Hvor er fljótari, Mo Farah eða Usain Bolt?Stutta svarið er að sprettahlaupari eins og Usain Bolt er mikið fljótari en langhlaupari eins og Mo Farah. En það eru hins vegar ýmsir þættir sem þarf að skoða þegar spurningunni er svarað. Fyrst þarf að skilgreina hvað er vera fljótur. Mo Farah er fljótari en Usain Bolt að hlaupa 5.000 m en því er öfugt farið hlaupi þeir 100 m. Langhlauparar hafa mikið af þolnum vöðvafrumum og geta því haldið hraða í langan tíma og eru því fljótari en aðrir að hlaupa langar vegalengdir meðan spretthlauparar hafa mikið af hröðum vöðvafrumum og eru því fljótari en aðrir að hlaupa stuttar vegalengdir. Almennt er orðið fljótur skilgreint þannig að fljótur einstaklingur komist stutta vegalengd á stuttum tíma, það er að viðkomandi sé sprettharður. Miðað við slíka skilgreiningu er Usain Bolt mikið fljótari en Mo Farah, enda á hann heimsmetið í stystu ólympísku keppnisgreininni í frjálsíþróttum, 100 m hlaupi.
- ^ Footspeed - Wikipedia. (Sótt 14.06.2021).
- File:Mo Farah and Usain Bolt 2012 Olympics (cropped).jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 14.06.2021). Steven Lewarne tók myndina og hún er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution-ShareAlike 2.0 Generic — CC BY-SA 2.0