Sólin Sólin Rís 03:31 • sest 23:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:43 • Sest 03:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:38 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:37 í Reykjavík

Er vitað hversu margar bjargdúfur eru hér á landi?

Jón Már Halldórsson

Bjargdúfur (Columba livia) urpu hér fyrst á Austfjörðum. Fyrst var varpið á Reyðarfirði, í Mjóafirði, á Eskifirði og í Berufirði. Síðar fór að bera á þeim á Síðunni austur af Kirkjubæjarklaustri og svo vestar, til dæmis í Mýrdalnum, undir Eyjafjöllin en einnig í Vestmannaeyjum og í Ölfusi. Aukin kornrækt er sjálfsagt meginskýringin á útbreiðsluaukningu bjargdúfunnar hér á landi en fuglinn er aðallega frææta og fer gjarnan í kornakra.

Bjargdúfa (Columba livia).

Samkvæmt heimasíðu Náttúrufræðistofnunar er stofninn talinn vera á bilinu 1000-2000 fuglar. Bjargdúfa er friðaður fugl samkvæmt lögum nr. 64/1994.

Bjargdúfur verpa í holum og klettum við sjó og einnig í hellum eða hellaskútum nærri sjó, samanber dúfnahelli sem er í fjallinu Hólmaborg í Reyðarfirði en þar má ætla að dúfur hafi verpt fyrr á tímum.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.4.2023

Spyrjandi

Sveinn Þorsteinsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er vitað hversu margar bjargdúfur eru hér á landi?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2023. Sótt 29. maí 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=83862.

Jón Már Halldórsson. (2023, 11. apríl). Er vitað hversu margar bjargdúfur eru hér á landi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83862

Jón Már Halldórsson. „Er vitað hversu margar bjargdúfur eru hér á landi?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2023. Vefsíða. 29. maí. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83862>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er vitað hversu margar bjargdúfur eru hér á landi?
Bjargdúfur (Columba livia) urpu hér fyrst á Austfjörðum. Fyrst var varpið á Reyðarfirði, í Mjóafirði, á Eskifirði og í Berufirði. Síðar fór að bera á þeim á Síðunni austur af Kirkjubæjarklaustri og svo vestar, til dæmis í Mýrdalnum, undir Eyjafjöllin en einnig í Vestmannaeyjum og í Ölfusi. Aukin kornrækt er sjálfsagt meginskýringin á útbreiðsluaukningu bjargdúfunnar hér á landi en fuglinn er aðallega frææta og fer gjarnan í kornakra.

Bjargdúfa (Columba livia).

Samkvæmt heimasíðu Náttúrufræðistofnunar er stofninn talinn vera á bilinu 1000-2000 fuglar. Bjargdúfa er friðaður fugl samkvæmt lögum nr. 64/1994.

Bjargdúfur verpa í holum og klettum við sjó og einnig í hellum eða hellaskútum nærri sjó, samanber dúfnahelli sem er í fjallinu Hólmaborg í Reyðarfirði en þar má ætla að dúfur hafi verpt fyrr á tímum.

Heimildir og mynd:

...