Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru sprettharðir langhlauparar fljótari en spretthlauparar?

Sigurbjörn Árni Arngrímsson

Upprunalega spurningin var:

Hvor er fljótari, Mo Farah eða Usain Bolt?

Stutta svarið er að sprettahlaupari eins og Usain Bolt er mikið fljótari en langhlaupari eins og Mo Farah. En það eru hins vegar ýmsir þættir sem þarf að skoða þegar spurningunni er svarað. Fyrst þarf að skilgreina hvað er vera fljótur. Mo Farah er fljótari en Usain Bolt að hlaupa 5.000 m en því er öfugt farið hlaupi þeir 100 m. Langhlauparar hafa mikið af þolnum vöðvafrumum og geta því haldið hraða í langan tíma og eru því fljótari en aðrir að hlaupa langar vegalengdir meðan spretthlauparar hafa mikið af hröðum vöðvafrumum og eru því fljótari en aðrir að hlaupa stuttar vegalengdir.

Almennt er orðið fljótur skilgreint þannig að fljótur einstaklingur komist stutta vegalengd á stuttum tíma, það er að viðkomandi sé sprettharður. Miðað við slíka skilgreiningu er Usain Bolt mikið fljótari en Mo Farah, enda á hann heimsmetið í stystu ólympísku keppnisgreininni í frjálsíþróttum, 100 m hlaupi.

Almennt er orðið fljótur skilgreint þannig að fljótur einstaklingur komist stutta vegalengd á stuttum tíma. Miðað við þá skilgreiningu er Usain Bolt mun fljótari en Mo Farah, enda á hann heimsmetið í stystu ólympísku keppnisgreininni í frjálsíþróttum, 100 m hlaupi.

Einnig er hægt að hugsa þetta með þeim hætti að fljótur einstaklingur nái miklum hámarkshraða. Þá vandast málið því vöðvafrumur spretthlaupara skapa mikinn sprengikraft og því nær Usain Bolt hámarkshraða sínum fljótt sem er einstaklega hentugt í stuttum hlaupagreinum. Langhlauparar geta hins vegar náð miklum hámarkshraða en þar sem vöðvafrumur þeirra eru úthaldsgóðar og skapa ekki mikinn sprengikraft tekur það Mo Farah lengri tíma að ná hámarkshraða og verður hann því aldrei góður í stuttum hlaupagreinum.

Ólíklega mun langhlaupari ná sama hámarkshraða og spretthlaupari einfaldlega vegna þess að hann hefur ekki nærri því eins mikið af hröðum vöðvafrumum. Usain Bolt mældist á 44,72 km/klst hraða á milli 60 og 80 m í heimsmetshlaupi sínu yfir 100 m í Berlín 2009[1] og hefur engin mannskepna mælst á meiri hraða á tveimur jafnfljótum. Því held ég að óhætt sé að segja, alveg sama hvernig litið er á málið, að Usain Bolt er fljótari en Mo Farah.

Tilvísun:
  1. ^ Footspeed - Wikipedia. (Sótt 14.06.2021).

Mynd:

Höfundur

Sigurbjörn Árni Arngrímsson

prófessor í íþróttafræðum við HÍ

Útgáfudagur

18.6.2021

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Sigurbjörn Árni Arngrímsson. „Eru sprettharðir langhlauparar fljótari en spretthlauparar?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2021, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81947.

Sigurbjörn Árni Arngrímsson. (2021, 18. júní). Eru sprettharðir langhlauparar fljótari en spretthlauparar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81947

Sigurbjörn Árni Arngrímsson. „Eru sprettharðir langhlauparar fljótari en spretthlauparar?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2021. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81947>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru sprettharðir langhlauparar fljótari en spretthlauparar?
Upprunalega spurningin var:

Hvor er fljótari, Mo Farah eða Usain Bolt?

Stutta svarið er að sprettahlaupari eins og Usain Bolt er mikið fljótari en langhlaupari eins og Mo Farah. En það eru hins vegar ýmsir þættir sem þarf að skoða þegar spurningunni er svarað. Fyrst þarf að skilgreina hvað er vera fljótur. Mo Farah er fljótari en Usain Bolt að hlaupa 5.000 m en því er öfugt farið hlaupi þeir 100 m. Langhlauparar hafa mikið af þolnum vöðvafrumum og geta því haldið hraða í langan tíma og eru því fljótari en aðrir að hlaupa langar vegalengdir meðan spretthlauparar hafa mikið af hröðum vöðvafrumum og eru því fljótari en aðrir að hlaupa stuttar vegalengdir.

Almennt er orðið fljótur skilgreint þannig að fljótur einstaklingur komist stutta vegalengd á stuttum tíma, það er að viðkomandi sé sprettharður. Miðað við slíka skilgreiningu er Usain Bolt mikið fljótari en Mo Farah, enda á hann heimsmetið í stystu ólympísku keppnisgreininni í frjálsíþróttum, 100 m hlaupi.

Almennt er orðið fljótur skilgreint þannig að fljótur einstaklingur komist stutta vegalengd á stuttum tíma. Miðað við þá skilgreiningu er Usain Bolt mun fljótari en Mo Farah, enda á hann heimsmetið í stystu ólympísku keppnisgreininni í frjálsíþróttum, 100 m hlaupi.

Einnig er hægt að hugsa þetta með þeim hætti að fljótur einstaklingur nái miklum hámarkshraða. Þá vandast málið því vöðvafrumur spretthlaupara skapa mikinn sprengikraft og því nær Usain Bolt hámarkshraða sínum fljótt sem er einstaklega hentugt í stuttum hlaupagreinum. Langhlauparar geta hins vegar náð miklum hámarkshraða en þar sem vöðvafrumur þeirra eru úthaldsgóðar og skapa ekki mikinn sprengikraft tekur það Mo Farah lengri tíma að ná hámarkshraða og verður hann því aldrei góður í stuttum hlaupagreinum.

Ólíklega mun langhlaupari ná sama hámarkshraða og spretthlaupari einfaldlega vegna þess að hann hefur ekki nærri því eins mikið af hröðum vöðvafrumum. Usain Bolt mældist á 44,72 km/klst hraða á milli 60 og 80 m í heimsmetshlaupi sínu yfir 100 m í Berlín 2009[1] og hefur engin mannskepna mælst á meiri hraða á tveimur jafnfljótum. Því held ég að óhætt sé að segja, alveg sama hvernig litið er á málið, að Usain Bolt er fljótari en Mo Farah.

Tilvísun:
  1. ^ Footspeed - Wikipedia. (Sótt 14.06.2021).

Mynd:

...