Sólin Sólin Rís 03:16 • sest 23:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:58 • Sest 23:21 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:13 • Síðdegis: 22:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:16 • sest 23:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:58 • Sest 23:21 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:13 • Síðdegis: 22:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er kák þegar eitthvað er hálfkák?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Fyrst háfkák er til, er þá ekki eitthvað til sem heitir heilkák, alkák eða samsvarandi... og hvað er annars þetta kák?

Orðið kák merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:758) ‘óvönduð, ómarkviss vinnubrögð, fúsk, hundavaðsháttur, gutl, klastur’ og hálfkák ‘hálfunnið verk, vinna sem kemur aðeins (varla) að hálfu gagni’ (2002:543).

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:440) segir að sögnin káka, sem þekkist í málinu frá 17. öld, og hvorugkynsorðið kák sé hugsanlega skylt nýnorska orðinu kåka ‘klastra, bagla’. Upprunann segir hann annars óljósan. Vel má vera að orðið hafi borist hingað með norskum sjómönnum.

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók, 1989. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Íslensk orðabók. 2002. A–L. Þriðja útgáfa. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
  • Yfirlitsmynd: Can Pac Swire. (2022, 1. apríl). The leaning steps of Gerrard. Flickr. Birt undir CC BY-NC 2.0 leyfi. https://www.flickr.com/photos/18378305@N00/

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.8.2021

Síðast uppfært

4.7.2025

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er kák þegar eitthvað er hálfkák?“ Vísindavefurinn, 18. ágúst 2021, sótt 6. júlí 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=81910.

Guðrún Kvaran. (2021, 18. ágúst). Hvað er kák þegar eitthvað er hálfkák? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81910

Guðrún Kvaran. „Hvað er kák þegar eitthvað er hálfkák?“ Vísindavefurinn. 18. ágú. 2021. Vefsíða. 6. júl. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81910>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er kák þegar eitthvað er hálfkák?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Fyrst háfkák er til, er þá ekki eitthvað til sem heitir heilkák, alkák eða samsvarandi... og hvað er annars þetta kák?

Orðið kák merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:758) ‘óvönduð, ómarkviss vinnubrögð, fúsk, hundavaðsháttur, gutl, klastur’ og hálfkák ‘hálfunnið verk, vinna sem kemur aðeins (varla) að hálfu gagni’ (2002:543).

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:440) segir að sögnin káka, sem þekkist í málinu frá 17. öld, og hvorugkynsorðið kák sé hugsanlega skylt nýnorska orðinu kåka ‘klastra, bagla’. Upprunann segir hann annars óljósan. Vel má vera að orðið hafi borist hingað með norskum sjómönnum.

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók, 1989. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Íslensk orðabók. 2002. A–L. Þriðja útgáfa. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
  • Yfirlitsmynd: Can Pac Swire. (2022, 1. apríl). The leaning steps of Gerrard. Flickr. Birt undir CC BY-NC 2.0 leyfi. https://www.flickr.com/photos/18378305@N00/

...