Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Hvenær er birting þessa dagana og sólarupprás?

Þorsteinn VilhjálmssonÍ dag, 22. ágúst árið 2000, var birting í Reykjavík klukkan 4:42 og sólarupprás klukkan 5:41. Báðar þessar tímasetningar færast núna um 3-4 mínútur á dag fram eftir morgninum. Sólarlag verður klukkan 21:18 og myrkur klukkan 22:16. Þær tímasetningar færast ívið hraðar núna eða yfirleitt um 4 mínútur á dag aftur á bak, þannig að þetta gerist sífellt fyrr á kvöldinu. Nóttin er því að lengjast um 7-8 mínútur með hverjum sólarhring og dagurinn að styttast sem því nemur.

Sólristíminn breytist hægast í desember og fyrri hluta janúar annars vegar og í júní og fyrri hluta júlí hins vegar, enda skiptir breytingin um stefnu við sólstöður. Þegar kominn er 10. júlí er færsla sólaruppkomunnar þó orðin um 3 mínútur á dag og daglega breytingin helst furðu stöðug eftir það. Þannig er breytingin í hverjum mánuði um það bil ein og hálf klukkustund allar götur fram í desember.

Lengsti dagur hér í Reykjavík, miðað við sólris og sólsetur samkvæmt framansögðu, er um 21 klst. og 10 mínútur og sá stysti er um það bil 4 klst. og 10 mínútur. Styttingin skiptist furðu jafnt á mánuðina frá júlí til nóvember.

Ef við athugum á hinn bóginn hvernig hádegissólin lækkar á lofti frá degi til dags, þá lítur myndin dálítið öðru vísi út. Dagleg breyting á sólarhæð er afar hæg á fyrstu vikunum eftir sumarsólstöður en vex síðan hægt og hægt og verður greinilega örust kringum haustjafndægur. Þetta vissu forfeður okkar allsnemma því að um það er fjallað í svokallaðri Odda tölu sem er talin vera frá því um miðja 12. öld. Hún er kennd við Stjörnu-Odda Helgason og eru hugmyndir hans um breytingar á sólarhæð yfir árið sýndar hér á línuriti og bornar saman við raunveruleikann.

Fyrrnefndar tölur um sólargang eru teknar eftir Almanaki Háskólans fyrir Ísland um árið 2000. Þar er beitt eftirfarandi skilgreiningu:
Birting og myrkur reiknast þegar sólmiðjan er 6° undir sjónbaug, en það er nálægt mörkum þess að verkljóst sé úti við. Sólris og sólarlag telst þegar efri rönd sólar sýnist vera við sjónbaug, og er þá reiknað með að ljósbrot í andrúmsloftinu nemi 0,6° (bls. 3).
Margir hefðu ef til vill haldið að stysti dagur og stysta nótt væru jafnlöng, og eins lengsti dagur og lengsta nótt, svo og að dagur og nótt væru nákvæmlega jafnlöng á jafndægrum. Svo er hins vegar ekki samkvæmt þessari skilgreiningu þar sem sólris og sólsetur miðast við efri rönd sólar í stað sólarmiðju og auk þess þarf að taka tillit til ljósbrotsins, en hvorttveggja lengir daginn og styttir nóttina. Þessi atriði eru sérstaklega þung á metunum hér á norðurslóðum vegna þess að sólargangur við sjónbaug er ekki nærri því eins brattur og þegar nær dregur miðbaug jarðar. Sólarhæðin breytist því miklu hægar við sjónbaug hér um slóðir en í heitari löndum.

Enn má geta þess að talað er um dögun og dagsetur þegar sól er 18° undir sjónbaug, en þá byrjar að bjarma af degi á morgnana og himinn verður aldimmur á kvöldin. Talað er um bjartar nætur þegar sól fer ekki svona langt niður fyrir sjónbaug á nóttunni. Það tímabil varir í Reykjavík frá því um miðjan apríl og fram í septemberbyrjun en á Norðurlandi og Vestfjörðum er þessi tími um það bil viku lengri í hvorn enda. Þetta er sýnt nánar viku fyrir viku í sérstökum töflum í Almanakinu sem áður var getið, og í sömu töflum eru sýndar breytingar á sólarhæð sem lýst var hér á undan.


Mynd: NASA: Solar System

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

22.8.2000

Spyrjandi

Tryggvi Þorsteinsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvenær er birting þessa dagana og sólarupprás?“ Vísindavefurinn, 22. ágúst 2000. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=845.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 22. ágúst). Hvenær er birting þessa dagana og sólarupprás? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=845

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvenær er birting þessa dagana og sólarupprás?“ Vísindavefurinn. 22. ágú. 2000. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=845>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær er birting þessa dagana og sólarupprás?


Í dag, 22. ágúst árið 2000, var birting í Reykjavík klukkan 4:42 og sólarupprás klukkan 5:41. Báðar þessar tímasetningar færast núna um 3-4 mínútur á dag fram eftir morgninum. Sólarlag verður klukkan 21:18 og myrkur klukkan 22:16. Þær tímasetningar færast ívið hraðar núna eða yfirleitt um 4 mínútur á dag aftur á bak, þannig að þetta gerist sífellt fyrr á kvöldinu. Nóttin er því að lengjast um 7-8 mínútur með hverjum sólarhring og dagurinn að styttast sem því nemur.

Sólristíminn breytist hægast í desember og fyrri hluta janúar annars vegar og í júní og fyrri hluta júlí hins vegar, enda skiptir breytingin um stefnu við sólstöður. Þegar kominn er 10. júlí er færsla sólaruppkomunnar þó orðin um 3 mínútur á dag og daglega breytingin helst furðu stöðug eftir það. Þannig er breytingin í hverjum mánuði um það bil ein og hálf klukkustund allar götur fram í desember.

Lengsti dagur hér í Reykjavík, miðað við sólris og sólsetur samkvæmt framansögðu, er um 21 klst. og 10 mínútur og sá stysti er um það bil 4 klst. og 10 mínútur. Styttingin skiptist furðu jafnt á mánuðina frá júlí til nóvember.

Ef við athugum á hinn bóginn hvernig hádegissólin lækkar á lofti frá degi til dags, þá lítur myndin dálítið öðru vísi út. Dagleg breyting á sólarhæð er afar hæg á fyrstu vikunum eftir sumarsólstöður en vex síðan hægt og hægt og verður greinilega örust kringum haustjafndægur. Þetta vissu forfeður okkar allsnemma því að um það er fjallað í svokallaðri Odda tölu sem er talin vera frá því um miðja 12. öld. Hún er kennd við Stjörnu-Odda Helgason og eru hugmyndir hans um breytingar á sólarhæð yfir árið sýndar hér á línuriti og bornar saman við raunveruleikann.

Fyrrnefndar tölur um sólargang eru teknar eftir Almanaki Háskólans fyrir Ísland um árið 2000. Þar er beitt eftirfarandi skilgreiningu:
Birting og myrkur reiknast þegar sólmiðjan er 6° undir sjónbaug, en það er nálægt mörkum þess að verkljóst sé úti við. Sólris og sólarlag telst þegar efri rönd sólar sýnist vera við sjónbaug, og er þá reiknað með að ljósbrot í andrúmsloftinu nemi 0,6° (bls. 3).
Margir hefðu ef til vill haldið að stysti dagur og stysta nótt væru jafnlöng, og eins lengsti dagur og lengsta nótt, svo og að dagur og nótt væru nákvæmlega jafnlöng á jafndægrum. Svo er hins vegar ekki samkvæmt þessari skilgreiningu þar sem sólris og sólsetur miðast við efri rönd sólar í stað sólarmiðju og auk þess þarf að taka tillit til ljósbrotsins, en hvorttveggja lengir daginn og styttir nóttina. Þessi atriði eru sérstaklega þung á metunum hér á norðurslóðum vegna þess að sólargangur við sjónbaug er ekki nærri því eins brattur og þegar nær dregur miðbaug jarðar. Sólarhæðin breytist því miklu hægar við sjónbaug hér um slóðir en í heitari löndum.

Enn má geta þess að talað er um dögun og dagsetur þegar sól er 18° undir sjónbaug, en þá byrjar að bjarma af degi á morgnana og himinn verður aldimmur á kvöldin. Talað er um bjartar nætur þegar sól fer ekki svona langt niður fyrir sjónbaug á nóttunni. Það tímabil varir í Reykjavík frá því um miðjan apríl og fram í septemberbyrjun en á Norðurlandi og Vestfjörðum er þessi tími um það bil viku lengri í hvorn enda. Þetta er sýnt nánar viku fyrir viku í sérstökum töflum í Almanakinu sem áður var getið, og í sömu töflum eru sýndar breytingar á sólarhæð sem lýst var hér á undan.


Mynd: NASA: Solar System...