Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er hraunið sem kom upp í Geldingadölum gamalt?

JGÞ

Aldur hrauna miðast við þann tíma sem liðinn er frá því hraunin runnu á yfirborði jarðar.[1] Gosið í Geldingadölum hófst 19. mars 2021 og því lauk um sex mánuðum síðar. Hraunið er því aðeins um eins árs gamalt þegar þetta svar er skrifað.

Ekki þarf að beita neinum sérstökum aðferðum til að aldursgreina hraun sem runnið hafa nýlega á jörðinni, enda er saga þeirra yfirleitt skráð jafnóðum og hún á sér stað. Hraun sem runnu áður en sögur hófust þarf hins vegar að aldursgreina, vilji menn vita aldur þeirra. Það er gert með aðferð sem nýtir sér geislavirkar samsætur í lífrænu efni.

Aldur hrauna miðast við þann tíma sem liðinn er frá því hraunin runnu á yfirborði jarðar.

Þegar hraun renna yfir lífrænt efni, eins og jurtaleifar, varðveitast leifarnar í hrauninu. Svonefnd kolefnissamsæta (C-14) sem finnst í jurtaleifum er geislavirk og geislunina er hægt að mæla. Hún minnkar reglulega með aldri og þannig er hægt aldursgreina sýnið og þar með tímasetja hvenær hraunið, sem leifarnar finnast í, rann. Nánari útskýringu á þessari aðferð er að finna í svörum við spurningum Hversu áreiðanlegar eru aldursgreiningar innan jarðfræðinnar? og Hvað er kolefnisár?

Tilvísun:
  1. ^ Kannski var spyrjandi að velta fyrir sér hvort eitthvað væri hægt að segja til um „aldur“ kvikunnar í tengslum við dýpið sem hún kom af. Svar við þeirri spurningu bíður betri tíma en þeim sem hafa áhuga á slíkum vangaveltum er bent á svar Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað viðheldur hita í möttli jarðar og mun kvikan þar einhvern tíma klárast?

Mynd:
  • JGÞ. Myndin er tekin 16. maí 2021.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.11.2022

Spyrjandi

Guðmann

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er hraunið sem kom upp í Geldingadölum gamalt?“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2022, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84081.

JGÞ. (2022, 2. nóvember). Hvað er hraunið sem kom upp í Geldingadölum gamalt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84081

JGÞ. „Hvað er hraunið sem kom upp í Geldingadölum gamalt?“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2022. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84081>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er hraunið sem kom upp í Geldingadölum gamalt?
Aldur hrauna miðast við þann tíma sem liðinn er frá því hraunin runnu á yfirborði jarðar.[1] Gosið í Geldingadölum hófst 19. mars 2021 og því lauk um sex mánuðum síðar. Hraunið er því aðeins um eins árs gamalt þegar þetta svar er skrifað.

Ekki þarf að beita neinum sérstökum aðferðum til að aldursgreina hraun sem runnið hafa nýlega á jörðinni, enda er saga þeirra yfirleitt skráð jafnóðum og hún á sér stað. Hraun sem runnu áður en sögur hófust þarf hins vegar að aldursgreina, vilji menn vita aldur þeirra. Það er gert með aðferð sem nýtir sér geislavirkar samsætur í lífrænu efni.

Aldur hrauna miðast við þann tíma sem liðinn er frá því hraunin runnu á yfirborði jarðar.

Þegar hraun renna yfir lífrænt efni, eins og jurtaleifar, varðveitast leifarnar í hrauninu. Svonefnd kolefnissamsæta (C-14) sem finnst í jurtaleifum er geislavirk og geislunina er hægt að mæla. Hún minnkar reglulega með aldri og þannig er hægt aldursgreina sýnið og þar með tímasetja hvenær hraunið, sem leifarnar finnast í, rann. Nánari útskýringu á þessari aðferð er að finna í svörum við spurningum Hversu áreiðanlegar eru aldursgreiningar innan jarðfræðinnar? og Hvað er kolefnisár?

Tilvísun:
  1. ^ Kannski var spyrjandi að velta fyrir sér hvort eitthvað væri hægt að segja til um „aldur“ kvikunnar í tengslum við dýpið sem hún kom af. Svar við þeirri spurningu bíður betri tíma en þeim sem hafa áhuga á slíkum vangaveltum er bent á svar Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað viðheldur hita í möttli jarðar og mun kvikan þar einhvern tíma klárast?

Mynd:
  • JGÞ. Myndin er tekin 16. maí 2021.
...