Er íslenska orðið bryggja tekið úr þýska orðinu „brigg“ sem er ákveðin tegund af segli?Samkvæmt orðsifjabókum eru orðin bryggja og brigg ekki skyld. Brigg ‘tví- eða fleirmastrað seglskip’ er tökuorð í íslensku úr dönsku brig í sömu merkingu sem aftur er tekið að láni úr ensku brig. Enska orðið brig er stytting úr ítölsku brigantino ‘ræningjaskip’.

Briggskip við bryggju. Samkvæmt orðsifjabókum eru orðin bryggja og brigg ekki skyld.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. Orðsifjabókina má einnig finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum undir Málið.is.
- Jan de Vries. 1962. Altnordisches etymologisches Wörterbuch. E.J. Brill. Leiden.
- Mynd: The Brig Unicorn - Public Domain Pictures.net. (Sótt 11.7.2022).