Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er vitað hversu þungan knapa íslenski hesturinn getur borið með góðu móti?

Guðrún Stefánsdóttir

Íslenski hesturinn er fremur smár reiðhestur, að meðaltali um 140 cm á herðakamb og 350 kg. Til samanburðar eru mörg önnur reiðhestakyn gjarnan um 160 cm á herðakamb og um og yfir 500 kg. Þess vegna lítur fullorðið fólk oft út fyrir að vera stórir knapar á íslenskum hestum og hlutfall þunga knapa af þyngd hestsins verður oft hærra en þekkist hjá stærri hestakynjum. Það að þessi litli hestur beri stóra knapa hefur fengið aukna athygli, umræðu og gagnrýni, einkum síðustu ár.

Ekki eru til margar rannsóknir á áhrifum af þyngd knapa á hesta og samkvæmt þekkingu höfundar hefur aðeins verið gerð ein slík rannsókn á íslenska hestinum. Í þeirri rannsókn voru notaðir átta fullorðnir reiðhestar (meðalaldur 17 vetra, meðalþyngd 366 kg) og einn knapi, til að útiloka áhrif af reiðstíl knapans. Hestarnir voru settir í stigvaxandi þjálfunarpróf þar sem þungi knapans með hnakk var smám saman aukinn (með því að bæta við blýi) frá 20% af þunga hestsins, til 25, 30 og 35% (128 kg). Þjálfunarprófið fór fram á tölti (19,4 km/klst) og tæpir 650 m voru riðnir með hverja þyngd. Um 5 mínútna hvíld var á milli þyngda til að bæta við vigt (blýi) og taka blóðsýni. Lífeðlisfræðilegir þættir voru mældir hjá hestunum; hjartsláttur í þjálfunarprófinu, en öndunartíðni, hlutfall rauðra blóðkorna og mjólkursýra í blóði eftir hverja þyngd.

Vitað er um eina rannsókn sem gerð hefur verið á áhrifum af þyngd knapa á íslenska hesta.

Bæði hjartsláttur og öndunartíðni hestanna jókst línulega með auknum þunga knapans og mjólkursýran jókst með veldisaukningu. Það þýðir að aukinn þungi knapans olli meira líkamlegu álagi á hestana. En það voru ekki aðeins mældir lífeðlisfræðilegir þættir, því einnig var gerð hreyfigreining á töltinu með háhraðamyndavél. Með aukinni þyngd knapa minnkaði skreflengd á tölti en skreftíðnin jókst til að halda sama hraða (19,4 km/klst). Jafnframt hvíldu fætur hestanna lengur á jörðinni þannig að töltið varð jarðbundnara en engin áhrif voru á takt eða lyftingu framfóta. Hestarnir höfðu endurheimt hvíldarhjartslátt og öndun 30 mínútum eftir að þjálfunarprófinu lauk, en mjólkursýran var enn heldur hærri en fyrir þjálfunarprófið.

Styrkur tveggja ensíma í vöðvum (CK og AST sem hægt er að nota sem mælikvarða á vöðvaskemmdir) var mældur fyrir þjálfunarprófið og aftur einum og tveimur dögum eftir prófið. Niðurstöðurnar sýndu engin marktæk áhrif af þjálfunarprófinu á styrk þessara ensíma. Allir hestarnir voru einnig heilbrigðisskoðaðir bæði fyrir þjálfunarprófið og einum og tveimur dögum eftir það. Þeir voru almennt heilbrigðir bæði fyrir og eftir prófið og engar nýjar breytingar fundust dagana eftir þjálfunarprófið.

Við rannsókn á áhrifum þyngdar knapa á hesta voru hestarnir settir í stigvaxandi þjálfunarpróf þar sem þungi knapans með hnakk var smám saman aukinn með því að bæta við blýi.

Í umræddri rannsókn kom fram töluverður einstaklingsbreytileiki eftir hestum hvað varðaði líkamlega svörun við álagi. Við álag nota hestar ýmist loftháð eða loftfirrð efnaskipti. Meðan álagið er ekki mikið notast þeir að uppistöðu við loftháð efnaskipti (orka búin til með súrefni) en við aukið álag eykst hlutdeild loftfirrðra efnaskipta (orka búin til án súrefnis). Aukaafurð við loftfirrð efnaskipti er mjólkursýra sem veldur þreytu þegar magnið verður mikið. Við ákveðið álag (mjólkursýruþröskuld) nær styrkur mjólkursýru í blóði 4 mmól/L og eftir það eykst magn mjólkursýru hratt í blóðinu. Hjá hestunum í rannsókninni var mjólkursýran að meðaltali 4 mmól/L þegar knapinn var um 23% af þyngd hestsins, en þetta hlutfall var breytilegt eftir hestum (17,0-27,5%). Það segir okkur að hestar eru missterkir og það jafnvel þó bakgrunnur þeirra (ætterni, uppeldi, þjálfun) sé mjög líkur eins og raunin var hjá hestunum sem tóku þátt í þessari rannsókn. Magn mjólkursýru fór að meðaltali í 8,0 mmól/L eftir að hestarnir höfðu borið 35% hlutfall af eigin þyngd.

Mjög margir þættir geta haft áhrif á hversu mikinn þunga hestur getur borið, til dæmis holdafar hestsins (ber hann sjálfur aukakíló), þjálfunarástand, líkamsbygging og vöðvamagn. Jafnvægi, stærð og reiðfærni knapans skiptir líka miklu máli því það er erfiðara að bera eitthvað sem er á mikilli hreyfingu eða í ójafnvægi (sláttur á), en þar geta hæð og hlutföll í líkamsbyggingu knapans haft áhrif. Hraði sem er riðið á, vegalengd og umhverfisaðstæður, svo sem undirlag og veðurfar, hafa einnig afgerandi áhrif á líkamlegt álag á hestana. Til að mynda var fyrr á tíð oft notast við það viðmið að íslenskir hestar í heyskap gætu borið 100 kg sem jafngildir einum hestburði. Þá voru þeir að vinna á litlum hraða (feti) en gjarnan langan vinnudag. Hraðinn hefur þannig mikið að segja um hvað hestur getur borið mikla þyngd.

Blýin til að þyngja voru sett í sérstaka vasa á hnakknum.

Samantekið sýndi umrædd rannsókn að fullorðnir reiðhestar réðu vel við þjálfunarprófið sem þýðir að á ríflegum meðalhraða á tölti, stutta vegalengd í stuttan tíma, geta íslenskir hestar borið knapa sem er allt að 35% af þeirra eigin þyngd. Stærð hestanna (hæð á herðar) hafði ekki áhrif á lífeðlisfræðilega svörun þeirra. Hins vegar komu fram vísbendingar um að hestar sem hefðu vel vöðvafyllt bak ættu auðveldara með að bera mikinn þunga en þeir hestar sem höfðu lakari vöðvafyllingu. Þetta þarfnast þó nánari rannsókna. Langtímaáhrif af mikilli þyngd knapa á heilbrigði hesta (til dæmis fætur eða bak) hafa ekki verið rannsökuð og voru ekki metin í umræddri rannsókn.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Guðrún Stefánsdóttir

dósent við Háskólann á Hólum

Útgáfudagur

4.3.2020

Spyrjandi

Davíð Bragason

Tilvísun

Guðrún Stefánsdóttir. „Er vitað hversu þungan knapa íslenski hesturinn getur borið með góðu móti?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2020, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78533.

Guðrún Stefánsdóttir. (2020, 4. mars). Er vitað hversu þungan knapa íslenski hesturinn getur borið með góðu móti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78533

Guðrún Stefánsdóttir. „Er vitað hversu þungan knapa íslenski hesturinn getur borið með góðu móti?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2020. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78533>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er vitað hversu þungan knapa íslenski hesturinn getur borið með góðu móti?
Íslenski hesturinn er fremur smár reiðhestur, að meðaltali um 140 cm á herðakamb og 350 kg. Til samanburðar eru mörg önnur reiðhestakyn gjarnan um 160 cm á herðakamb og um og yfir 500 kg. Þess vegna lítur fullorðið fólk oft út fyrir að vera stórir knapar á íslenskum hestum og hlutfall þunga knapa af þyngd hestsins verður oft hærra en þekkist hjá stærri hestakynjum. Það að þessi litli hestur beri stóra knapa hefur fengið aukna athygli, umræðu og gagnrýni, einkum síðustu ár.

Ekki eru til margar rannsóknir á áhrifum af þyngd knapa á hesta og samkvæmt þekkingu höfundar hefur aðeins verið gerð ein slík rannsókn á íslenska hestinum. Í þeirri rannsókn voru notaðir átta fullorðnir reiðhestar (meðalaldur 17 vetra, meðalþyngd 366 kg) og einn knapi, til að útiloka áhrif af reiðstíl knapans. Hestarnir voru settir í stigvaxandi þjálfunarpróf þar sem þungi knapans með hnakk var smám saman aukinn (með því að bæta við blýi) frá 20% af þunga hestsins, til 25, 30 og 35% (128 kg). Þjálfunarprófið fór fram á tölti (19,4 km/klst) og tæpir 650 m voru riðnir með hverja þyngd. Um 5 mínútna hvíld var á milli þyngda til að bæta við vigt (blýi) og taka blóðsýni. Lífeðlisfræðilegir þættir voru mældir hjá hestunum; hjartsláttur í þjálfunarprófinu, en öndunartíðni, hlutfall rauðra blóðkorna og mjólkursýra í blóði eftir hverja þyngd.

Vitað er um eina rannsókn sem gerð hefur verið á áhrifum af þyngd knapa á íslenska hesta.

Bæði hjartsláttur og öndunartíðni hestanna jókst línulega með auknum þunga knapans og mjólkursýran jókst með veldisaukningu. Það þýðir að aukinn þungi knapans olli meira líkamlegu álagi á hestana. En það voru ekki aðeins mældir lífeðlisfræðilegir þættir, því einnig var gerð hreyfigreining á töltinu með háhraðamyndavél. Með aukinni þyngd knapa minnkaði skreflengd á tölti en skreftíðnin jókst til að halda sama hraða (19,4 km/klst). Jafnframt hvíldu fætur hestanna lengur á jörðinni þannig að töltið varð jarðbundnara en engin áhrif voru á takt eða lyftingu framfóta. Hestarnir höfðu endurheimt hvíldarhjartslátt og öndun 30 mínútum eftir að þjálfunarprófinu lauk, en mjólkursýran var enn heldur hærri en fyrir þjálfunarprófið.

Styrkur tveggja ensíma í vöðvum (CK og AST sem hægt er að nota sem mælikvarða á vöðvaskemmdir) var mældur fyrir þjálfunarprófið og aftur einum og tveimur dögum eftir prófið. Niðurstöðurnar sýndu engin marktæk áhrif af þjálfunarprófinu á styrk þessara ensíma. Allir hestarnir voru einnig heilbrigðisskoðaðir bæði fyrir þjálfunarprófið og einum og tveimur dögum eftir það. Þeir voru almennt heilbrigðir bæði fyrir og eftir prófið og engar nýjar breytingar fundust dagana eftir þjálfunarprófið.

Við rannsókn á áhrifum þyngdar knapa á hesta voru hestarnir settir í stigvaxandi þjálfunarpróf þar sem þungi knapans með hnakk var smám saman aukinn með því að bæta við blýi.

Í umræddri rannsókn kom fram töluverður einstaklingsbreytileiki eftir hestum hvað varðaði líkamlega svörun við álagi. Við álag nota hestar ýmist loftháð eða loftfirrð efnaskipti. Meðan álagið er ekki mikið notast þeir að uppistöðu við loftháð efnaskipti (orka búin til með súrefni) en við aukið álag eykst hlutdeild loftfirrðra efnaskipta (orka búin til án súrefnis). Aukaafurð við loftfirrð efnaskipti er mjólkursýra sem veldur þreytu þegar magnið verður mikið. Við ákveðið álag (mjólkursýruþröskuld) nær styrkur mjólkursýru í blóði 4 mmól/L og eftir það eykst magn mjólkursýru hratt í blóðinu. Hjá hestunum í rannsókninni var mjólkursýran að meðaltali 4 mmól/L þegar knapinn var um 23% af þyngd hestsins, en þetta hlutfall var breytilegt eftir hestum (17,0-27,5%). Það segir okkur að hestar eru missterkir og það jafnvel þó bakgrunnur þeirra (ætterni, uppeldi, þjálfun) sé mjög líkur eins og raunin var hjá hestunum sem tóku þátt í þessari rannsókn. Magn mjólkursýru fór að meðaltali í 8,0 mmól/L eftir að hestarnir höfðu borið 35% hlutfall af eigin þyngd.

Mjög margir þættir geta haft áhrif á hversu mikinn þunga hestur getur borið, til dæmis holdafar hestsins (ber hann sjálfur aukakíló), þjálfunarástand, líkamsbygging og vöðvamagn. Jafnvægi, stærð og reiðfærni knapans skiptir líka miklu máli því það er erfiðara að bera eitthvað sem er á mikilli hreyfingu eða í ójafnvægi (sláttur á), en þar geta hæð og hlutföll í líkamsbyggingu knapans haft áhrif. Hraði sem er riðið á, vegalengd og umhverfisaðstæður, svo sem undirlag og veðurfar, hafa einnig afgerandi áhrif á líkamlegt álag á hestana. Til að mynda var fyrr á tíð oft notast við það viðmið að íslenskir hestar í heyskap gætu borið 100 kg sem jafngildir einum hestburði. Þá voru þeir að vinna á litlum hraða (feti) en gjarnan langan vinnudag. Hraðinn hefur þannig mikið að segja um hvað hestur getur borið mikla þyngd.

Blýin til að þyngja voru sett í sérstaka vasa á hnakknum.

Samantekið sýndi umrædd rannsókn að fullorðnir reiðhestar réðu vel við þjálfunarprófið sem þýðir að á ríflegum meðalhraða á tölti, stutta vegalengd í stuttan tíma, geta íslenskir hestar borið knapa sem er allt að 35% af þeirra eigin þyngd. Stærð hestanna (hæð á herðar) hafði ekki áhrif á lífeðlisfræðilega svörun þeirra. Hins vegar komu fram vísbendingar um að hestar sem hefðu vel vöðvafyllt bak ættu auðveldara með að bera mikinn þunga en þeir hestar sem höfðu lakari vöðvafyllingu. Þetta þarfnast þó nánari rannsókna. Langtímaáhrif af mikilli þyngd knapa á heilbrigði hesta (til dæmis fætur eða bak) hafa ekki verið rannsökuð og voru ekki metin í umræddri rannsókn.

Heimildir og myndir:...