Sólin Sólin Rís 05:00 • sest 22:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 16:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:54 • Síðdegis: 22:45 í Reykjavík

Deyr loðna eftir hrygningu eins og á við um laxinn?

Jón Már Halldórsson

Já það er rétt að nær öll loðna drepst að hrygningu lokinni.

Helstu hrygningarsvæði loðnunnar hér við land eru með suður- og vesturströndinni, allt frá Hornafirði að Ísafjarðardjúpi. Hrygningin hefst í febrúar og stendur fram í apríl og maí en dæmi er um hrygningu hjá loðnunni eitthvað inn í sumarmánuðina. Loðnan hrygnir eggjum sínum á sjávarbotninn og límast smá rauðgul eggin, sem eru um 1 mm í þvermál, við steina og kletta. Talið er að hrygnan gjóti á bilinu 30–40 þúsund eggjum allt frá fjöruborði og niður á 70-80 metra dýpi. Mikið dregur af henni við hrygningu og talið er að hún hrygni aðeins einu sinni á ævi sinni. Þó er ekki alveg útilokað að einhverjar hrygnur geta hrygnt tvisvar. Á hrygningatímanum geta hængarnir tekið þátt í fleiri en einum hrygningadansi og fróvgað egg fleiri en einnar hrygnu en þetta tekur á karlinn og talið er að hrygningadauði hænganna sé alger.

Loðna (Mallotus villosus) úti fyrir strönd Petley á Nýfundnalandi.

Koma loðnunnar er gósentíð fyrir lífríkið umhverfis landið og mikilvæg fyrir vistkerfið. Segja má að hún komi orku frumframleiðslunnar yfir á næstu fæðuþrep þegar hún kemur feit og pattaraleg til hrygningargöngu af hafsvæðunum norðan Íslands. Á ætisstöðvum étur hún aðallega smáar krabbaflær svo sem rauðátu en einnig ljósátu, marflær, fiskegg og pílorma, en verður svo sjálf að æti fyrir mikilvæga nytjastofna en einnig hvali og fugla, sem herja á hana þegar hún fer vestur með suðurströnd landsins til að hrygna. Þá eru loðnueggin fæða fyrir þorska og aðra bolfiska og dauðar loðnur á sjávarbotninum og þar sem þær rekur í fjörur eru mikilvæg fæða fugla og botnlægra hrææta.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.4.2021

Spyrjandi

Hafsteinn Sigurbjörnsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Deyr loðna eftir hrygningu eins og á við um laxinn?“ Vísindavefurinn, 15. apríl 2021. Sótt 9. ágúst 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=81171.

Jón Már Halldórsson. (2021, 15. apríl). Deyr loðna eftir hrygningu eins og á við um laxinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81171

Jón Már Halldórsson. „Deyr loðna eftir hrygningu eins og á við um laxinn?“ Vísindavefurinn. 15. apr. 2021. Vefsíða. 9. ágú. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81171>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Deyr loðna eftir hrygningu eins og á við um laxinn?
Já það er rétt að nær öll loðna drepst að hrygningu lokinni.

Helstu hrygningarsvæði loðnunnar hér við land eru með suður- og vesturströndinni, allt frá Hornafirði að Ísafjarðardjúpi. Hrygningin hefst í febrúar og stendur fram í apríl og maí en dæmi er um hrygningu hjá loðnunni eitthvað inn í sumarmánuðina. Loðnan hrygnir eggjum sínum á sjávarbotninn og límast smá rauðgul eggin, sem eru um 1 mm í þvermál, við steina og kletta. Talið er að hrygnan gjóti á bilinu 30–40 þúsund eggjum allt frá fjöruborði og niður á 70-80 metra dýpi. Mikið dregur af henni við hrygningu og talið er að hún hrygni aðeins einu sinni á ævi sinni. Þó er ekki alveg útilokað að einhverjar hrygnur geta hrygnt tvisvar. Á hrygningatímanum geta hængarnir tekið þátt í fleiri en einum hrygningadansi og fróvgað egg fleiri en einnar hrygnu en þetta tekur á karlinn og talið er að hrygningadauði hænganna sé alger.

Loðna (Mallotus villosus) úti fyrir strönd Petley á Nýfundnalandi.

Koma loðnunnar er gósentíð fyrir lífríkið umhverfis landið og mikilvæg fyrir vistkerfið. Segja má að hún komi orku frumframleiðslunnar yfir á næstu fæðuþrep þegar hún kemur feit og pattaraleg til hrygningargöngu af hafsvæðunum norðan Íslands. Á ætisstöðvum étur hún aðallega smáar krabbaflær svo sem rauðátu en einnig ljósátu, marflær, fiskegg og pílorma, en verður svo sjálf að æti fyrir mikilvæga nytjastofna en einnig hvali og fugla, sem herja á hana þegar hún fer vestur með suðurströnd landsins til að hrygna. Þá eru loðnueggin fæða fyrir þorska og aðra bolfiska og dauðar loðnur á sjávarbotninum og þar sem þær rekur í fjörur eru mikilvæg fæða fugla og botnlægra hrææta.

Heimildir og mynd:...