Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Hvað eru fagleg vinnubrögð?

Henry Alexander Henrysson

Oft fer best á því að svara svona spurningum með því að vísa í hversdagslegan skilning á hugtakinu. En nú ber svo við að hinn hversdagslegi skilningur er farinn að skolast til. Á síðari árum er til dæmis farið að tala um fagmennsku í einhvers konar yfirfærðri merkingu þegar vísað er til þess að fólk vinni einfaldlega vinnuna sína. Þetta er orðið áberandi í íþróttum. Gríðarlega vel launaðir íþróttamenn eru orðnir að „sönnum fagmönnum“ fyrir það eitt að spara sig ekki á æfingum og hlýða kalli þjálfara síns þegar hann tekur þá út af í leikjum.

Flest fólk virðist þó enn þá gera svipaðar kröfur til vinnubragða sem teljast vera fagleg. Það má til að mynda nefna að vinnubrögðin einkennist af vandvirkni og að þau séu útfærð af sérstakri færni. Einnig þykir flestum það vera merki um fagleg vinnubrögð að þau séu fumlaus og að markvisst sé unnið að útfærslu hvers verkefnis. Að lokum má nefna að margir gera kröfu um að sá sem tekur að sér verkefni sýni vissa alúð í því hvernig hann sinnir því.

Fagleg vinnubrögð einkennast af alúð.

Í þrengri merkingu tengjum við fagleg vinnubrögð við ákveðna faggrein. Hvert verkefni kallar beinlínis á að fagfólk taki það að sér. Vissrar menntunar er til dæmis krafist til að fólk álíti vinnu einkennast af fagmennsku. Þá er jafnvel viðurkennt að aðrir aðilar geti tekið að sér að vinna verk og gert það vel en að þessir aðilar geti þó ekki talist annað en áhugamenn.

Hér má einnig benda á annars konar skilning sem vert er að gefa gaum. Fagmennska hefur siðferðilega skírskotun. Fagleg vinnubrögð má því greina og útskýra siðfræðilega. Réttnefnd fagleg vinnubrögð geta til dæmis aldrei verið útfærð af annarlegum hvötum. Fagmennska getur ekki einkennst af spillingu og fyrirgreiðslu.

Þetta tengist fagstéttum fremur en nokkuð annað. Fagfélög starfa til að ávinna sér traust í samfélaginu um að viðkomandi stétt setji hag annarra en sjálf síns ofar flestu. Viðkomandi starf er þá talið bera nokkurs konar innri gildi sem hlúð er að í starfi fagfólks. Fagfélög og stéttarfélög hafa því í auknum mæli farið þá leið á undanförnum árum að setja sér siðareglur.

En fólk virðist samt sem áður geta unnið faglega og verið í lausastarfi. Þá virðist skipta mestu máli að vinnulaunin séu ekki eina markmiðið og fólk hafi trú á gildi þess sem það fæst við. Við eigum til dæmis erfitt með að tala um fagleg vinnubrögð hjá aðila sem framkvæmir hluti sem ganga gegn góðu siðferði. Málaliðar eru dæmi um menn sem virðist einkennilegt að kenna við fagmennsku.

Niðurstaðan er að fagmennska er siðfræðilegt hugtak sem krefst þess að verk séu unnin heiðarlega og fyrir opnum tjöldum. Fagleg vinnubrögð kalla á gagnsæi. Fleiri siðferðileg hugtök einkenna einnig fagmennsku og má þar helst nefna ábyrgð og traust.

Heimild:
  • Sigurður Kristinsson „Fagmennska sem siðfræðilegt hugtak“. Fyrirlestur á ársfundi Siðfræðistofnunar, 9. desember 2011. Væntanlegt sem kafli í Heiðursbók Trausta Þorsteinssonar.

Mynd

Höfundur

Henry Alexander Henrysson

doktor í heimspeki

Útgáfudagur

15.11.2012

Spyrjandi

Guðmundur Valsson, Steindór Gunnar Steindórsson

Tilvísun

Henry Alexander Henrysson. „Hvað eru fagleg vinnubrögð?“ Vísindavefurinn, 15. nóvember 2012. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62547.

Henry Alexander Henrysson. (2012, 15. nóvember). Hvað eru fagleg vinnubrögð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62547

Henry Alexander Henrysson. „Hvað eru fagleg vinnubrögð?“ Vísindavefurinn. 15. nóv. 2012. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62547>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru fagleg vinnubrögð?
Oft fer best á því að svara svona spurningum með því að vísa í hversdagslegan skilning á hugtakinu. En nú ber svo við að hinn hversdagslegi skilningur er farinn að skolast til. Á síðari árum er til dæmis farið að tala um fagmennsku í einhvers konar yfirfærðri merkingu þegar vísað er til þess að fólk vinni einfaldlega vinnuna sína. Þetta er orðið áberandi í íþróttum. Gríðarlega vel launaðir íþróttamenn eru orðnir að „sönnum fagmönnum“ fyrir það eitt að spara sig ekki á æfingum og hlýða kalli þjálfara síns þegar hann tekur þá út af í leikjum.

Flest fólk virðist þó enn þá gera svipaðar kröfur til vinnubragða sem teljast vera fagleg. Það má til að mynda nefna að vinnubrögðin einkennist af vandvirkni og að þau séu útfærð af sérstakri færni. Einnig þykir flestum það vera merki um fagleg vinnubrögð að þau séu fumlaus og að markvisst sé unnið að útfærslu hvers verkefnis. Að lokum má nefna að margir gera kröfu um að sá sem tekur að sér verkefni sýni vissa alúð í því hvernig hann sinnir því.

Fagleg vinnubrögð einkennast af alúð.

Í þrengri merkingu tengjum við fagleg vinnubrögð við ákveðna faggrein. Hvert verkefni kallar beinlínis á að fagfólk taki það að sér. Vissrar menntunar er til dæmis krafist til að fólk álíti vinnu einkennast af fagmennsku. Þá er jafnvel viðurkennt að aðrir aðilar geti tekið að sér að vinna verk og gert það vel en að þessir aðilar geti þó ekki talist annað en áhugamenn.

Hér má einnig benda á annars konar skilning sem vert er að gefa gaum. Fagmennska hefur siðferðilega skírskotun. Fagleg vinnubrögð má því greina og útskýra siðfræðilega. Réttnefnd fagleg vinnubrögð geta til dæmis aldrei verið útfærð af annarlegum hvötum. Fagmennska getur ekki einkennst af spillingu og fyrirgreiðslu.

Þetta tengist fagstéttum fremur en nokkuð annað. Fagfélög starfa til að ávinna sér traust í samfélaginu um að viðkomandi stétt setji hag annarra en sjálf síns ofar flestu. Viðkomandi starf er þá talið bera nokkurs konar innri gildi sem hlúð er að í starfi fagfólks. Fagfélög og stéttarfélög hafa því í auknum mæli farið þá leið á undanförnum árum að setja sér siðareglur.

En fólk virðist samt sem áður geta unnið faglega og verið í lausastarfi. Þá virðist skipta mestu máli að vinnulaunin séu ekki eina markmiðið og fólk hafi trú á gildi þess sem það fæst við. Við eigum til dæmis erfitt með að tala um fagleg vinnubrögð hjá aðila sem framkvæmir hluti sem ganga gegn góðu siðferði. Málaliðar eru dæmi um menn sem virðist einkennilegt að kenna við fagmennsku.

Niðurstaðan er að fagmennska er siðfræðilegt hugtak sem krefst þess að verk séu unnin heiðarlega og fyrir opnum tjöldum. Fagleg vinnubrögð kalla á gagnsæi. Fleiri siðferðileg hugtök einkenna einnig fagmennsku og má þar helst nefna ábyrgð og traust.

Heimild:
  • Sigurður Kristinsson „Fagmennska sem siðfræðilegt hugtak“. Fyrirlestur á ársfundi Siðfræðistofnunar, 9. desember 2011. Væntanlegt sem kafli í Heiðursbók Trausta Þorsteinssonar.

Mynd...