært við að nýta olíu beint úr jörðinni, því það kostar orku að hita plastið upp í svona hátt hitastig. Orkan sem fer í að hita hvarfageyminn sem plastið er hitað í er samt minni en orkan í olíunni sem myndast. Nokkur fyrirtæki vinna að því þróa þessa tækni til að hún verði hagkvæmari og sum þeirra selja nú þegar tilbúnar vélar sem búa til olíu úr plasti. Þetta gæti orðið gagnleg tækni í framtíðinni til að nýta plast sem erfitt er að endurvinna í nýtt plast.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þetta nánar geta til dæmis skoðað vefsíður nokkurra fyrirtækja sem vinna olíu úr plasti:

Höfundur

Útgáfudagur

20.9.2017

Spyrjandi

Ólafur Helgi Jónsson

Tilvísun

Einar Karl Friðriksson. „Plast er unnið úr olíu en er hægt að snúa þessu við og vinna olíu úr plasti?“ Vísindavefurinn, 20. september 2017, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60792.

Einar Karl Friðriksson. (2017, 20. september). Plast er unnið úr olíu en er hægt að snúa þessu við og vinna olíu úr plasti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60792

Einar Karl Friðriksson. „Plast er unnið úr olíu en er hægt að snúa þessu við og vinna olíu úr plasti?“ Vísindavefurinn. 20. sep. 2017. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60792>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Plast er unnið úr olíu en er hægt að snúa þessu við og vinna olíu úr plasti?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega já: Það er vel hægt að búa til olíu úr plasti. Úr einu kílói af plasti verður til um einn lítri af olíu.

Flest plastefni eru búin til úr jarðolíu eða jarðgasi. Ekki þó öll því það eru líka til plastefni sem eru búin til úr endurnýjanlegum lífmassa, svo sem sellulósa og sterkju. Um það má lesa meira í svari við spurningunni Er sellófan plast? Til að umbreyta plasti aftur í olíu (eða annað eldsneyti) þarf að hita plastið í súrefnissnauðu umhverfi upp í um það bil 350 gráðu hita. Við svo háan hita brotna plastsameindirnar niður og mynda olíu í svokölluðu hitasundrunarhvarfi (e. pyrolysis). Þetta má sjá í stuttu myndbandi á YouTube:

Myndband sem sýnir hvernig hægt er að umbreyta plasti aftur í olíu með svokölluðu hitasundrunarhvarfi

Þetta ferli hefur ekki verið talið samkeppnisfært við að nýta olíu beint úr jörðinni, því það kostar orku að hita plastið upp í svona hátt hitastig. Orkan sem fer í að hita hvarfageyminn sem plastið er hitað í er samt minni en orkan í olíunni sem myndast. Nokkur fyrirtæki vinna að því þróa þessa tækni til að hún verði hagkvæmari og sum þeirra selja nú þegar tilbúnar vélar sem búa til olíu úr plasti. Þetta gæti orðið gagnleg tækni í framtíðinni til að nýta plast sem erfitt er að endurvinna í nýtt plast.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þetta nánar geta til dæmis skoðað vefsíður nokkurra fyrirtækja sem vinna olíu úr plasti:

...