Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta kvenkyns múldýr eignast afkvæmi?

Jón Már Halldórsson

Örstutta svarið við spurningunni er já það er mögulegt en mjög sjaldgæft.

Í svari sama höfundar við spurningunni Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum? kemur fram að æxlun á milli einstaklinga af ólíkum tegundum sé vel þekkt, bæði í náttúrunni og af manna völdum. Til þess að afkvæmin verði lífvænleg þurfa tegundirnar hins vegar að vera mjög skyldar. Afkvæmi sem verða til við blöndun tegunda eru nánast undantekningarlaust ófrjó.

Ein best þekktu dæmin um blöndun tegunda hjá spendýrum eru afkvæmi hesta (Equus caballus) og asna (Equus asinus). Ef foreldrarnir eru hryssa og asni kallast afkvæmið múldýr (e. mule) en múlasni (e. hinny) ef foreldrarnir eru hestur og asna. Afkvæmin hafa annan litningafjölda en foreldrarnir þar sem hestar eru með 64 litninga (32 pör) og asnar með 62 (31 par) en múlasnar og múldýr með 63 litninga. Oddatala í litningafjölda, óparaður litningur, veldur ýmiskonar vandræðum þegar kemur að myndun kynfruma (eins og útskýrt er í þessu stutta myndbandi) og er það talin ein af ástæðum þess að múldýr eru ófrjó.

Nánast engar líkur eru á að múldýrið Maple muni eignast afkvæmi frekar en önnur múldýr.

Stundum er sagt að engin regla sé án undantekninga. Ekki eru þekkt nein tilvik um frjó karlmúldýr en vitað er um örfá dæmi þess að kvenmúldýr hafi eignast afkvæmi. Í heimildunum hér fyrir neðan má lesa um ónefnt múldýr í Marokkó sem eignaðist afkvæmi 2002, um múldýrið Kate í Colorado fylki í Bandaríkjunum sem öllum að óvörum eignaðist afkvæmi 2007 og um rannsóknir vísindamanna við Universidade Federal de Minas Gerais í Brasilíu á múldýri sem á tímabilinu 1986-1993 eignaðist sex afkvæmi.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

9.11.2023

Spyrjandi

Sigtryggur Einar Sævarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta kvenkyns múldýr eignast afkvæmi?“ Vísindavefurinn, 9. nóvember 2023, sótt 16. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85233.

Jón Már Halldórsson. (2023, 9. nóvember). Geta kvenkyns múldýr eignast afkvæmi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85233

Jón Már Halldórsson. „Geta kvenkyns múldýr eignast afkvæmi?“ Vísindavefurinn. 9. nóv. 2023. Vefsíða. 16. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85233>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta kvenkyns múldýr eignast afkvæmi?
Örstutta svarið við spurningunni er já það er mögulegt en mjög sjaldgæft.

Í svari sama höfundar við spurningunni Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum? kemur fram að æxlun á milli einstaklinga af ólíkum tegundum sé vel þekkt, bæði í náttúrunni og af manna völdum. Til þess að afkvæmin verði lífvænleg þurfa tegundirnar hins vegar að vera mjög skyldar. Afkvæmi sem verða til við blöndun tegunda eru nánast undantekningarlaust ófrjó.

Ein best þekktu dæmin um blöndun tegunda hjá spendýrum eru afkvæmi hesta (Equus caballus) og asna (Equus asinus). Ef foreldrarnir eru hryssa og asni kallast afkvæmið múldýr (e. mule) en múlasni (e. hinny) ef foreldrarnir eru hestur og asna. Afkvæmin hafa annan litningafjölda en foreldrarnir þar sem hestar eru með 64 litninga (32 pör) og asnar með 62 (31 par) en múlasnar og múldýr með 63 litninga. Oddatala í litningafjölda, óparaður litningur, veldur ýmiskonar vandræðum þegar kemur að myndun kynfruma (eins og útskýrt er í þessu stutta myndbandi) og er það talin ein af ástæðum þess að múldýr eru ófrjó.

Nánast engar líkur eru á að múldýrið Maple muni eignast afkvæmi frekar en önnur múldýr.

Stundum er sagt að engin regla sé án undantekninga. Ekki eru þekkt nein tilvik um frjó karlmúldýr en vitað er um örfá dæmi þess að kvenmúldýr hafi eignast afkvæmi. Í heimildunum hér fyrir neðan má lesa um ónefnt múldýr í Marokkó sem eignaðist afkvæmi 2002, um múldýrið Kate í Colorado fylki í Bandaríkjunum sem öllum að óvörum eignaðist afkvæmi 2007 og um rannsóknir vísindamanna við Universidade Federal de Minas Gerais í Brasilíu á múldýri sem á tímabilinu 1986-1993 eignaðist sex afkvæmi.

Heimildir og mynd:...