Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var bann við fóstureyðingum fyrst sett inn í lög sem giltu á Íslandi?

Baldur S. Blöndal

Sérstakar refsingar fyrir þungunarrof hafa legið fyrir á Íslandi allt frá árinu 1734 þegar norsk lög Kristjáns konungs V. urðu gildandi réttarheimild í íslenskum rétti. Þau giltu þó eingöngu um fóstur sem getin voru utan hjónabanda, um annars konar þungunarrof giltu almenn ákvæði um manndráp.

Í almennum hegningarlögum til handa Íslandi frá 1869 var bannið áréttað með eftirfarandi hætti:

Óléttur kvenmaður, sem af ásettu ráði eyðir burði sínum eða deyðir hann í móður kviði, skal sæta hegningarvinnu allt að 8 árum. Sömu refsingu skal sá sæta, sem í sama tilgangi brúkar meðöl við móðurina að vilja hennar, og það hefir sömu afleiðingar. Sé það gjört án vitorðs hennar eða vilja, þá varðar það hegningarvinnu í 4 ár og allt að 16 árum, eða æfilangt ef mjög miklar sakir eru.

Engin lagaákvæði heimiluðu læknum að framkvæma þungunarrof fyrr en lög um varnir gegn því að vera barnshafandi og um fóstureyðingar nr. 38/1935 tóku gildi.

Þungunarrof og heimildir til þess hafa iðulega valdið deilum, bæði hér á landi og erlendis.

Í núgildandi hegningarlögum nr. 40/1940 er ákvæðið svohljóðandi:
[Manneskja], 1) sem deyðir fóstur sitt, skal sæta … 2) fangelsi allt að 2 árum. Ef sérstaklega ríkar málsbætur eru fyrir hendi, má ákveða, að refsing falli niður. Mál skal ekki höfða, ef 2 ár eru liðin frá því að brot var framið. Ónothæf tilraun er refsilaus.

Hver, sem með samþykki [þungaðrar manneskju] 1) deyðir fóstur hennar eða ljær henni lið sitt til fóstureyðingar, skal sæta fangelsi allt að 4 árum. Sé um mikla sök að ræða, einkum ef verknaðurinn er framinn í ávinningsskyni eða hann hefur haft í för með sér dauða eða stórfellt heilsutjón [hinnar þunguðu manneskju], 1) skal beita allt að 8 ára fangelsi. Hafi verkið verið framið án samþykkis [hinnar þunguðu manneskju], 1) skal refsing vera fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 12 árum.

Bannið hefur þróast úr því að vera nokkuð blátt bann við þungunarrofi í bann við ólöglegu þungunarrofi. Þungunarrof telst alltaf ólöglegt ef það er framkvæmt af öðrum en lækni. Árið 2019 voru sett ný lög um þungunarrof nr. 43/2019.

Heimildir

Mynd:

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

16.4.2021

Spyrjandi

Ásdís Halla Bragadóttir

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Hvenær var bann við fóstureyðingum fyrst sett inn í lög sem giltu á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2021, sótt 4. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80632.

Baldur S. Blöndal. (2021, 16. apríl). Hvenær var bann við fóstureyðingum fyrst sett inn í lög sem giltu á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80632

Baldur S. Blöndal. „Hvenær var bann við fóstureyðingum fyrst sett inn í lög sem giltu á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2021. Vefsíða. 4. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80632>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var bann við fóstureyðingum fyrst sett inn í lög sem giltu á Íslandi?
Sérstakar refsingar fyrir þungunarrof hafa legið fyrir á Íslandi allt frá árinu 1734 þegar norsk lög Kristjáns konungs V. urðu gildandi réttarheimild í íslenskum rétti. Þau giltu þó eingöngu um fóstur sem getin voru utan hjónabanda, um annars konar þungunarrof giltu almenn ákvæði um manndráp.

Í almennum hegningarlögum til handa Íslandi frá 1869 var bannið áréttað með eftirfarandi hætti:

Óléttur kvenmaður, sem af ásettu ráði eyðir burði sínum eða deyðir hann í móður kviði, skal sæta hegningarvinnu allt að 8 árum. Sömu refsingu skal sá sæta, sem í sama tilgangi brúkar meðöl við móðurina að vilja hennar, og það hefir sömu afleiðingar. Sé það gjört án vitorðs hennar eða vilja, þá varðar það hegningarvinnu í 4 ár og allt að 16 árum, eða æfilangt ef mjög miklar sakir eru.

Engin lagaákvæði heimiluðu læknum að framkvæma þungunarrof fyrr en lög um varnir gegn því að vera barnshafandi og um fóstureyðingar nr. 38/1935 tóku gildi.

Þungunarrof og heimildir til þess hafa iðulega valdið deilum, bæði hér á landi og erlendis.

Í núgildandi hegningarlögum nr. 40/1940 er ákvæðið svohljóðandi:
[Manneskja], 1) sem deyðir fóstur sitt, skal sæta … 2) fangelsi allt að 2 árum. Ef sérstaklega ríkar málsbætur eru fyrir hendi, má ákveða, að refsing falli niður. Mál skal ekki höfða, ef 2 ár eru liðin frá því að brot var framið. Ónothæf tilraun er refsilaus.

Hver, sem með samþykki [þungaðrar manneskju] 1) deyðir fóstur hennar eða ljær henni lið sitt til fóstureyðingar, skal sæta fangelsi allt að 4 árum. Sé um mikla sök að ræða, einkum ef verknaðurinn er framinn í ávinningsskyni eða hann hefur haft í för með sér dauða eða stórfellt heilsutjón [hinnar þunguðu manneskju], 1) skal beita allt að 8 ára fangelsi. Hafi verkið verið framið án samþykkis [hinnar þunguðu manneskju], 1) skal refsing vera fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 12 árum.

Bannið hefur þróast úr því að vera nokkuð blátt bann við þungunarrofi í bann við ólöglegu þungunarrofi. Þungunarrof telst alltaf ólöglegt ef það er framkvæmt af öðrum en lækni. Árið 2019 voru sett ný lög um þungunarrof nr. 43/2019.

Heimildir

Mynd:

...