Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er hlutfall launakostnaðar af heildarútgjöldum fyrirtækja annars vegar og opinberra stofnana hins vegar, að meðaltali?

Þjóðhagsstofnun hefur áætlað að árið 1998 hafi útgjöld vegna launa verið 69% af útgjöldum hins opinbera til þess sem kallað er samneysla. Samneysla er í grófum dráttum kaup hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) á vörum og þjónustu þannig að í þessu eru ekki öll ríkisútgjöld. Skiptir mestu að útgjöld vegna ýmiss konar bóta, til dæmis úr almannatryggingarkerfinu, eru ekki meðtalin. Þetta hlutfall hefur lítið breyst undanfarin ár en þó farið hækkandi smátt og smátt frá 1990 þegar það var 61,4%.

Þjóðhagsstofnun hefur einnig reiknað út launakostnað fyrirtækja almennt og í úrtaki ríflega sex þúsund fyrirtækja fyrir árið 1997 kom í ljós að laun og launatengd gjöld voru að meðaltali um 20,3% af tekjum fyrirtækjanna. Þessi tala er þó ekki mjög lýsandi um mikilvægi launa í útgjöldum fyrirtækja því að þetta tekur einungis til vinnu starfsmanna viðkomandi fyrirtækis. Þegar fyrirtæki kaupir vöru eða þjónustu af öðru fyrirtæki er það að hluta að kaupa vinnu starfsmanna fyrirtækisins sem selur en slík kaup teljast ekki kaup á vinnu heldur kaup á hráefni í þessu samhengi.

Heimildir:
  • Búskapur hins opinbera 1990-1998, töfluhefti. Þjóðhagsstofnun [var lögð niður hinn 1. júlí 2002 og verkefni hennar færð til Hagstofu Íslands og fjármálaráðuneytisins].
  • Ársreikningar fyrirtækja 1996-1997. Þjóðhagsstofnun.

Mynd:

Útgáfudagur

21.8.2000

Spyrjandi

Brynhildur Jónsdóttir

Höfundur

Gylfi Magnússon

dósent í hagfræði við HÍ

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvert er hlutfall launakostnaðar af heildarútgjöldum fyrirtækja annars vegar og opinberra stofnana hins vegar, að meðaltali?“ Vísindavefurinn, 21. ágúst 2000. Sótt 13. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=840.

Gylfi Magnússon. (2000, 21. ágúst). Hvert er hlutfall launakostnaðar af heildarútgjöldum fyrirtækja annars vegar og opinberra stofnana hins vegar, að meðaltali? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=840

Gylfi Magnússon. „Hvert er hlutfall launakostnaðar af heildarútgjöldum fyrirtækja annars vegar og opinberra stofnana hins vegar, að meðaltali?“ Vísindavefurinn. 21. ágú. 2000. Vefsíða. 13. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=840>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Viðar Guðmundsson

1955

Viðar Guðmundsson er prófessor í eðlisfræði við HÍ. Rannsóknir Viðars hafa snúist um líkanagerð af ýmsum eiginleikum rafeindakerfa í skertum víddum í manngerðum hálfleiðurum.