Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er að vera dannaður og hver er uppruni orðsins?

Guðrún Kvaran

Lýsingarorðið dannaður er tökuorð úr dönsku, dannet, (sjá til dæmis Den danske ordbog á vefnum ordnet.dk) og var mest notað á 19. öld. Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu (2002:205) er skýringin „sem kann að haga sér á heimsvísu, hefur tamið sér siði og hætti heldra fólks (einkum embættis- og borgarastéttar í útlöndum eða í kaupstöðum), sem er háttvís og kurteis og kann sig í samræðum og umgengni“.

Dannað fólk í afmæliskvöldverði til heiðurs Mark Twain í New York 1905.

Hér eru tvö dæmi úr Ritmálssafni Orðabókar Háskólans, hið fyrra úr Árbók Þingeyinga úr texta frá 1873 en hið síðara úr Víkverja 1874:
þá hefðir þú átt að fara hingað til Hafnar og útdannast á margan veg, því að kunna og þekkja fátt og koma á meðal dannaðra, það er engin sæla.

„Sauðsvartir“ almúgamenn heita Jón, Pétr og Sigurðr, og vér sem eru „forframaðir“ og „dannaðir“, getum eigi verið þekktir fyrir að heita slíkum nöfnum.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

9.2.2023

Spyrjandi

Guðbjörn Margeirsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er að vera dannaður og hver er uppruni orðsins?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2023, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84230.

Guðrún Kvaran. (2023, 9. febrúar). Hvað er að vera dannaður og hver er uppruni orðsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84230

Guðrún Kvaran. „Hvað er að vera dannaður og hver er uppruni orðsins?“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2023. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84230>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er að vera dannaður og hver er uppruni orðsins?
Lýsingarorðið dannaður er tökuorð úr dönsku, dannet, (sjá til dæmis Den danske ordbog á vefnum ordnet.dk) og var mest notað á 19. öld. Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu (2002:205) er skýringin „sem kann að haga sér á heimsvísu, hefur tamið sér siði og hætti heldra fólks (einkum embættis- og borgarastéttar í útlöndum eða í kaupstöðum), sem er háttvís og kurteis og kann sig í samræðum og umgengni“.

Dannað fólk í afmæliskvöldverði til heiðurs Mark Twain í New York 1905.

Hér eru tvö dæmi úr Ritmálssafni Orðabókar Háskólans, hið fyrra úr Árbók Þingeyinga úr texta frá 1873 en hið síðara úr Víkverja 1874:
þá hefðir þú átt að fara hingað til Hafnar og útdannast á margan veg, því að kunna og þekkja fátt og koma á meðal dannaðra, það er engin sæla.

„Sauðsvartir“ almúgamenn heita Jón, Pétr og Sigurðr, og vér sem eru „forframaðir“ og „dannaðir“, getum eigi verið þekktir fyrir að heita slíkum nöfnum.

Heimildir og mynd:

...