Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvað er ys og þys og koma orðin einhvern tíma fyrir ein og sér?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin var á þessa leið:
Hver eru þessi títtnefndu "ys" og "þys" og hvernig haga þessi orð sér í öðrum myndum (já, eða ein og sér) ef einhverjum dytti nú í hug að vilja nota þau utan þessa eina frasa?

Orðið ys merkir ‘hávaði af fólki, kliður’ og þekkist þegar í fornu máli. Það er nánast alltaf í karlkyni en þó kemur kvenkyn fyrir:
øll Suijnahiørdenn fleygde sier med Ys mikelle j Sioenn.

Dæmið er úr biblíuþýðingu Þorláks biskups Skúlasonar frá 1644 og nokkur fleiri er að finna í ritmálssafni Orðabókar Háskólans.

Þéttsetnum veitingastöðum fylgir oft ys og þys.

Karlkynsorðið þys merkir ‘hávaði, ös, hávaðasamur hópur’ og þekkist einnig þegar í fornu máli. Það getur eins og ys staðið eitt sér, samanber þetta dæmi úr Nýja testamentinu í þýðingu Odds Gottskálkssonar 1540.

suina hiordin fleygdi sier med micklum þys i Sioinn.

Oft standa bæði orðin saman, ýmist ys og þys eða þys og ys. Í messusöngsbók frá lokum 16. aldar stendur til dæmis:

at Folked med ys og þys (nalega) leitar huer ad sijnum Naunga.

Bæði ys og þys eru þó einnig notuð ein í nútímamáli. Mörg góð dæmi er að finna í Ritmálssafninu.

Heimild og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

7.4.2022

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er ys og þys og koma orðin einhvern tíma fyrir ein og sér? “ Vísindavefurinn, 7. apríl 2022. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=82455.

Guðrún Kvaran. (2022, 7. apríl). Hvað er ys og þys og koma orðin einhvern tíma fyrir ein og sér? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=82455

Guðrún Kvaran. „Hvað er ys og þys og koma orðin einhvern tíma fyrir ein og sér? “ Vísindavefurinn. 7. apr. 2022. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=82455>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er ys og þys og koma orðin einhvern tíma fyrir ein og sér?
Upprunalega spurningin var á þessa leið:

Hver eru þessi títtnefndu "ys" og "þys" og hvernig haga þessi orð sér í öðrum myndum (já, eða ein og sér) ef einhverjum dytti nú í hug að vilja nota þau utan þessa eina frasa?

Orðið ys merkir ‘hávaði af fólki, kliður’ og þekkist þegar í fornu máli. Það er nánast alltaf í karlkyni en þó kemur kvenkyn fyrir:
øll Suijnahiørdenn fleygde sier med Ys mikelle j Sioenn.

Dæmið er úr biblíuþýðingu Þorláks biskups Skúlasonar frá 1644 og nokkur fleiri er að finna í ritmálssafni Orðabókar Háskólans.

Þéttsetnum veitingastöðum fylgir oft ys og þys.

Karlkynsorðið þys merkir ‘hávaði, ös, hávaðasamur hópur’ og þekkist einnig þegar í fornu máli. Það getur eins og ys staðið eitt sér, samanber þetta dæmi úr Nýja testamentinu í þýðingu Odds Gottskálkssonar 1540.

suina hiordin fleygdi sier med micklum þys i Sioinn.

Oft standa bæði orðin saman, ýmist ys og þys eða þys og ys. Í messusöngsbók frá lokum 16. aldar stendur til dæmis:

at Folked med ys og þys (nalega) leitar huer ad sijnum Naunga.

Bæði ys og þys eru þó einnig notuð ein í nútímamáli. Mörg góð dæmi er að finna í Ritmálssafninu.

Heimild og mynd:

...