Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:43 • Sest 20:16 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:52 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:04 • Síðdegis: 22:40 í Reykjavík

Hvað kvarða notar Veðurstofan til að mæla stærð jarðskjálfta og hvað mælir sá kvarði?

JGÞ

Á þeim síðum Veðurstofunnar sem gefa aðeins upp eina stærð skjálfta er átt við svonefnda vægisstærð, táknuð með MW eða aðeins M. Þetta er sú stærð sem jarðskjálftafræðingar nota mest nú á dögum.

Sumar síður Veðurstofa Íslands tilgreina tvær tegundir stærða fyrir skjálfta sem mældir eru af íslenska skjálftamælanetinu. Þetta má til dæmis sjá í vikulegum töflum yfir skjálfta sem líta svona út:

Nokkrar línur úr vikulegum töflum Veðurstofunnar yfir jarðskjálfta. Næstseinasti dálkurinn sýnir vægisstærð og sá seinasti útslagsstærð.

Næstseinasti dálkurinn í töflunni sýnir vægisstærð og sá seinasti útslagsstærð, táknuð með ML. Útslagsstærðin er stærð á Richter-kvarða.

Stærðarkvarði skjálftafræðingsins Charles F. Richters var upphaflega ætlaður til notkunar í Suður-Kaliforníu fyrir skjálfta sem voru í minni fjarlægð en 600 km. Jarðskjálftafræðingar víða um heim tóku kvarðann fljótt upp og reyndu að aðlaga hann aðstæðum á hverjum stað. Ef upptök skjálfta eru í meiri fjarlægð en 600 km frá þeim stað þar sem hann mælist hentar stærðarkvarði Richters ekki.

Samanburður á mismunandi stærðarkvörðum. MW - vægisstærð, ML - útslagsstærð (Richterstærð), Ms - yfirborðsbylgjustærð, mb - rúmbylgjustærð og MJMA - japanskur stærðarkvarði. Eins og sést á myndinni sýnir Richter-kvarðinn (ML) ekki stærri jarðskjálfta en um það bil 6,9.

Vægisstærðin tengist betur en aðrar stærðir því sem gerist í raun og veru í upptökum jarðskjálfta. Skjálftavægi er tengt orkunni sem leysist úr læðingi þegar sprunguflöturinn hrekkur til og er táknað með M0. Það fæst með því að margfalda saman flatarmál skriðflatar, meðallengd skriðvigurs og svonefndan skúfstuðul bergs, en hann segir til um hversu stíft bergið er.

Vægisstærðin er fundin út frá skjálftavæginu með þessari jöfnu:

MW = 2/3 log M0 – 6,0.

Lesendum sem vilja kynna sér efnið betur er bent á svar við spurningunni Eru til fleiri en einn kvarði til að ákvarða stærð jarðskjálfta? og einnig Hvað er átt við með mettun stærðarkvarða í jarðskjálftafræðum og af hverju er óvissa um stærð stórra skjálfta fyrst eftir að þeir verða?

Heimild og myndir:

 • Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013). Viðlagatrygging Íslands/Háskólaútgáfan, Reykjavík.
 • Höfundur

  Jón Gunnar Þorsteinsson

  bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

  Útgáfudagur

  22.3.2021

  Spyrjandi

  Magnús

  Tilvísun

  JGÞ. „Hvað kvarða notar Veðurstofan til að mæla stærð jarðskjálfta og hvað mælir sá kvarði?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2021. Sótt 25. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=81389.

  JGÞ. (2021, 22. mars). Hvað kvarða notar Veðurstofan til að mæla stærð jarðskjálfta og hvað mælir sá kvarði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81389

  JGÞ. „Hvað kvarða notar Veðurstofan til að mæla stærð jarðskjálfta og hvað mælir sá kvarði?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2021. Vefsíða. 25. jún. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81389>.

  Chicago | APA | MLA

  Spyrja

  Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

  Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

  Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

  Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

  Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

  Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

  =

  Senda grein til vinar

  =

  Hvað kvarða notar Veðurstofan til að mæla stærð jarðskjálfta og hvað mælir sá kvarði?
  Á þeim síðum Veðurstofunnar sem gefa aðeins upp eina stærð skjálfta er átt við svonefnda vægisstærð, táknuð með MW eða aðeins M. Þetta er sú stærð sem jarðskjálftafræðingar nota mest nú á dögum.

  Sumar síður Veðurstofa Íslands tilgreina tvær tegundir stærða fyrir skjálfta sem mældir eru af íslenska skjálftamælanetinu. Þetta má til dæmis sjá í vikulegum töflum yfir skjálfta sem líta svona út:

  Nokkrar línur úr vikulegum töflum Veðurstofunnar yfir jarðskjálfta. Næstseinasti dálkurinn sýnir vægisstærð og sá seinasti útslagsstærð.

  Næstseinasti dálkurinn í töflunni sýnir vægisstærð og sá seinasti útslagsstærð, táknuð með ML. Útslagsstærðin er stærð á Richter-kvarða.

  Stærðarkvarði skjálftafræðingsins Charles F. Richters var upphaflega ætlaður til notkunar í Suður-Kaliforníu fyrir skjálfta sem voru í minni fjarlægð en 600 km. Jarðskjálftafræðingar víða um heim tóku kvarðann fljótt upp og reyndu að aðlaga hann aðstæðum á hverjum stað. Ef upptök skjálfta eru í meiri fjarlægð en 600 km frá þeim stað þar sem hann mælist hentar stærðarkvarði Richters ekki.

  Samanburður á mismunandi stærðarkvörðum. MW - vægisstærð, ML - útslagsstærð (Richterstærð), Ms - yfirborðsbylgjustærð, mb - rúmbylgjustærð og MJMA - japanskur stærðarkvarði. Eins og sést á myndinni sýnir Richter-kvarðinn (ML) ekki stærri jarðskjálfta en um það bil 6,9.

  Vægisstærðin tengist betur en aðrar stærðir því sem gerist í raun og veru í upptökum jarðskjálfta. Skjálftavægi er tengt orkunni sem leysist úr læðingi þegar sprunguflöturinn hrekkur til og er táknað með M0. Það fæst með því að margfalda saman flatarmál skriðflatar, meðallengd skriðvigurs og svonefndan skúfstuðul bergs, en hann segir til um hversu stíft bergið er.

  Vægisstærðin er fundin út frá skjálftavæginu með þessari jöfnu:

  MW = 2/3 log M0 – 6,0.

  Lesendum sem vilja kynna sér efnið betur er bent á svar við spurningunni Eru til fleiri en einn kvarði til að ákvarða stærð jarðskjálfta? og einnig Hvað er átt við með mettun stærðarkvarða í jarðskjálftafræðum og af hverju er óvissa um stærð stórra skjálfta fyrst eftir að þeir verða?

  Heimild og myndir:

 • Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013). Viðlagatrygging Íslands/Háskólaútgáfan, Reykjavík.
 • ...