Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:32 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:17 • Síðdegis: 23:52 í Reykjavík

Er gott fyrir hesta að vera eingöngu á sinubeit?

Guðrún Stefánsdóttir

Stutta svarið við þessari spurningu getur verið bæði já eða nei. Langa svarið krefst meiri útskýringa.

Í fyrsta lagi eru fóður- og næringarþarfir hesta ekki alltaf þær sömu. Margt hefur þar áhrif, svo sem hlutverk hestsins, hvort um er að ræða ungt hross í vexti, fylfulla hryssu, mjólkandi hryssu, stóðhest eða gelt fullorðið hross. Einnig skiptir máli hvort hesturinn er grannur, í hæfilegum holdum eða feitur. Grönn hryssa sem er bæði fylfull og mjólkandi þarf mikið meira fóður en feitur fullorðinn geldingur. Einnig þurfa hross í vexti að jafnaði meira fóður en fullorðin hross. Þannig að á meðan sumum hrossum er beinlínis hollt að vera eingöngu á sinubeit til að verða ekki of feit og jafnvel ganga á eigin fituforða, þá nægir öðrum hrossum það ekki og þau geta orðið of grönn eða jafnvel horuð.

Svo skiptir líka máli að sinan getur verið margvísleg. Hún getur bæði verið mikil eða lítil og undirgróðurinn skiptir einnig máli, enda er oft grænt gras undir sinunni eða í rót hennar. Það getur því verið heilmikið af grænu grasi í sinunni þegar betur er að gáð, til dæmis í þurru mólendi eða graslendi. Einnig getur sinan verið lítil og haginn næringarefnalega rýr, til dæmis í mýrlendi.

Sælleg hross á sinubeit á kyrrum haustdegi.

Svo er líka rétt að nefna að íslenski hesturinn er harðgerður og hefur mikinn hæfileika til að nýta og melta gras og sinu. Eðli hans í frjálsræði er að safna fituforða (orkuforða) yfir sumartímann, hann fitnar og nýtir sér svo forðann á veturna þegar beitin er rýrari og veðurfar óblíðara. Í fitunni eru einnig geymd efni eins og vítamín sem skortir gjarnan á vetrarbeit (A-vítamín) og dimmari árstíma (D-vítamín). Þannig hefur íslenski hesturinn mikinn hæfileika til að lifa á Íslandi árið um kring á beitinni einni saman, jafnvel þó hann leggi eitthvað af og grennist að vetrinum.

Árstíðasveiflur í framboði á beit og í holdafari hesta eru náttúrulegar og þegar maðurinn grípur inn í þetta eðlilega ferli þarf það að vera af skynsemi. Ef hross fá til dæmis ekki að fitna að sumrinu þarf að huga að því að þau verði ekki of grönn á útigangi á veturna og þá getur þurft að fóðra þau á heyi til viðbótar með beitinni. Ef hross fitna mikið að sumrinu og fá þar að auki frjálsan aðgang að heyi (rúlluhey) á veturna geta þau orðið of feit, jafnvel afmynduð af fitu og því geta fylgt alvarlegir efnaskiptasjúkdómar og hófsperra.

Það er því ekki til eitt svar við því hvort sina dugar sem beit fyrir hross á veturna, það er bæði háð hrossinu sjálfu (hlutverki, holdafari) og magninu af beitinni (sinu og undirgróðri). Fyrir sum hross getur beinlínis verið gott og heilbrigt að vera eingöngu á sinubeit að vetri til en fyrir önnur hross dugar það ekki til að uppfylla næringarefnaþarfir. Það er mjög mikilvægt fyrir hesteigendur og umsjónarmenn hrossa að fylgjast reglulega með sínum hrossum og meta bæði ástandið á hrossunum (holdafar og útlit) sem og beitinni, í því skyni að halda hrossunum í hæfilegum holdum. Hross eiga ekki að vera horuð en þeim er heldur alls ekki hollt að vera of feit eða afmynduð því offitu geta fylgt ýmsir sjúkdómar.

Mynd:
  • Guðrún Stefánsdóttir.

Upprunalega spurningin hljómaði svona:

Er gott fyrir hesta að vera eingöngu á beit í sinu úti í haga?

Höfundur

Guðrún Stefánsdóttir

dósent við Háskólann á Hólum

Útgáfudagur

18.8.2021

Spyrjandi

Ása Þórunn Matthíasdóttir

Tilvísun

Guðrún Stefánsdóttir. „Er gott fyrir hesta að vera eingöngu á sinubeit?“ Vísindavefurinn, 18. ágúst 2021. Sótt 20. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=82042.

Guðrún Stefánsdóttir. (2021, 18. ágúst). Er gott fyrir hesta að vera eingöngu á sinubeit? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=82042

Guðrún Stefánsdóttir. „Er gott fyrir hesta að vera eingöngu á sinubeit?“ Vísindavefurinn. 18. ágú. 2021. Vefsíða. 20. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=82042>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er gott fyrir hesta að vera eingöngu á sinubeit?
Stutta svarið við þessari spurningu getur verið bæði já eða nei. Langa svarið krefst meiri útskýringa.

Í fyrsta lagi eru fóður- og næringarþarfir hesta ekki alltaf þær sömu. Margt hefur þar áhrif, svo sem hlutverk hestsins, hvort um er að ræða ungt hross í vexti, fylfulla hryssu, mjólkandi hryssu, stóðhest eða gelt fullorðið hross. Einnig skiptir máli hvort hesturinn er grannur, í hæfilegum holdum eða feitur. Grönn hryssa sem er bæði fylfull og mjólkandi þarf mikið meira fóður en feitur fullorðinn geldingur. Einnig þurfa hross í vexti að jafnaði meira fóður en fullorðin hross. Þannig að á meðan sumum hrossum er beinlínis hollt að vera eingöngu á sinubeit til að verða ekki of feit og jafnvel ganga á eigin fituforða, þá nægir öðrum hrossum það ekki og þau geta orðið of grönn eða jafnvel horuð.

Svo skiptir líka máli að sinan getur verið margvísleg. Hún getur bæði verið mikil eða lítil og undirgróðurinn skiptir einnig máli, enda er oft grænt gras undir sinunni eða í rót hennar. Það getur því verið heilmikið af grænu grasi í sinunni þegar betur er að gáð, til dæmis í þurru mólendi eða graslendi. Einnig getur sinan verið lítil og haginn næringarefnalega rýr, til dæmis í mýrlendi.

Sælleg hross á sinubeit á kyrrum haustdegi.

Svo er líka rétt að nefna að íslenski hesturinn er harðgerður og hefur mikinn hæfileika til að nýta og melta gras og sinu. Eðli hans í frjálsræði er að safna fituforða (orkuforða) yfir sumartímann, hann fitnar og nýtir sér svo forðann á veturna þegar beitin er rýrari og veðurfar óblíðara. Í fitunni eru einnig geymd efni eins og vítamín sem skortir gjarnan á vetrarbeit (A-vítamín) og dimmari árstíma (D-vítamín). Þannig hefur íslenski hesturinn mikinn hæfileika til að lifa á Íslandi árið um kring á beitinni einni saman, jafnvel þó hann leggi eitthvað af og grennist að vetrinum.

Árstíðasveiflur í framboði á beit og í holdafari hesta eru náttúrulegar og þegar maðurinn grípur inn í þetta eðlilega ferli þarf það að vera af skynsemi. Ef hross fá til dæmis ekki að fitna að sumrinu þarf að huga að því að þau verði ekki of grönn á útigangi á veturna og þá getur þurft að fóðra þau á heyi til viðbótar með beitinni. Ef hross fitna mikið að sumrinu og fá þar að auki frjálsan aðgang að heyi (rúlluhey) á veturna geta þau orðið of feit, jafnvel afmynduð af fitu og því geta fylgt alvarlegir efnaskiptasjúkdómar og hófsperra.

Það er því ekki til eitt svar við því hvort sina dugar sem beit fyrir hross á veturna, það er bæði háð hrossinu sjálfu (hlutverki, holdafari) og magninu af beitinni (sinu og undirgróðri). Fyrir sum hross getur beinlínis verið gott og heilbrigt að vera eingöngu á sinubeit að vetri til en fyrir önnur hross dugar það ekki til að uppfylla næringarefnaþarfir. Það er mjög mikilvægt fyrir hesteigendur og umsjónarmenn hrossa að fylgjast reglulega með sínum hrossum og meta bæði ástandið á hrossunum (holdafar og útlit) sem og beitinni, í því skyni að halda hrossunum í hæfilegum holdum. Hross eiga ekki að vera horuð en þeim er heldur alls ekki hollt að vera of feit eða afmynduð því offitu geta fylgt ýmsir sjúkdómar.

Mynd:
  • Guðrún Stefánsdóttir.

Upprunalega spurningin hljómaði svona:

Er gott fyrir hesta að vera eingöngu á beit í sinu úti í haga?
...