Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er efst á baugi?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið efst á baugi merkir ‘eittvað er efst eða fremst á dagskrá, eitthvað er mikið til umræðu, mikið á dagskrá’. Í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 er orðasambandið í flettunni baugr: það er á baugi ‘á því veltur’. Ýmis tilbrigði koma fram á 19. öld, til dæmis eitthvað er uppi á baugi ‘eitthvað er til umræðu’.

Um orðasambandið má lesa í Mergi málsins eftir Jón G. Friðjónsson sem segir að uppruni og líking séu óljós. Nokkur skyld orðasambönd má finna í fornu máli eins og eiga þann á baugi ‘eiga þess kost’ og ef sá væri á baugi ‘ef því væri að skipta’.

Þegar þetta svar er skrifað, í apríl 2021, má segja að eldgos sé efst á baugi.

Menn höfðu áður fyrr mikla trú á töfrahringum eða -baugum. Þeir voru taldir tákna hringrás lífsins, tengsl og tryggð. Jón nefnir einnig aðra skýringu en hún er sú að baugur vísi hér til hrings sem menn drógu ýmislegt upp á svo að það glataðist ekki.

Heimildir og mynd:

  • Björn Halldórsson.1814. Lexicon Islandico-Latino-Danicum. Havniæ.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Önnur útgáfa, aukin og endurbætt. Mál og mening, Reykjavík.
  • Mynd: JGÞ.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.4.2021

Spyrjandi

Svanborg R. Jónsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er efst á baugi?“ Vísindavefurinn, 28. apríl 2021, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81226.

Guðrún Kvaran. (2021, 28. apríl). Hvað er efst á baugi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81226

Guðrún Kvaran. „Hvað er efst á baugi?“ Vísindavefurinn. 28. apr. 2021. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81226>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er efst á baugi?
Orðasambandið efst á baugi merkir ‘eittvað er efst eða fremst á dagskrá, eitthvað er mikið til umræðu, mikið á dagskrá’. Í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 er orðasambandið í flettunni baugr: það er á baugi ‘á því veltur’. Ýmis tilbrigði koma fram á 19. öld, til dæmis eitthvað er uppi á baugi ‘eitthvað er til umræðu’.

Um orðasambandið má lesa í Mergi málsins eftir Jón G. Friðjónsson sem segir að uppruni og líking séu óljós. Nokkur skyld orðasambönd má finna í fornu máli eins og eiga þann á baugi ‘eiga þess kost’ og ef sá væri á baugi ‘ef því væri að skipta’.

Þegar þetta svar er skrifað, í apríl 2021, má segja að eldgos sé efst á baugi.

Menn höfðu áður fyrr mikla trú á töfrahringum eða -baugum. Þeir voru taldir tákna hringrás lífsins, tengsl og tryggð. Jón nefnir einnig aðra skýringu en hún er sú að baugur vísi hér til hrings sem menn drógu ýmislegt upp á svo að það glataðist ekki.

Heimildir og mynd:

  • Björn Halldórsson.1814. Lexicon Islandico-Latino-Danicum. Havniæ.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Önnur útgáfa, aukin og endurbætt. Mál og mening, Reykjavík.
  • Mynd: JGÞ.
...