Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík

Af hverju kemur dúnn þegar æðafuglinn liggur á eggjum?

Jón Már Halldórsson

Dúnninn í hreiðrum æðarfugla (Somateria mollissima) kemur frá kvenfuglinum eða kollunni. Kollan reitir hann af bringu sinni til þess að fóðra hreiðrið og veita eggjunum þannig góða einangrun.

Æðarkolla á hreiðri. Dúnninn er kominn af bringu kollunnar og hjálpar til við að halda hita á eggjunum. Dúntekja úr hreiðrum æðarfugla er mjög fýsileg vegna þess hversu þétt fuglarnir verpa.

Aðrir andfuglar gera þetta sama en í mismiklum mæli. Mikill dúnn finnst í hreiðrum nokkurra annarra kafandategunda en ekki hefur skapast mikil hefð fyrir því að hirða dún úr hreiðrum þeirra. Það sem gerir dúntekju úr hreiðrum æðarfugla fýsilega er hversu þétt varpið er. Ólíkt flestum öðrum andfuglum sem verpa strjált geta hreiður æðarfugla skipt hundruðum á tiltölulega afmörkuðu svæði sem gerir söfnun dúns mun hagkvæmari en ella.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.5.2021

Spyrjandi

Brynjar Elvarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju kemur dúnn þegar æðafuglinn liggur á eggjum?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2021. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81702.

Jón Már Halldórsson. (2021, 6. maí). Af hverju kemur dúnn þegar æðafuglinn liggur á eggjum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81702

Jón Már Halldórsson. „Af hverju kemur dúnn þegar æðafuglinn liggur á eggjum?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2021. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81702>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju kemur dúnn þegar æðafuglinn liggur á eggjum?
Dúnninn í hreiðrum æðarfugla (Somateria mollissima) kemur frá kvenfuglinum eða kollunni. Kollan reitir hann af bringu sinni til þess að fóðra hreiðrið og veita eggjunum þannig góða einangrun.

Æðarkolla á hreiðri. Dúnninn er kominn af bringu kollunnar og hjálpar til við að halda hita á eggjunum. Dúntekja úr hreiðrum æðarfugla er mjög fýsileg vegna þess hversu þétt fuglarnir verpa.

Aðrir andfuglar gera þetta sama en í mismiklum mæli. Mikill dúnn finnst í hreiðrum nokkurra annarra kafandategunda en ekki hefur skapast mikil hefð fyrir því að hirða dún úr hreiðrum þeirra. Það sem gerir dúntekju úr hreiðrum æðarfugla fýsilega er hversu þétt varpið er. Ólíkt flestum öðrum andfuglum sem verpa strjált geta hreiður æðarfugla skipt hundruðum á tiltölulega afmörkuðu svæði sem gerir söfnun dúns mun hagkvæmari en ella.

Mynd: