Sólin Sólin Rís 03:36 • sest 23:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:09 • Sest 23:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 17:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:36 • sest 23:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:09 • Sest 23:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 17:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa loftsteinar fundist á Íslandi?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Í sólkerfinu er fullt af grjóti og málmhnullungum sem kallast einu nafni geimgrýti. Margt af því kemur úr smástirnabelti sem er á milli Mars og Júpíters og einnig úr halastjörnum sem hafa sundrast.

Á hverjum einasta degi skella milljónir steina á lofthjúpi jarðar. Þessir steinar eru þá nefndir loftsteinar (e. meteors). Langflestir þeirra eru smáir og eyðast áður en þeir ná til jarðar. Núningur þeirra við lofthjúpinn verður til þess að þeir hitna og fara jafnvel að glóa og brenna. Þá sjást þeir stundum sem ljósrák á himninum og í daglegu tali er það nefnt stjörnuhrap.

Steinarnir komast lengst niður ef þeir fara hægt, koma inn nærri láréttu, eru massamiklir og eðlisþungir.

Ef loftsteinarnir eru nógu massamiklir og eðlisþungir komast þeir í gegnum lofthjúpinn og falla til jarðar.[1] Þá er talað um hrapsteina (e. meteorite). Stundum er þó ekki gerður greinarmunur á hugtökunum loftsteinn og hrapsteinn.

Þyngsti loftsteinn sem fundist hefur á jörðinni er um 60 tonn. Hann er járnsteinn, en þeir eru um 5% loftsteina á jörðinni. Loftsteinninn fannst árið 1920 í Hoba West, þar sem nú er Namibía.

Loftsteinarnir sem komast í gegnum lofthjúpinn falla á víð og dreif um jörðina. Þar sem höf og vötn þekja um 70% af yfirborði jarðar er aðeins um 30% líkur á að þeir lendi á þurrlendi jarðar

Talið er að árlega nái um 500 lofsteinar í gegnum lofthjúp jarðar. Þá má áætla að um 150 loftsteinar (30%) falli á þurrlendi jarðar. Samanlögð stærð alls þurrlendis á jörðinni er um 148 milljón ferkílómetrar en stærð Íslands er um 100 þúsund ferkílómetrar. Þess vegna má gera ráð fyrir að um einn lofsteinn falli til jarðar á Íslandi á tíu ára fresti.

Lofsteinar hafa hins vegar aldrei fundist hér á landi. Ein ástæðan er væntanlega sú að flestir lofsteinar eru dökkir, eins og mest allt berg á Íslandi. Þess vegna er ekki líklegt að loftsteinn finnist hér á landi, innan um annað grjót. Um lofsteina sem lenda til dæmis á Suðurskautslandinu gegnir öðru máli, því þeir skera þeir sig úr hvítri ísbreiðunni.

Samkvæmt gagnagrunni um loftsteina hafa fundist rúmlega 66 þúsund loftsteinar á jörðinni, langflestir þeirra á Suðurskautslandinu, enda er landmassi þess um 14,2 milljón ferkílómetrar og aðstæður góðar til loftsteinaleitar. Aðeins hafa fundist 9 loftsteinar á Danmörku og 45 á Stóra-Bretlandi, svo dæmi séu nefnd.

Tilvísun:
  1. ^ Hraðinn skiptir líka máli, hægfara steinar eru líklegri til að ná til yfirborðs jarðar og einnig þeir sem koma inn nærri láréttu.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur þakkar Snæbirni Brynjarssyni fyrir að benda á villu í áætluðum fjölda loftsteina sem falla á Ísland.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.10.2021

Síðast uppfært

7.12.2023

Spyrjandi

Daníel Ísak Marinósson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hafa loftsteinar fundist á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 6. október 2021, sótt 13. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82509.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2021, 6. október). Hafa loftsteinar fundist á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82509

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hafa loftsteinar fundist á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2021. Vefsíða. 13. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82509>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa loftsteinar fundist á Íslandi?
Í sólkerfinu er fullt af grjóti og málmhnullungum sem kallast einu nafni geimgrýti. Margt af því kemur úr smástirnabelti sem er á milli Mars og Júpíters og einnig úr halastjörnum sem hafa sundrast.

Á hverjum einasta degi skella milljónir steina á lofthjúpi jarðar. Þessir steinar eru þá nefndir loftsteinar (e. meteors). Langflestir þeirra eru smáir og eyðast áður en þeir ná til jarðar. Núningur þeirra við lofthjúpinn verður til þess að þeir hitna og fara jafnvel að glóa og brenna. Þá sjást þeir stundum sem ljósrák á himninum og í daglegu tali er það nefnt stjörnuhrap.

Steinarnir komast lengst niður ef þeir fara hægt, koma inn nærri láréttu, eru massamiklir og eðlisþungir.

Ef loftsteinarnir eru nógu massamiklir og eðlisþungir komast þeir í gegnum lofthjúpinn og falla til jarðar.[1] Þá er talað um hrapsteina (e. meteorite). Stundum er þó ekki gerður greinarmunur á hugtökunum loftsteinn og hrapsteinn.

Þyngsti loftsteinn sem fundist hefur á jörðinni er um 60 tonn. Hann er járnsteinn, en þeir eru um 5% loftsteina á jörðinni. Loftsteinninn fannst árið 1920 í Hoba West, þar sem nú er Namibía.

Loftsteinarnir sem komast í gegnum lofthjúpinn falla á víð og dreif um jörðina. Þar sem höf og vötn þekja um 70% af yfirborði jarðar er aðeins um 30% líkur á að þeir lendi á þurrlendi jarðar

Talið er að árlega nái um 500 lofsteinar í gegnum lofthjúp jarðar. Þá má áætla að um 150 loftsteinar (30%) falli á þurrlendi jarðar. Samanlögð stærð alls þurrlendis á jörðinni er um 148 milljón ferkílómetrar en stærð Íslands er um 100 þúsund ferkílómetrar. Þess vegna má gera ráð fyrir að um einn lofsteinn falli til jarðar á Íslandi á tíu ára fresti.

Lofsteinar hafa hins vegar aldrei fundist hér á landi. Ein ástæðan er væntanlega sú að flestir lofsteinar eru dökkir, eins og mest allt berg á Íslandi. Þess vegna er ekki líklegt að loftsteinn finnist hér á landi, innan um annað grjót. Um lofsteina sem lenda til dæmis á Suðurskautslandinu gegnir öðru máli, því þeir skera þeir sig úr hvítri ísbreiðunni.

Samkvæmt gagnagrunni um loftsteina hafa fundist rúmlega 66 þúsund loftsteinar á jörðinni, langflestir þeirra á Suðurskautslandinu, enda er landmassi þess um 14,2 milljón ferkílómetrar og aðstæður góðar til loftsteinaleitar. Aðeins hafa fundist 9 loftsteinar á Danmörku og 45 á Stóra-Bretlandi, svo dæmi séu nefnd.

Tilvísun:
  1. ^ Hraðinn skiptir líka máli, hægfara steinar eru líklegri til að ná til yfirborðs jarðar og einnig þeir sem koma inn nærri láréttu.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur þakkar Snæbirni Brynjarssyni fyrir að benda á villu í áætluðum fjölda loftsteina sem falla á Ísland....