Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er rottukóngur?

Jón Már Halldórsson

Rottukóngur (e. rat king) kallast það þegar nokkrar (mismargar) rottur eru fastar saman á hölunum, hvort sem halarnir hafa flækst saman, frosið fastir eða límst saman vegna einhverra vessa, eins og saurs, drullu eða blóðs. Í langflestum tilfellum er um svartrottur (Rattus rattus) að ræða. Rottukóngur er afar sjaldgæft fyrirbæri og að sama skapi mjög lítið rannsakað. Talið er mögulegt að rottukóngur myndist þegar rottur þjappa sér saman í hreiðri eða litlu rými, til dæmis þegar þær halda á sér hita í köldu umhverfi. Flestir rottukóngar hafa einmitt fundist á veturna, aðallega í Þýskalandi en einnig í nágrannaríkjum svo sem í Eystrasaltslöndum.

Í hölum rotta, sem eru langir og mjög sveigjanlegir, seyta húðfrumur límkenndum efnum sem mögulega geta klístrast og frosið saman þegar kalt er. Matarleifar, saur, þvag eða blóð, geta hugsanlega einnig valdið því að halarnir klístrast og festast saman. Þegar dýrin verða þess svo vör að þau eru föst saman, reyna þau oft að losa sig og þá getur flækjan orðið enn meiri, jafnvel þannig að hnútur myndast sem ekki verður leystur.

Rottukóngur sem fannst í Eistlandi 2005. Upphaflega voru rotturnar 16 en þegar þær fundust voru aðeins 13 eftir heillegar.

Fyrr á tímum voru ýmsar skrautlegar og vafasamar skýringar á fyrirbærinu. Ein þeirra var sú að rotta hafi vísvísandi bundið sig við veikari rottu og neytt hana til að vinna að hreiðurgerð fyrir sig. Einnig var stundum talið að rottukóngur væri slæmur fyrirboði eða tengdur göldrum á einhvern hátt.

Eins og áður segir er rottukóngur afar sjaldgæft fyrirbæri en nýjasta þekkta tilvikið er frá október 2021. Þá fannst lifandi rottukóngur á sveitabæ í Pölva í Eistalandi. Rotturnar voru alls 13 talsins og þótti fundurinn merkilegur, ekki aðeins vegna þess hversu óalgengt þetta er heldur einnig að vegna þess að allar rotturnar voru á lífi. Rottukóngurinn var fluttur í háskólann í Tartu þar sem dýrin voru aflífuð en eiga svo að vera til sýnis á náttúrugripasafni skólans. Þess má geta eftir því sem best er vitað var þetta aðeins annar rottukóngurinn sem finnst á þessari öld, hinn fannst árið 2005 einnig í Eistlandi.

Íkornakóngur, fimm íkornar fastir saman á skottinu.

Samskonar fyrirbæri þekkist einnig meðal íkorna og kallast þá íkornakóngur. Eins og með rottukónginn er það þó sjaldgæft. Þá er venjulega um að ræða unga sem enn eru í hreiðri og klístrast saman á rófunni vegna trjákvoðu eða annarra efna eða rusls í hreiðrunum.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

24.11.2021

Spyrjandi

Arnór Veigar Árnason, Sveinn Ólafur Magnússon

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er rottukóngur?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2021, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82645.

Jón Már Halldórsson. (2021, 24. nóvember). Hvað er rottukóngur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82645

Jón Már Halldórsson. „Hvað er rottukóngur?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2021. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82645>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er rottukóngur?
Rottukóngur (e. rat king) kallast það þegar nokkrar (mismargar) rottur eru fastar saman á hölunum, hvort sem halarnir hafa flækst saman, frosið fastir eða límst saman vegna einhverra vessa, eins og saurs, drullu eða blóðs. Í langflestum tilfellum er um svartrottur (Rattus rattus) að ræða. Rottukóngur er afar sjaldgæft fyrirbæri og að sama skapi mjög lítið rannsakað. Talið er mögulegt að rottukóngur myndist þegar rottur þjappa sér saman í hreiðri eða litlu rými, til dæmis þegar þær halda á sér hita í köldu umhverfi. Flestir rottukóngar hafa einmitt fundist á veturna, aðallega í Þýskalandi en einnig í nágrannaríkjum svo sem í Eystrasaltslöndum.

Í hölum rotta, sem eru langir og mjög sveigjanlegir, seyta húðfrumur límkenndum efnum sem mögulega geta klístrast og frosið saman þegar kalt er. Matarleifar, saur, þvag eða blóð, geta hugsanlega einnig valdið því að halarnir klístrast og festast saman. Þegar dýrin verða þess svo vör að þau eru föst saman, reyna þau oft að losa sig og þá getur flækjan orðið enn meiri, jafnvel þannig að hnútur myndast sem ekki verður leystur.

Rottukóngur sem fannst í Eistlandi 2005. Upphaflega voru rotturnar 16 en þegar þær fundust voru aðeins 13 eftir heillegar.

Fyrr á tímum voru ýmsar skrautlegar og vafasamar skýringar á fyrirbærinu. Ein þeirra var sú að rotta hafi vísvísandi bundið sig við veikari rottu og neytt hana til að vinna að hreiðurgerð fyrir sig. Einnig var stundum talið að rottukóngur væri slæmur fyrirboði eða tengdur göldrum á einhvern hátt.

Eins og áður segir er rottukóngur afar sjaldgæft fyrirbæri en nýjasta þekkta tilvikið er frá október 2021. Þá fannst lifandi rottukóngur á sveitabæ í Pölva í Eistalandi. Rotturnar voru alls 13 talsins og þótti fundurinn merkilegur, ekki aðeins vegna þess hversu óalgengt þetta er heldur einnig að vegna þess að allar rotturnar voru á lífi. Rottukóngurinn var fluttur í háskólann í Tartu þar sem dýrin voru aflífuð en eiga svo að vera til sýnis á náttúrugripasafni skólans. Þess má geta eftir því sem best er vitað var þetta aðeins annar rottukóngurinn sem finnst á þessari öld, hinn fannst árið 2005 einnig í Eistlandi.

Íkornakóngur, fimm íkornar fastir saman á skottinu.

Samskonar fyrirbæri þekkist einnig meðal íkorna og kallast þá íkornakóngur. Eins og með rottukónginn er það þó sjaldgæft. Þá er venjulega um að ræða unga sem enn eru í hreiðri og klístrast saman á rófunni vegna trjákvoðu eða annarra efna eða rusls í hreiðrunum.

Heimildir og myndir:...