Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að komast að því hvort maður hafi hraðar eða hægar vöðvafrumur og hvernig er farið að því?

Sigurbjörn Árni Arngrímsson

Í stuttu máli er svarið já, það er hægt að komast að því hvort maður hafi hraðar eða hægar vöðvafrumur.

Til þess að finna út úr því þarf að taka vöðvasýni á stærð við strokleður á blýanti úr einum eða fleiri vöðvum. Sýnið er svo greint á rannsóknarstofu og að því loknu er hægt að reikna út hlutfall hraðra og hægra vöðvafruma.

Að sjálfsögðu segir sýnið í raun bara til um hlutfall hraðra og hægra vöðvafruma í þeim vöðva sem sýnið er úr en rannsóknir hafa sýnt fram á að yfirleitt hefur fólk svipað hlutfall hraðra og hægra vöðvafruma í flestum vöðum líkamans. Þannig er hlutfall hraðra vöðvafruma yfirleitt ekki 20% í efri hluta líkamans og 80% í neðri hluta líkamans heldur er hlutfallið svipað, til dæmis 56% í efri hlutanum og 60% í þeim neðri.

Þó eru nokkrir vöðvar sem hafa hátt hlutfall hægra vöðvafruma í öllum manneskjum og er þá aðallega um að ræða vöðva í stöðugri notkun, til dæmis vöðvarnir sem viðhalda líkamsstöðunni. Einn slíkra vöðva er sóleus sem er vöðvinn á neðri hluta kálfans og kemur undir tvíhöfðann á efri hluta kálfans. Þótt hann sé hægur hjá öllum eru engu að síður fleiri hraðar vöðvafrumur í honum hjá þeim sem hafa almennt fleiri hraðar vöðvafrumur en hinum sem hafa fleiri hægar vöðvafrumur. Þetta á til dæmis við um spretthlaupara.


Svonefnt Wingate-hjólapróf gefur vel til kynna hlutfall hraðra og hægra vöðvafruma í líkamanum.

Sé vöðvasýnið tekið úr vöðva eins og Vastus lateralis (lærvöðvi á utanverðu framanverðu lærinu) eins og algengt er að gera, gefur það nokkuð góða mynd af hlutfalli hraðra og hægra vöðvafruma hjá einstaklingum. Þar sem vöðvafrumurnar eru dreifðar nokkuð jafnt um vöðvann er nóg að taka eitt sýni úr honum. Þessi aðferð er hins vegar mjög ágeng og einungis gerð í rannsóknarskyni. Vöðvasýnataka er ekki veitt sem þjónustumæling og því er ekki hægt að biðja um mælingu á hlutfalli hraðra og hægra vöðvafruma á sama hátt og maður biður til dæmis um mælingu á blóðþrýstingi.

Einstaklingar geta hins vegar fengið ákveðna hugmynd um hvort þeir séu með meira af hægum eða hröðum vöðvafrumum. Sé viðkomandi mjög fljótur eða getur stokkið hátt í loft upp er líklegt að hann hafi hærra hlutfall af hröðum vöðvafrumum. Sé viðkomandi hins vegar góður í langhlaupum er líklegt að hann hafi hærra hlutfall af hægum vöðvafrumum.

Ýmis próf sem framkvæmd eru á íþróttamönnum á rannsóknarstofum gefa þetta hlutfall hraðra og hægra vöðvafruma vel til kynna. Eitt slíkt er svokallað Wingate-hjólapróf. Það fer þannig fram að viðkomandi hjólar eins hratt og hann getur á þrekhjóli í 30 sekúndur með viðnámið á hjólinu stillt á 7,5-8,5% af líkamsþyngd. Þeir sem geta myndað mikið hámarksafl (W) á hvert kg líkamsþyngdar (W/kg) á fyrstu sekúndum prófsins eru með hærra hlutfall hraðra vöðvafruma. Þeir sem tapa hins vegar litlu afli á þessum 30 sekúndum hafa mikið þreytuviðnám og hærra hlutfall hægra vöðvafruma. Hjá þessum einstaklingum er lítill munur á hámarks- og lágmarksafli sem mælt er.

Hægt er að komast í svona próf og önnur sambærileg hér á landi og geta þau gefið sterklega til kynna hlutfall hraðra og hægra vöðvafruma. Hins vegar er rétt að benda á að flestir hafa mjög jafna skiptingu hraðra og hægra vöðvafruma, rúmlega 50% hægar og tæplega 50% hraðar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Sigurbjörn Árni Arngrímsson

prófessor í íþróttafræðum við HÍ

Útgáfudagur

25.2.2009

Spyrjandi

Ramon de la Rosa, f. 1990

Tilvísun

Sigurbjörn Árni Arngrímsson. „Er hægt að komast að því hvort maður hafi hraðar eða hægar vöðvafrumur og hvernig er farið að því?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2009, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49915.

Sigurbjörn Árni Arngrímsson. (2009, 25. febrúar). Er hægt að komast að því hvort maður hafi hraðar eða hægar vöðvafrumur og hvernig er farið að því? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49915

Sigurbjörn Árni Arngrímsson. „Er hægt að komast að því hvort maður hafi hraðar eða hægar vöðvafrumur og hvernig er farið að því?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2009. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49915>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að komast að því hvort maður hafi hraðar eða hægar vöðvafrumur og hvernig er farið að því?
Í stuttu máli er svarið já, það er hægt að komast að því hvort maður hafi hraðar eða hægar vöðvafrumur.

Til þess að finna út úr því þarf að taka vöðvasýni á stærð við strokleður á blýanti úr einum eða fleiri vöðvum. Sýnið er svo greint á rannsóknarstofu og að því loknu er hægt að reikna út hlutfall hraðra og hægra vöðvafruma.

Að sjálfsögðu segir sýnið í raun bara til um hlutfall hraðra og hægra vöðvafruma í þeim vöðva sem sýnið er úr en rannsóknir hafa sýnt fram á að yfirleitt hefur fólk svipað hlutfall hraðra og hægra vöðvafruma í flestum vöðum líkamans. Þannig er hlutfall hraðra vöðvafruma yfirleitt ekki 20% í efri hluta líkamans og 80% í neðri hluta líkamans heldur er hlutfallið svipað, til dæmis 56% í efri hlutanum og 60% í þeim neðri.

Þó eru nokkrir vöðvar sem hafa hátt hlutfall hægra vöðvafruma í öllum manneskjum og er þá aðallega um að ræða vöðva í stöðugri notkun, til dæmis vöðvarnir sem viðhalda líkamsstöðunni. Einn slíkra vöðva er sóleus sem er vöðvinn á neðri hluta kálfans og kemur undir tvíhöfðann á efri hluta kálfans. Þótt hann sé hægur hjá öllum eru engu að síður fleiri hraðar vöðvafrumur í honum hjá þeim sem hafa almennt fleiri hraðar vöðvafrumur en hinum sem hafa fleiri hægar vöðvafrumur. Þetta á til dæmis við um spretthlaupara.


Svonefnt Wingate-hjólapróf gefur vel til kynna hlutfall hraðra og hægra vöðvafruma í líkamanum.

Sé vöðvasýnið tekið úr vöðva eins og Vastus lateralis (lærvöðvi á utanverðu framanverðu lærinu) eins og algengt er að gera, gefur það nokkuð góða mynd af hlutfalli hraðra og hægra vöðvafruma hjá einstaklingum. Þar sem vöðvafrumurnar eru dreifðar nokkuð jafnt um vöðvann er nóg að taka eitt sýni úr honum. Þessi aðferð er hins vegar mjög ágeng og einungis gerð í rannsóknarskyni. Vöðvasýnataka er ekki veitt sem þjónustumæling og því er ekki hægt að biðja um mælingu á hlutfalli hraðra og hægra vöðvafruma á sama hátt og maður biður til dæmis um mælingu á blóðþrýstingi.

Einstaklingar geta hins vegar fengið ákveðna hugmynd um hvort þeir séu með meira af hægum eða hröðum vöðvafrumum. Sé viðkomandi mjög fljótur eða getur stokkið hátt í loft upp er líklegt að hann hafi hærra hlutfall af hröðum vöðvafrumum. Sé viðkomandi hins vegar góður í langhlaupum er líklegt að hann hafi hærra hlutfall af hægum vöðvafrumum.

Ýmis próf sem framkvæmd eru á íþróttamönnum á rannsóknarstofum gefa þetta hlutfall hraðra og hægra vöðvafruma vel til kynna. Eitt slíkt er svokallað Wingate-hjólapróf. Það fer þannig fram að viðkomandi hjólar eins hratt og hann getur á þrekhjóli í 30 sekúndur með viðnámið á hjólinu stillt á 7,5-8,5% af líkamsþyngd. Þeir sem geta myndað mikið hámarksafl (W) á hvert kg líkamsþyngdar (W/kg) á fyrstu sekúndum prófsins eru með hærra hlutfall hraðra vöðvafruma. Þeir sem tapa hins vegar litlu afli á þessum 30 sekúndum hafa mikið þreytuviðnám og hærra hlutfall hægra vöðvafruma. Hjá þessum einstaklingum er lítill munur á hámarks- og lágmarksafli sem mælt er.

Hægt er að komast í svona próf og önnur sambærileg hér á landi og geta þau gefið sterklega til kynna hlutfall hraðra og hægra vöðvafruma. Hins vegar er rétt að benda á að flestir hafa mjög jafna skiptingu hraðra og hægra vöðvafruma, rúmlega 50% hægar og tæplega 50% hraðar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...