Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Er það rétt að orðin mæðgur, mæðgin og feðgar, feðgin, séu aðeins til í íslensku?

Guðrún Kvaran

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Eftir töluverða leit og samtöl við fólk frá hinum ýmsu löndum, bæði nær og fjær sýnist mér ekkert tungumál hafa orðin mæðgur, mæðgin, feðgar, feðgin. Það er hægt að finna feðgar í gömlum sænskum texta og á rúnasteinum. Veistu eitthvað um þessi orð?

Talsvert er til í því en þó er það ekki alveg rétt. Í íslensku eru til orðin mæðgur um móður og dóttur eða dætur, mæðgin um móður og son eða syni, feðgar um föður og son eða syni og feðgin um föður og dóttur eða dætur.

Í færeysku er notað feðgar um föður og son eða syni og møðgur um móður og dóttur eða dætur. Þar er ekki talað um feðgin eða mæðgin. Í öðrum skyldum málum eins og dönsku, ensku og þýsku er notast við faðir og sonur, faðir og dóttir, móðir og dóttir og móðir og sonur.

Á efa þekktustu mæðgin sögunnar, María með Jesú. Málverk frá 1674 eftir ítalska málarann Giovanni Battista Salvi da Sassoferrato (1609–1685).

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.4.2023

Spyrjandi

Hallfríður Helgadóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er það rétt að orðin mæðgur, mæðgin og feðgar, feðgin, séu aðeins til í íslensku? “ Vísindavefurinn, 24. apríl 2023. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=84858.

Guðrún Kvaran. (2023, 24. apríl). Er það rétt að orðin mæðgur, mæðgin og feðgar, feðgin, séu aðeins til í íslensku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84858

Guðrún Kvaran. „Er það rétt að orðin mæðgur, mæðgin og feðgar, feðgin, séu aðeins til í íslensku? “ Vísindavefurinn. 24. apr. 2023. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84858>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að orðin mæðgur, mæðgin og feðgar, feðgin, séu aðeins til í íslensku?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Eftir töluverða leit og samtöl við fólk frá hinum ýmsu löndum, bæði nær og fjær sýnist mér ekkert tungumál hafa orðin mæðgur, mæðgin, feðgar, feðgin. Það er hægt að finna feðgar í gömlum sænskum texta og á rúnasteinum. Veistu eitthvað um þessi orð?

Talsvert er til í því en þó er það ekki alveg rétt. Í íslensku eru til orðin mæðgur um móður og dóttur eða dætur, mæðgin um móður og son eða syni, feðgar um föður og son eða syni og feðgin um föður og dóttur eða dætur.

Í færeysku er notað feðgar um föður og son eða syni og møðgur um móður og dóttur eða dætur. Þar er ekki talað um feðgin eða mæðgin. Í öðrum skyldum málum eins og dönsku, ensku og þýsku er notast við faðir og sonur, faðir og dóttir, móðir og dóttir og móðir og sonur.

Á efa þekktustu mæðgin sögunnar, María með Jesú. Málverk frá 1674 eftir ítalska málarann Giovanni Battista Salvi da Sassoferrato (1609–1685).

Mynd:...