Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er óhætt að fjarlægja geitungabú sem ég fann að vetri til í köldu þakrými, er það ekki örugglega tómt?

Jón Már Halldórsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Er að velta fyrir mér varðandi gríðarlega stórt geitungabú í köldu þakrými. Mun stærra en körfubolti ásamt fleiri minni búum í sama rými sem eru rétt eins og handboltar og tennisboltar. Spurningi er þessi. Er þetta ekki tómt á þessum tíma og einfalt að leggja yfir þetta ruslapoka og saga niður? varla fluga í þessu ... eða hvað?

Það er ekki óalgengt að fólk rekist á stór geitungabú í háalofti sínu á haustin eða veturna þar sem þau geta verið kjörin búsvæði fyrir geitunga sem komast þá inn um loftop þaksins og eru þar í algjöru skjóli fyrir veðri og vindum. Oft eru þetta holugeitungar sem gera sér slík bú og geta þau orðið geysilega stór og oft stærri en körfuboltar! Ef húseigandi finnur fleiri minni bú, sum á stærð við golfkúlur er ljóst að búin hafa misfarist og drottningin hugsanlega drepist.

Þetta myndarlega geitungabú sem hér iðar af lífi tæmist í lok sumars.

Eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig er lífsferill geitunga, eru það sömu geitungarnir sem sjást á vorin og á haustin? eru það aðeins ungdrottningar, í raun drottningar næsta sumars, sem leggjast í dvala og lifa veturinn af en aðrir meðlimir geitungabúa, það er þernurnar, karldýrin og „gamla“ drottningin, drepast í lok sumars eða að hausti.

Ólíklegt er að ungu drottningarnar liggi í dvala í gömlu búunum þar sem þær yfirgefa búið þegar þær eru tilbúnar og fara þá út og finna sér karlflugu til að makast við, áður en þær leggjast í dvala á einhverjum skjólsælum stað. Ekki er þó útilokað að ung-drottningar leiti aftur í þakið og leggist þar í dvala í hlýjunni, nærri gamla búinu þar sem þær ólust upp, en þær nýta ekki aftur gamla búið.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.1.2021

Spyrjandi

Gunnar

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er óhætt að fjarlægja geitungabú sem ég fann að vetri til í köldu þakrými, er það ekki örugglega tómt?“ Vísindavefurinn, 4. janúar 2021, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80750.

Jón Már Halldórsson. (2021, 4. janúar). Er óhætt að fjarlægja geitungabú sem ég fann að vetri til í köldu þakrými, er það ekki örugglega tómt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80750

Jón Már Halldórsson. „Er óhætt að fjarlægja geitungabú sem ég fann að vetri til í köldu þakrými, er það ekki örugglega tómt?“ Vísindavefurinn. 4. jan. 2021. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80750>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er óhætt að fjarlægja geitungabú sem ég fann að vetri til í köldu þakrými, er það ekki örugglega tómt?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Er að velta fyrir mér varðandi gríðarlega stórt geitungabú í köldu þakrými. Mun stærra en körfubolti ásamt fleiri minni búum í sama rými sem eru rétt eins og handboltar og tennisboltar. Spurningi er þessi. Er þetta ekki tómt á þessum tíma og einfalt að leggja yfir þetta ruslapoka og saga niður? varla fluga í þessu ... eða hvað?

Það er ekki óalgengt að fólk rekist á stór geitungabú í háalofti sínu á haustin eða veturna þar sem þau geta verið kjörin búsvæði fyrir geitunga sem komast þá inn um loftop þaksins og eru þar í algjöru skjóli fyrir veðri og vindum. Oft eru þetta holugeitungar sem gera sér slík bú og geta þau orðið geysilega stór og oft stærri en körfuboltar! Ef húseigandi finnur fleiri minni bú, sum á stærð við golfkúlur er ljóst að búin hafa misfarist og drottningin hugsanlega drepist.

Þetta myndarlega geitungabú sem hér iðar af lífi tæmist í lok sumars.

Eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig er lífsferill geitunga, eru það sömu geitungarnir sem sjást á vorin og á haustin? eru það aðeins ungdrottningar, í raun drottningar næsta sumars, sem leggjast í dvala og lifa veturinn af en aðrir meðlimir geitungabúa, það er þernurnar, karldýrin og „gamla“ drottningin, drepast í lok sumars eða að hausti.

Ólíklegt er að ungu drottningarnar liggi í dvala í gömlu búunum þar sem þær yfirgefa búið þegar þær eru tilbúnar og fara þá út og finna sér karlflugu til að makast við, áður en þær leggjast í dvala á einhverjum skjólsælum stað. Ekki er þó útilokað að ung-drottningar leiti aftur í þakið og leggist þar í dvala í hlýjunni, nærri gamla búinu þar sem þær ólust upp, en þær nýta ekki aftur gamla búið.

Mynd:

...