Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar er daglegur ÚF-stuðull eða UV-stuðull birtur?

JGÞ

ÚF-stuðull eða UV-stuðull er alþjóðlegur mælikvarði á styrk útfjólublárrar geislunar frá sólinni á tilteknum stað á tilteknum degi. Skammstöfunin ÚF stendur fyrir útfjólublátt en enska hugtakið er 'ultra violet', skammstafað UV. Á íslensku eru báðar þessar skammstafanir notaðar og ÚF-stuðull og UV-stuðull er því það sama.

Geislavarnir ríkisins mæla hámarskgildi UV-stuðuls í Reykjavík og uppfærist gildið á um hálftíma fresti. Hægt er að skoða gildið hér:

ÚF-stuðullinn nær frá einum upp í 11+. Þegar stuðullinn er 1 eða 2 er ekki þörf á að verja sig gegn sólargeislun en þegar stuðulinn er hærri þarf að verja sig gegn geisluninni. Þetta sést best á skýringarmyndinni hér fyrir neðan.

Skýringarmynd sem sýnir hvenær þarf að verja sig gegn útfjólublárri geislun frá sólu.

Á línuritinu hér fyrir neðan má sjá mæld hámarksgildi UV-stuðuls í Reykjavík yfir eitt ár. Á línuritinu sést vel að frá um miðjum september til upphafs aprílmánaðar er UV-stuðullinn í Reykjavík alltaf undir tölunni 2. Hæstu gildin eru í júní og júlí og aðeins í þeim mánuðum fer stuðullinn yfir töluna 5.0.

Mæld hámarskgildi UV-stuðuls í Reykjavík yfir eins árs tímabil.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

28.6.2024

Spyrjandi

Auður Sigurðardóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvar er daglegur ÚF-stuðull eða UV-stuðull birtur?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2024, sótt 17. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85372.

JGÞ. (2024, 28. júní). Hvar er daglegur ÚF-stuðull eða UV-stuðull birtur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85372

JGÞ. „Hvar er daglegur ÚF-stuðull eða UV-stuðull birtur?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2024. Vefsíða. 17. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85372>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar er daglegur ÚF-stuðull eða UV-stuðull birtur?
ÚF-stuðull eða UV-stuðull er alþjóðlegur mælikvarði á styrk útfjólublárrar geislunar frá sólinni á tilteknum stað á tilteknum degi. Skammstöfunin ÚF stendur fyrir útfjólublátt en enska hugtakið er 'ultra violet', skammstafað UV. Á íslensku eru báðar þessar skammstafanir notaðar og ÚF-stuðull og UV-stuðull er því það sama.

Geislavarnir ríkisins mæla hámarskgildi UV-stuðuls í Reykjavík og uppfærist gildið á um hálftíma fresti. Hægt er að skoða gildið hér:

ÚF-stuðullinn nær frá einum upp í 11+. Þegar stuðullinn er 1 eða 2 er ekki þörf á að verja sig gegn sólargeislun en þegar stuðulinn er hærri þarf að verja sig gegn geisluninni. Þetta sést best á skýringarmyndinni hér fyrir neðan.

Skýringarmynd sem sýnir hvenær þarf að verja sig gegn útfjólublárri geislun frá sólu.

Á línuritinu hér fyrir neðan má sjá mæld hámarksgildi UV-stuðuls í Reykjavík yfir eitt ár. Á línuritinu sést vel að frá um miðjum september til upphafs aprílmánaðar er UV-stuðullinn í Reykjavík alltaf undir tölunni 2. Hæstu gildin eru í júní og júlí og aðeins í þeim mánuðum fer stuðullinn yfir töluna 5.0.

Mæld hámarskgildi UV-stuðuls í Reykjavík yfir eins árs tímabil.

Heimildir og myndir:

...