Sólin Sólin Rís 03:31 • sest 23:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:43 • Sest 03:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:38 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:37 í Reykjavík

Í sjónvarpsfréttum um daginn var rætt um styrk sólarljóssins. Hvaða mælingar eru þetta og hafa þær einhverja einingu?

Ívar Daði Þorvaldsson

Húðlæknastöðin birtir svokallaðan ÚF-stuðul (e. UV index) en ÚF stendur fyrir útfjólublátt (e. ultraviolet). Stuðullinn mælir áhrif útfjólublárra geisla á húðina.

Útfjólublá geislun er ekki sýnileg en bylgjulengd ljóssins er frá 400 nm (nanómetrum) og niður í 100 nm, sumar skilgreiningar ná niður í 4 nm. Sýnilegt ljós er hins vegar á bilinu 400-700 nm. Hér til hliðar er mynd af sólinni sem sýnir útfjólubláa geislun hennar á ákveðinni bylgjulengd.

Í svari Hildar Guðmundsdóttur við spurningunni: Hvað eru útfjólubláir geislar? má lesa eftirfarandi:
Aðeins lítill hluti þeirrar útfjólubláu geislunar sem fellur á hnöttinn okkar kemst í gegnum lofthjúpinn og niður á jörðina. Mestur hluti geislunarinnar er gleyptur í efri hlutum lofthjúpsins af sérstökum sameindum súrefnis sem mynda ósonlagið.
Ósonlagið ver okkur þannig fyrir hættulegum geislum sólar en eins og segir þá nær þó einhver hluti þeirra til jarðar.

Styttri bylgjulengdir en 290 nm eru í litlum mæli í sólarljósi nema þá helst á hæstu fjöllum og því lengri sem bylgjulengdin er því minni skaði hlýst af. Ef við berum til dæmis saman þann geislaskammt sem húðin þarf til að brenna við 290 nm og 340 nm bylgjulengdir þá þarf 1000 hærri geislaskammta við 340 nm til að valda sólbruna.

Útfjólublá geislun er mæld í W/m2 eða vöttum (W) á fermetra. En eins og áður segir fer það mjög eftir bylgjulengd geislunarinnar hve mikil áhrifin eru og þar af leiðandi þótti ÚF-stuðullinn hentugur þar sem auðveldara er fyrir almenning að fylgja honum.

ÚF-stuðullinn er einingalaus og vex línulega, þannig hefur stuðull 10 tvöfalt meiri skaðleg áhrif á húðina en stuðull 5. Hafa ber í huga að einungis er um viðmiðun að ræða, húðin getur átt í meiri erfiðleikum að laga þær skemmdir sem verða ef útivera nær yfir langan tíma. Til dæmis ef við berum saman tveggja tíma geislun af stuðli 5 og eins tíma geislun af stuðli 10.

Margt hefur áhrif á ÚF-stuðulinn en einna helst er það hæð sólar og skýjafar. Enn fremur mætti nefna þætti eins og hve ósonlagið er þykkt, hæð yfir sjávarmáli og endurkast frá himinhvolfi og skýjum. Endurkastið gerir það að verkum að húð getur brunnið þrátt fyrir að ský séu á lofti. Á Íslandi er stuðullinn á bilinu 0-7 en til að glöggva okkur betur á hvað hver tala þýðir má sjá töflu hér að neðan:

Smellið til að skoða stærri útgáfu.
Smellið til að skoða stærri útgáfu.

Þá sjáum við að þegar ÚF-stuðullinn nær að jafnaði hámarki á Íslandi telst geislun vera mikil og þá er mælst til að sólvörn með háum stuðli sé notuð, auk sólgleraugna og hatts. Enn fremur er ekki ráðlegt að vera úti í sólinni þegar hún er hæst á lofti, á milli kl. 12 og 15.

Heimildir:

Mynd:
  • NASA. Sótt 18.8.2011.

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Um daginn var fjallað um styrk sólarljóssins í sjónvarpsfréttum og talað var um einingu sem ég þekkti ekki. Hætta á sólbruna var margföld vegna þess að þessi ljósstyrkur var svo hár. Hvaða einingar eru þetta? Hvar er hægt að finna mælingu á þeim?

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.8.2011

Spyrjandi

Kristín Hafsteinsdóttir

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Í sjónvarpsfréttum um daginn var rætt um styrk sólarljóssins. Hvaða mælingar eru þetta og hafa þær einhverja einingu?“ Vísindavefurinn, 18. ágúst 2011. Sótt 29. maí 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=60302.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2011, 18. ágúst). Í sjónvarpsfréttum um daginn var rætt um styrk sólarljóssins. Hvaða mælingar eru þetta og hafa þær einhverja einingu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60302

Ívar Daði Þorvaldsson. „Í sjónvarpsfréttum um daginn var rætt um styrk sólarljóssins. Hvaða mælingar eru þetta og hafa þær einhverja einingu?“ Vísindavefurinn. 18. ágú. 2011. Vefsíða. 29. maí. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60302>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Í sjónvarpsfréttum um daginn var rætt um styrk sólarljóssins. Hvaða mælingar eru þetta og hafa þær einhverja einingu?
Húðlæknastöðin birtir svokallaðan ÚF-stuðul (e. UV index) en ÚF stendur fyrir útfjólublátt (e. ultraviolet). Stuðullinn mælir áhrif útfjólublárra geisla á húðina.

Útfjólublá geislun er ekki sýnileg en bylgjulengd ljóssins er frá 400 nm (nanómetrum) og niður í 100 nm, sumar skilgreiningar ná niður í 4 nm. Sýnilegt ljós er hins vegar á bilinu 400-700 nm. Hér til hliðar er mynd af sólinni sem sýnir útfjólubláa geislun hennar á ákveðinni bylgjulengd.

Í svari Hildar Guðmundsdóttur við spurningunni: Hvað eru útfjólubláir geislar? má lesa eftirfarandi:
Aðeins lítill hluti þeirrar útfjólubláu geislunar sem fellur á hnöttinn okkar kemst í gegnum lofthjúpinn og niður á jörðina. Mestur hluti geislunarinnar er gleyptur í efri hlutum lofthjúpsins af sérstökum sameindum súrefnis sem mynda ósonlagið.
Ósonlagið ver okkur þannig fyrir hættulegum geislum sólar en eins og segir þá nær þó einhver hluti þeirra til jarðar.

Styttri bylgjulengdir en 290 nm eru í litlum mæli í sólarljósi nema þá helst á hæstu fjöllum og því lengri sem bylgjulengdin er því minni skaði hlýst af. Ef við berum til dæmis saman þann geislaskammt sem húðin þarf til að brenna við 290 nm og 340 nm bylgjulengdir þá þarf 1000 hærri geislaskammta við 340 nm til að valda sólbruna.

Útfjólublá geislun er mæld í W/m2 eða vöttum (W) á fermetra. En eins og áður segir fer það mjög eftir bylgjulengd geislunarinnar hve mikil áhrifin eru og þar af leiðandi þótti ÚF-stuðullinn hentugur þar sem auðveldara er fyrir almenning að fylgja honum.

ÚF-stuðullinn er einingalaus og vex línulega, þannig hefur stuðull 10 tvöfalt meiri skaðleg áhrif á húðina en stuðull 5. Hafa ber í huga að einungis er um viðmiðun að ræða, húðin getur átt í meiri erfiðleikum að laga þær skemmdir sem verða ef útivera nær yfir langan tíma. Til dæmis ef við berum saman tveggja tíma geislun af stuðli 5 og eins tíma geislun af stuðli 10.

Margt hefur áhrif á ÚF-stuðulinn en einna helst er það hæð sólar og skýjafar. Enn fremur mætti nefna þætti eins og hve ósonlagið er þykkt, hæð yfir sjávarmáli og endurkast frá himinhvolfi og skýjum. Endurkastið gerir það að verkum að húð getur brunnið þrátt fyrir að ský séu á lofti. Á Íslandi er stuðullinn á bilinu 0-7 en til að glöggva okkur betur á hvað hver tala þýðir má sjá töflu hér að neðan:

Smellið til að skoða stærri útgáfu.
Smellið til að skoða stærri útgáfu.

Þá sjáum við að þegar ÚF-stuðullinn nær að jafnaði hámarki á Íslandi telst geislun vera mikil og þá er mælst til að sólvörn með háum stuðli sé notuð, auk sólgleraugna og hatts. Enn fremur er ekki ráðlegt að vera úti í sólinni þegar hún er hæst á lofti, á milli kl. 12 og 15.

Heimildir:

Mynd:
  • NASA. Sótt 18.8.2011.

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Um daginn var fjallað um styrk sólarljóssins í sjónvarpsfréttum og talað var um einingu sem ég þekkti ekki. Hætta á sólbruna var margföld vegna þess að þessi ljósstyrkur var svo hár. Hvaða einingar eru þetta? Hvar er hægt að finna mælingu á þeim?
...