Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hversu margar margæsir dvelja hér á leið sinni til og frá varpstöðva?

Jón Már Halldórsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Við hjónin höfum fylgst með fuglalífi á Álftanesinu, ekki síst viðkomu margæsa á vorin og aftur á haustin. Það komu allstórir flokkar margæsa í vor en óvenjulega fáir í haust frá varpstöðunum. Kunnið þið einhvern frekari deili á þessu, eða misstum við bara af þessu? Hversu stór er stofn margæsa?

Í stuttu máli þá er talið að stofn margæsa sem fer um Ísland að hausti á leið frá varpstöðvum að vetrarstöðvum sé um 40.000 fuglar. Höfundur fann engar upplýsingar um að óvenju fáar margæsir hafi haft viðdvöl á Íslandi haustið 2022 en það útilokar þó ekki að slíkt hafi verið raunin.

Margæs (Branta bernicla hrota).

Á Fuglavefnum er margæs lýst á eftirfarandi hátt:

lítil „svört“ gæs, mun minni en helsingi og minnsta gæsin sem sést á Íslandi. Hefur sótsvart höfuð, háls og bringu, hvítar rákir á hálshliðum og dökkt brúngrátt bak og vængi. Kviður og síður eru ljósgrá, aftanverðar síður rákóttar. Ungfugl er án ráka á hálshliðum og gráleitur á síðum.

Margæsir verpa í heimskautalöndunum nánast allt í kringum norðurhvel jarðar. Þær eru oft greindar í þrjár undirtegundir.

Branta bernicla bernicla sem kalla mætti kviðdökku undirtegundina (e. Dark-bellied Brant). Þessi undirtegund verpir nyrst í Síberíu en hefur veturdvöl við suðurhluta Norðursjávar, í norðvesturhluta Frakklands og á Englandi.

Branta bernicla nigricans sem kalla mætti svörtu undirtegundina (e. Black-bellied Brant). Varpstöðvar hennar eru í norðausturhluta Síberíu, Vestur- og Norður-Alaska og Norðvestur-Kanada. Utan varptíma heldur hún sig við vesturströnd Norður-Ameríku frá suðurhluta Alaska suður til Kaliforníu en einnig á svæðum við Kyrrahafsströnd Asíu, Japan, Kóreu og Norðuraustur-Kína.

Branta bernicla hrota sem gjarnan er vísað til sem kviðljósu undirtegundarinnar (e. Pale-bellied Brant). Af þessari tegund eru að minnsta kosti þrír stofnar. Einn stofn verpir á Spitsbergen og Franz Josef-landi en dvelur á veturna á Bretlandseyjum og í Danmörku. Annar stofn verpir á heimskautasvæði Kanada en á vetrarstöðvar við Atlantshafsströnd Norður-Ameríku. Þriðji stofninn á varpstöðvar á Norður-Grænlandi og heimskautasvæðum í norðausturhluta Kanada en vetrarstöðvar eru á Írlandi og vestast á Bretlandi.

Það eru einmitt margæsir í þessum síðastnefnda stofni sem hafa viðkoma hér á landi á leið milli varpsvæða og vetrarstöðva. Þær stoppa á Íslandi í allt að tvo mánuði í apríl og maí, lengur en flestir aðrir fuglar sem fara hér um.

Margæs er meiri sjófugl en aðrar gæsir eins og heitið gefur til kynna.

Margæsirnar halda sig helst við Breiðafjörð og Faxaflóa og er túnið á Bessastöðum þekktasti viðkomustaður þeirra. Þær nota tímann á Íslandi til þess að safna orkuforða fyrir krefjandi flugið yfir Grænlandsjökul en leiðin frá Íslandi að varpstöðvunum er um 3000 km. Þær sjást svo aftur á Íslandi í september og október á leið sinni til vetrarstöðvanna. Þess má geta að dæmi er um að margæs hafi ákveðið að sleppa við það mikla erfiði sem fylgir því að fljúga þessa krefjandi leið yfir jökulinn en 2018 fannst margæsahreiður í Bessastaðanesi.

Talið er að heildstofnstærð margæsa sé um 490.000 fuglar en ekki er auðvelt að finna upplýsingar um stöðu einstakra deilitegunda eða stofna. Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands segir að stofnstærð margæsa sem fara um Íslands hafi verið talinn um 37.000 fuglar haustið 2016 en jafnframt tekið fram að fjöldinn velti á varpárgangi sem getur verið mjög misjafn frá ári til árs. Á vef Náttúruminjasafn Íslands er sagt að stofninn telji um 40.000 fugla að hausti en ekki kemur fram hvaða ár er miðað við.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.5.2023

Spyrjandi

Stefán Guðsteinsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hversu margar margæsir dvelja hér á leið sinni til og frá varpstöðva?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2023. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=84396.

Jón Már Halldórsson. (2023, 12. maí). Hversu margar margæsir dvelja hér á leið sinni til og frá varpstöðva? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84396

Jón Már Halldórsson. „Hversu margar margæsir dvelja hér á leið sinni til og frá varpstöðva?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2023. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84396>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu margar margæsir dvelja hér á leið sinni til og frá varpstöðva?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Við hjónin höfum fylgst með fuglalífi á Álftanesinu, ekki síst viðkomu margæsa á vorin og aftur á haustin. Það komu allstórir flokkar margæsa í vor en óvenjulega fáir í haust frá varpstöðunum. Kunnið þið einhvern frekari deili á þessu, eða misstum við bara af þessu? Hversu stór er stofn margæsa?

Í stuttu máli þá er talið að stofn margæsa sem fer um Ísland að hausti á leið frá varpstöðvum að vetrarstöðvum sé um 40.000 fuglar. Höfundur fann engar upplýsingar um að óvenju fáar margæsir hafi haft viðdvöl á Íslandi haustið 2022 en það útilokar þó ekki að slíkt hafi verið raunin.

Margæs (Branta bernicla hrota).

Á Fuglavefnum er margæs lýst á eftirfarandi hátt:

lítil „svört“ gæs, mun minni en helsingi og minnsta gæsin sem sést á Íslandi. Hefur sótsvart höfuð, háls og bringu, hvítar rákir á hálshliðum og dökkt brúngrátt bak og vængi. Kviður og síður eru ljósgrá, aftanverðar síður rákóttar. Ungfugl er án ráka á hálshliðum og gráleitur á síðum.

Margæsir verpa í heimskautalöndunum nánast allt í kringum norðurhvel jarðar. Þær eru oft greindar í þrjár undirtegundir.

Branta bernicla bernicla sem kalla mætti kviðdökku undirtegundina (e. Dark-bellied Brant). Þessi undirtegund verpir nyrst í Síberíu en hefur veturdvöl við suðurhluta Norðursjávar, í norðvesturhluta Frakklands og á Englandi.

Branta bernicla nigricans sem kalla mætti svörtu undirtegundina (e. Black-bellied Brant). Varpstöðvar hennar eru í norðausturhluta Síberíu, Vestur- og Norður-Alaska og Norðvestur-Kanada. Utan varptíma heldur hún sig við vesturströnd Norður-Ameríku frá suðurhluta Alaska suður til Kaliforníu en einnig á svæðum við Kyrrahafsströnd Asíu, Japan, Kóreu og Norðuraustur-Kína.

Branta bernicla hrota sem gjarnan er vísað til sem kviðljósu undirtegundarinnar (e. Pale-bellied Brant). Af þessari tegund eru að minnsta kosti þrír stofnar. Einn stofn verpir á Spitsbergen og Franz Josef-landi en dvelur á veturna á Bretlandseyjum og í Danmörku. Annar stofn verpir á heimskautasvæði Kanada en á vetrarstöðvar við Atlantshafsströnd Norður-Ameríku. Þriðji stofninn á varpstöðvar á Norður-Grænlandi og heimskautasvæðum í norðausturhluta Kanada en vetrarstöðvar eru á Írlandi og vestast á Bretlandi.

Það eru einmitt margæsir í þessum síðastnefnda stofni sem hafa viðkoma hér á landi á leið milli varpsvæða og vetrarstöðva. Þær stoppa á Íslandi í allt að tvo mánuði í apríl og maí, lengur en flestir aðrir fuglar sem fara hér um.

Margæs er meiri sjófugl en aðrar gæsir eins og heitið gefur til kynna.

Margæsirnar halda sig helst við Breiðafjörð og Faxaflóa og er túnið á Bessastöðum þekktasti viðkomustaður þeirra. Þær nota tímann á Íslandi til þess að safna orkuforða fyrir krefjandi flugið yfir Grænlandsjökul en leiðin frá Íslandi að varpstöðvunum er um 3000 km. Þær sjást svo aftur á Íslandi í september og október á leið sinni til vetrarstöðvanna. Þess má geta að dæmi er um að margæs hafi ákveðið að sleppa við það mikla erfiði sem fylgir því að fljúga þessa krefjandi leið yfir jökulinn en 2018 fannst margæsahreiður í Bessastaðanesi.

Talið er að heildstofnstærð margæsa sé um 490.000 fuglar en ekki er auðvelt að finna upplýsingar um stöðu einstakra deilitegunda eða stofna. Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands segir að stofnstærð margæsa sem fara um Íslands hafi verið talinn um 37.000 fuglar haustið 2016 en jafnframt tekið fram að fjöldinn velti á varpárgangi sem getur verið mjög misjafn frá ári til árs. Á vef Náttúruminjasafn Íslands er sagt að stofninn telji um 40.000 fugla að hausti en ekki kemur fram hvaða ár er miðað við.

Heimildir og myndir:

...