Sólin Sólin Rís 07:27 • sest 19:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:21 • Sest 05:17 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 17:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:00 í Reykjavík

Hvað er Code civil í frönskum lögum?

JGÞ

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hæ getur einhver sagt mér frá Code civil í Frakklandi á sínum tíma. Ég hef mikinn áhuga en virðist ekki finna neitt nema á frönsku og ensku og á erfitt með að skilja það.

Áður en Napóleon Bónaparte varð keisari Frakklands (1804-1815) gegndi hann stöðu fyrsta konsúls franska ríkisins. Eitt af verkum hans þá var að skipa fyrir að lög Frakklands yrðu samræmd í einni lögbók en áður hafði hvert hérað í Frakklandi haft sín eigin lög. Þessi samræmda lögbók kallast á frönsku Code civil des Français (oft stytt sem Code civil) og stundum er einnig vísað til hennar sem Code Napoléon. Á íslensku gengur lagasafnið oftast undir heitinu franska lögbókin eða franska borgaralögbókin. Hún kom fyrst út árið 1804 og einn af höfuðkostum bókarinnar þykir vera skýrt og skiljanlegt mál.

Code civil des Français er fyrsta samræmda lögbók Frakka. Franska lögbókin kom fyrst út árið 1804 og í henni voru ýmsar hugmyndir upplýsingastefnunnar festar í sessi.

Í frönsku lögbókinni eru ýmsar hugmyndir upplýsingastefnunnar festar í sessi, meðal annars var styrkari stoðum skotið undir réttindi kvenna en áður hafði þekkst. Aðrar réttarfarsreglur voru einnig teknar upp sem þóttu til mikilla bóta.

Svona lýsir Sverrir Kristjánsson lögbókinni í grein frá árinu 1970:

Í sumum efnum breytti Napóleon frumdrögum lögbókarinnar í afturhaldssama átt, einkum að því er varðaði sifjaréttinn, ákvæði um hjónaskilnað, um réttindi óskilgetinna barna, um vald föður yfir börnum og eiginkonu. En þau grundvallarréttindi, er byltingin hafði skapað, héldust óskert: borgaralegt jafnfrétti fyrir lögum, borgaralegur eignarréttur, afnám lénsánauðar og lénskvaða, atvinnufrelsi, samvizku- og trúfrelsi - allt var þetta staðfest í hinni nýju lögbók. Hún hefur haft geysileg áhrif á réttarfar þjóða og ríkja um gervallan heiminn, þegar undan eru skilin lönd engilsaxneskra þjóða.

Franska borgaralögbókin er á meðal þekktustu lögbóka veraldar og hún hefur haft mikil áhrif á rétt annarra þjóða, til að mynda á sviði samningaréttar og einkamálaréttarfars. Margt úr lögbókinni er enn að finna í frönskum lögum, sumt að vísu í endurbættri mynd. Páll Sigurðsson, prófessor emeritus við Lagadeild HÍ, hefur skrifað um lögbókina í riti sínu Lagaþættir II: Greinar af ýmsum réttarsviðum.

Frekara lesefni:
  • Andvari - Tímarit.is. (Sótt 11.10.2022).
  • Páll Sigurðsson, Lagaþættir II: Greinar af ýmsum réttarsviðum, Háskólaútgáfan, 1993.

Mynd:

Höfundur þakkar Baldri S. Blöndal, M.A.-nema í lögfræði við HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.10.2022

Spyrjandi

Helga Diljá Jörundsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er Code civil í frönskum lögum?“ Vísindavefurinn, 17. október 2022. Sótt 28. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=84186.

JGÞ. (2022, 17. október). Hvað er Code civil í frönskum lögum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84186

JGÞ. „Hvað er Code civil í frönskum lögum?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2022. Vefsíða. 28. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84186>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er Code civil í frönskum lögum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hæ getur einhver sagt mér frá Code civil í Frakklandi á sínum tíma. Ég hef mikinn áhuga en virðist ekki finna neitt nema á frönsku og ensku og á erfitt með að skilja það.

Áður en Napóleon Bónaparte varð keisari Frakklands (1804-1815) gegndi hann stöðu fyrsta konsúls franska ríkisins. Eitt af verkum hans þá var að skipa fyrir að lög Frakklands yrðu samræmd í einni lögbók en áður hafði hvert hérað í Frakklandi haft sín eigin lög. Þessi samræmda lögbók kallast á frönsku Code civil des Français (oft stytt sem Code civil) og stundum er einnig vísað til hennar sem Code Napoléon. Á íslensku gengur lagasafnið oftast undir heitinu franska lögbókin eða franska borgaralögbókin. Hún kom fyrst út árið 1804 og einn af höfuðkostum bókarinnar þykir vera skýrt og skiljanlegt mál.

Code civil des Français er fyrsta samræmda lögbók Frakka. Franska lögbókin kom fyrst út árið 1804 og í henni voru ýmsar hugmyndir upplýsingastefnunnar festar í sessi.

Í frönsku lögbókinni eru ýmsar hugmyndir upplýsingastefnunnar festar í sessi, meðal annars var styrkari stoðum skotið undir réttindi kvenna en áður hafði þekkst. Aðrar réttarfarsreglur voru einnig teknar upp sem þóttu til mikilla bóta.

Svona lýsir Sverrir Kristjánsson lögbókinni í grein frá árinu 1970:

Í sumum efnum breytti Napóleon frumdrögum lögbókarinnar í afturhaldssama átt, einkum að því er varðaði sifjaréttinn, ákvæði um hjónaskilnað, um réttindi óskilgetinna barna, um vald föður yfir börnum og eiginkonu. En þau grundvallarréttindi, er byltingin hafði skapað, héldust óskert: borgaralegt jafnfrétti fyrir lögum, borgaralegur eignarréttur, afnám lénsánauðar og lénskvaða, atvinnufrelsi, samvizku- og trúfrelsi - allt var þetta staðfest í hinni nýju lögbók. Hún hefur haft geysileg áhrif á réttarfar þjóða og ríkja um gervallan heiminn, þegar undan eru skilin lönd engilsaxneskra þjóða.

Franska borgaralögbókin er á meðal þekktustu lögbóka veraldar og hún hefur haft mikil áhrif á rétt annarra þjóða, til að mynda á sviði samningaréttar og einkamálaréttarfars. Margt úr lögbókinni er enn að finna í frönskum lögum, sumt að vísu í endurbættri mynd. Páll Sigurðsson, prófessor emeritus við Lagadeild HÍ, hefur skrifað um lögbókina í riti sínu Lagaþættir II: Greinar af ýmsum réttarsviðum.

Frekara lesefni:
  • Andvari - Tímarit.is. (Sótt 11.10.2022).
  • Páll Sigurðsson, Lagaþættir II: Greinar af ýmsum réttarsviðum, Háskólaútgáfan, 1993.

Mynd:

Höfundur þakkar Baldri S. Blöndal, M.A.-nema í lögfræði við HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar....