Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er vitað hvaðan spænska veikin kom?

Jón Magnús Jóhannesson

Mannkynið hefur þurft að glíma við sex heimsfaraldra frá upphafi 20. aldar. Hugtakið heimsfaraldur er notað þegar faraldur smitsjúkdóms hefur náð sjálfstæðri dreifingu um heim allan. Tvennt eiga allir þessir heimsfaraldrar sameiginlegt: Þeir eru allir vegna veirusýkinga og bárust allir til manna úr dýrum og eru þess vegna upprunalega þar sem kallast súnur (e. zoonosis).

Fjórir af sex heimsfaröldrum frá upphafi 20. aldar eru vegna vissra afbrigða inflúensu A veiru (IAV) en hinir tveir vegna HIV (e. human immunodeficiency virus, HIV) sem veldur alnæmi eða AIDS og SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19.

Af öllum heimsfaröldrum inflúensu er 1918-inflúensan (gjarnan kölluð „spænska veikin“) skæðasti skráði heimsfaraldur í mannkynssögunni. Hann geisaði frá 1918 til 1919 og er talið hafa valdið 50-100 milljón dauðsföllum. Orsakaveiran var IAV af stofninum H1N1, og verður hér til einföldunar kölluð H1N1-1918.

Þrír menn í Kanada á tímum spænsku veikinnar.

Þrátt fyrir miklar rannsóknir er nákvæmur uppruni H1N1-1918 enn óþekktur. Vitað er að allar inflúensu A veirur (og líklegast allar inflúensuveirur almennt) komu upprunalega úr villtum fuglum, til dæmis öndum og gæsum. Enn fremur koma allir heimsfaraldrar inflúensu fram þegar nýtt afbrigði IAV berst úr dýrum yfir í menn. Algengur farvegur er að inflúensuveira berst úr gæs yfir í kjúkling og þaðan til manna, eða úr fugli yfir í svín og þaðan til manna.

Ný afbrigði IAV geta myndast þegar eitt dýr er sýkt með tveimur eða fleiri mismunandi afbrigðum veirunnar - þetta getur leitt til þess að blöndun verður á erfðaefni milli mismunandi stofna og ný veira lítur dagsins ljós. Þetta er nokkuð sérstæður eiginleiki inflúensu A veira.

Þannig er ljóst að H1N1-1918 byrjaði í fuglum og dreifðist líklegast beint þaðan til manna. Áður en farið er lengra skiptir máli að líta á sögusviðið. Árið 1918 tók að hilla undir lok fyrri heimsstyrjaldar og í umróti þeirra tíma voru gífurlegir fólksflutningar um allan heim. Sömuleiðis var þekking okkar á smitsjúkdómum minni og hreinlæti sömuleiðis mun minna en það er í dag.

Þessi atriði áttu þátt í að magna upp dreifingu flensunnar en þó er mikilvægasta skrefið flutningur H1N1-1918 yfir í menn. Talið er að veiran hafi myndast úr blöndu nokkurra mismunandi inflúensuveira (bæði úr mönnum og fuglum) stuttu fyrir 1918. Í kjölfarið dreifðist hún frá fuglum til manna - hvernig það gerðist, hvar og hvenær verður líklegast aldrei að fullu upplýst. Oftast líður langur tími frá upphafi flensufaraldurs þar til hann er endanlega greindur, sérstaklega á þeim tíma þar sem greiningaraðferðir voru engar.

Vitað er að fyrsta staðfesta andlátið vegna H1N1-1918 varð í maí 1918. Veruleg aukning varð í dauðsföllum vegna H1N1-1918 í júlí og ágúst sama ár. Þetta tvennt bendir til þess að veiran hafi dreift sér í einhvern tíma áður en menn urðu hennar varir. Aukning í dauðsföllum varð einnig sambærileg um allan heim á svipuðum tíma, þannig að erfitt hefur reynst að greina upprunann.

Ekki er vitað var H1N1-1918 barst fyrst í menn. Myndin er tekin á sjúkrahúsi í Dijon í Frakklandi 1919.

Þrjár kenningar eru aðallega uppi um hvar nákvæmlega H1N1-1918 kom fyrst fram:
  • Étaples í Frakklandi
  • Kína
  • Camp Funston í Haskell County, Kansas (Bandaríkin)

Kansas var lengi vel talinn upprunastaður heimsfaraldursins en það er talið ólíklegt nú. Hver sem upprunastaður H1N1-1918 var tókst veirunni að dreifast um allan heim. Einnig sýkti hún svín og enn í dag valda „afkomendur“ H1N1-1918 faröldrum í svínum. Mikilvægt er að leggja áherslu á að dýraeldi er grundvallarorsök fyrir dreifingu inflúensu frá dýrum til manna, nánar tiltekið ræktun kjúklinga og svína. Líklegast hafa þessi dýr verið milliliður fyrir flutning inflúensuveira frá villtum fuglum til manna í aðdraganda allra heimsfaraldra inflúensu í skráðri sögu mannkyns.

Heimildir:

Mynd:

Spurningin í fullri lengd hljómaði svona:
„Spænska“ veikin átti ekki upptök sín á Spáni. Hvar er þá talið að hún hafi átt upptök sín? Kórónuveiran sem veldur COVID-19 er talin hafa komið fyrst fram á matvörumarkaði í Whuhan í Kína en uppruninn hefur verið talinn vera frá leðurblökum og að veiran hafi borist þannig á markaðinn. Veiran sem orsakaði „spænsku“ veikina kom vissulega fyrst fram í herstöð í Bandaríkjunum en hvernig barst hún þangað, var hún rakin í einhver dýr í nágrenninu eða eitthvað annað?

Jóhanna Rannveig spurði: Kom spænska veikin kannski út af fyrri heimsstyrjöldinni?

Höfundur

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Útgáfudagur

25.5.2021

Síðast uppfært

26.5.2021

Spyrjandi

Jóhann Geirdal, Jóhanna Rannveig Jánsdóttir

Tilvísun

Jón Magnús Jóhannesson. „Er vitað hvaðan spænska veikin kom?“ Vísindavefurinn, 25. maí 2021, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81832.

Jón Magnús Jóhannesson. (2021, 25. maí). Er vitað hvaðan spænska veikin kom? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81832

Jón Magnús Jóhannesson. „Er vitað hvaðan spænska veikin kom?“ Vísindavefurinn. 25. maí. 2021. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81832>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er vitað hvaðan spænska veikin kom?
Mannkynið hefur þurft að glíma við sex heimsfaraldra frá upphafi 20. aldar. Hugtakið heimsfaraldur er notað þegar faraldur smitsjúkdóms hefur náð sjálfstæðri dreifingu um heim allan. Tvennt eiga allir þessir heimsfaraldrar sameiginlegt: Þeir eru allir vegna veirusýkinga og bárust allir til manna úr dýrum og eru þess vegna upprunalega þar sem kallast súnur (e. zoonosis).

Fjórir af sex heimsfaröldrum frá upphafi 20. aldar eru vegna vissra afbrigða inflúensu A veiru (IAV) en hinir tveir vegna HIV (e. human immunodeficiency virus, HIV) sem veldur alnæmi eða AIDS og SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19.

Af öllum heimsfaröldrum inflúensu er 1918-inflúensan (gjarnan kölluð „spænska veikin“) skæðasti skráði heimsfaraldur í mannkynssögunni. Hann geisaði frá 1918 til 1919 og er talið hafa valdið 50-100 milljón dauðsföllum. Orsakaveiran var IAV af stofninum H1N1, og verður hér til einföldunar kölluð H1N1-1918.

Þrír menn í Kanada á tímum spænsku veikinnar.

Þrátt fyrir miklar rannsóknir er nákvæmur uppruni H1N1-1918 enn óþekktur. Vitað er að allar inflúensu A veirur (og líklegast allar inflúensuveirur almennt) komu upprunalega úr villtum fuglum, til dæmis öndum og gæsum. Enn fremur koma allir heimsfaraldrar inflúensu fram þegar nýtt afbrigði IAV berst úr dýrum yfir í menn. Algengur farvegur er að inflúensuveira berst úr gæs yfir í kjúkling og þaðan til manna, eða úr fugli yfir í svín og þaðan til manna.

Ný afbrigði IAV geta myndast þegar eitt dýr er sýkt með tveimur eða fleiri mismunandi afbrigðum veirunnar - þetta getur leitt til þess að blöndun verður á erfðaefni milli mismunandi stofna og ný veira lítur dagsins ljós. Þetta er nokkuð sérstæður eiginleiki inflúensu A veira.

Þannig er ljóst að H1N1-1918 byrjaði í fuglum og dreifðist líklegast beint þaðan til manna. Áður en farið er lengra skiptir máli að líta á sögusviðið. Árið 1918 tók að hilla undir lok fyrri heimsstyrjaldar og í umróti þeirra tíma voru gífurlegir fólksflutningar um allan heim. Sömuleiðis var þekking okkar á smitsjúkdómum minni og hreinlæti sömuleiðis mun minna en það er í dag.

Þessi atriði áttu þátt í að magna upp dreifingu flensunnar en þó er mikilvægasta skrefið flutningur H1N1-1918 yfir í menn. Talið er að veiran hafi myndast úr blöndu nokkurra mismunandi inflúensuveira (bæði úr mönnum og fuglum) stuttu fyrir 1918. Í kjölfarið dreifðist hún frá fuglum til manna - hvernig það gerðist, hvar og hvenær verður líklegast aldrei að fullu upplýst. Oftast líður langur tími frá upphafi flensufaraldurs þar til hann er endanlega greindur, sérstaklega á þeim tíma þar sem greiningaraðferðir voru engar.

Vitað er að fyrsta staðfesta andlátið vegna H1N1-1918 varð í maí 1918. Veruleg aukning varð í dauðsföllum vegna H1N1-1918 í júlí og ágúst sama ár. Þetta tvennt bendir til þess að veiran hafi dreift sér í einhvern tíma áður en menn urðu hennar varir. Aukning í dauðsföllum varð einnig sambærileg um allan heim á svipuðum tíma, þannig að erfitt hefur reynst að greina upprunann.

Ekki er vitað var H1N1-1918 barst fyrst í menn. Myndin er tekin á sjúkrahúsi í Dijon í Frakklandi 1919.

Þrjár kenningar eru aðallega uppi um hvar nákvæmlega H1N1-1918 kom fyrst fram:
  • Étaples í Frakklandi
  • Kína
  • Camp Funston í Haskell County, Kansas (Bandaríkin)

Kansas var lengi vel talinn upprunastaður heimsfaraldursins en það er talið ólíklegt nú. Hver sem upprunastaður H1N1-1918 var tókst veirunni að dreifast um allan heim. Einnig sýkti hún svín og enn í dag valda „afkomendur“ H1N1-1918 faröldrum í svínum. Mikilvægt er að leggja áherslu á að dýraeldi er grundvallarorsök fyrir dreifingu inflúensu frá dýrum til manna, nánar tiltekið ræktun kjúklinga og svína. Líklegast hafa þessi dýr verið milliliður fyrir flutning inflúensuveira frá villtum fuglum til manna í aðdraganda allra heimsfaraldra inflúensu í skráðri sögu mannkyns.

Heimildir:

Mynd:

Spurningin í fullri lengd hljómaði svona:
„Spænska“ veikin átti ekki upptök sín á Spáni. Hvar er þá talið að hún hafi átt upptök sín? Kórónuveiran sem veldur COVID-19 er talin hafa komið fyrst fram á matvörumarkaði í Whuhan í Kína en uppruninn hefur verið talinn vera frá leðurblökum og að veiran hafi borist þannig á markaðinn. Veiran sem orsakaði „spænsku“ veikina kom vissulega fyrst fram í herstöð í Bandaríkjunum en hvernig barst hún þangað, var hún rakin í einhver dýr í nágrenninu eða eitthvað annað?

Jóhanna Rannveig spurði: Kom spænska veikin kannski út af fyrri heimsstyrjöldinni?...