Sólin Sólin Rís 11:03 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:22 • Síðdegis: 18:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:09 • Síðdegis: 12:39 í Reykjavík

Er íslenska orðið bryggja skylt þýska orðinu brigg?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Er íslenska orðið bryggja tekið úr þýska orðinu „brigg“ sem er ákveðin tegund af segli?

Samkvæmt orðsifjabókum eru orðin bryggja og brigg ekki skyld. Brigg ‘tví- eða fleirmastrað seglskip’ er tökuorð í íslensku úr dönsku brig í sömu merkingu sem aftur er tekið að láni úr ensku brig. Enska orðið brig er stytting úr ítölsku brigantino ‘ræningjaskip’.

Briggskip við bryggju. Samkvæmt orðsifjabókum eru orðin bryggja og brigg ekki skyld.

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989: 87) merkir bryggja ‘garður eða langur pallur sem gengur út í sjó eða vatn og skip liggja við; landgöngubrú; upphleypt rönd á e-u’ og er sama orð og færeyska bryggja, nýnorska bryggje, sænska brygga, danska brygge; fornenska bryc, fornsaxneska bruggia og fornháþýska brucca (nýþýska Brücke). Sjá einnig Altnordisches etymologisches Wörterbuch eftir Jan de Vries.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.9.2022

Spyrjandi

Gunnar Smári Jóhannesson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er íslenska orðið bryggja skylt þýska orðinu brigg?“ Vísindavefurinn, 28. september 2022. Sótt 8. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=83715.

Guðrún Kvaran. (2022, 28. september). Er íslenska orðið bryggja skylt þýska orðinu brigg? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83715

Guðrún Kvaran. „Er íslenska orðið bryggja skylt þýska orðinu brigg?“ Vísindavefurinn. 28. sep. 2022. Vefsíða. 8. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83715>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er íslenska orðið bryggja skylt þýska orðinu brigg?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Er íslenska orðið bryggja tekið úr þýska orðinu „brigg“ sem er ákveðin tegund af segli?

Samkvæmt orðsifjabókum eru orðin bryggja og brigg ekki skyld. Brigg ‘tví- eða fleirmastrað seglskip’ er tökuorð í íslensku úr dönsku brig í sömu merkingu sem aftur er tekið að láni úr ensku brig. Enska orðið brig er stytting úr ítölsku brigantino ‘ræningjaskip’.

Briggskip við bryggju. Samkvæmt orðsifjabókum eru orðin bryggja og brigg ekki skyld.

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989: 87) merkir bryggja ‘garður eða langur pallur sem gengur út í sjó eða vatn og skip liggja við; landgöngubrú; upphleypt rönd á e-u’ og er sama orð og færeyska bryggja, nýnorska bryggje, sænska brygga, danska brygge; fornenska bryc, fornsaxneska bruggia og fornháþýska brucca (nýþýska Brücke). Sjá einnig Altnordisches etymologisches Wörterbuch eftir Jan de Vries.

Heimildir og mynd:...