Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík

Eru lóðir undir hús virkilega nefndar eftir verkfæri til að mæla þyngd?

Guðrún Kvaran

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Hvers vegna eru lóðir (land undir hús) nefndar eftir, að því er virðist, verkfæri til að mæla þyngd. Hver er uppruni orðsins lóð sem land undir hús? Til gamans má nefna að spyrjandi vinnur við að afmarka jarðir, lönd og lóðir Íslands.

Nafnorðið lóð er til í tveimur kynjum, kvenkyni og hvorugkyni, og í fleiri en einni merkingu.

Sem kvenkynsorð merkir það 1. ‘afrakstur, ávöxtur, landspilda, land ætlað undir hús eða önnur mannvirki’ og 2. ‘fiskilína, strengur með mörgum önglum á’. Merking 2 þekkist frá 16. öld.

Sem hvorugkynsorð er merkingin ‘stykki úr málmi af tiltekinni þyngd, tiltekin þyngdareining’ og þekkist frá 16. öld en í eldra máli og úreltu ‘hlutur, hlutskipti’. Í merkingunni ‘eðlunarfýsn og -læti í tíkum’ er orðið bæði notað í kvenkyni og hvorugkyni.[1]

Kvenkynsorðið lóð í merkingunni landspilda er líklega skylt orðinu láð ‘land, landareign’ og á ekki skylt við hvorugkynsorðið lóð sem þyngdareiningu. Myndin sýnir uppdrátt af Reykjavík eftir Sæmund Magnússon Hólm, frá árinu 1785.

Kvenkynsorðið lóð í merkingu 1 er skylt færeysku lóður sem þar er karlkynsorð í merkingunni ‘afrakstur’. Lóð er líklega skylt orðinu láð ‘land, landareign’ og á ekki skylt við hvorugkynsorðið lóð sem þyngdareiningu.

Heimild og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans. Reykjavík.
  • Íslandskort.is. (Sótt 4.01.2024).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

8.1.2024

Spyrjandi

Friðrik Bjarnason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Eru lóðir undir hús virkilega nefndar eftir verkfæri til að mæla þyngd?“ Vísindavefurinn, 8. janúar 2024. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=85454.

Guðrún Kvaran. (2024, 8. janúar). Eru lóðir undir hús virkilega nefndar eftir verkfæri til að mæla þyngd? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=85454

Guðrún Kvaran. „Eru lóðir undir hús virkilega nefndar eftir verkfæri til að mæla þyngd?“ Vísindavefurinn. 8. jan. 2024. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=85454>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru lóðir undir hús virkilega nefndar eftir verkfæri til að mæla þyngd?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Hvers vegna eru lóðir (land undir hús) nefndar eftir, að því er virðist, verkfæri til að mæla þyngd. Hver er uppruni orðsins lóð sem land undir hús? Til gamans má nefna að spyrjandi vinnur við að afmarka jarðir, lönd og lóðir Íslands.

Nafnorðið lóð er til í tveimur kynjum, kvenkyni og hvorugkyni, og í fleiri en einni merkingu.

Sem kvenkynsorð merkir það 1. ‘afrakstur, ávöxtur, landspilda, land ætlað undir hús eða önnur mannvirki’ og 2. ‘fiskilína, strengur með mörgum önglum á’. Merking 2 þekkist frá 16. öld.

Sem hvorugkynsorð er merkingin ‘stykki úr málmi af tiltekinni þyngd, tiltekin þyngdareining’ og þekkist frá 16. öld en í eldra máli og úreltu ‘hlutur, hlutskipti’. Í merkingunni ‘eðlunarfýsn og -læti í tíkum’ er orðið bæði notað í kvenkyni og hvorugkyni.[1]

Kvenkynsorðið lóð í merkingunni landspilda er líklega skylt orðinu láð ‘land, landareign’ og á ekki skylt við hvorugkynsorðið lóð sem þyngdareiningu. Myndin sýnir uppdrátt af Reykjavík eftir Sæmund Magnússon Hólm, frá árinu 1785.

Kvenkynsorðið lóð í merkingu 1 er skylt færeysku lóður sem þar er karlkynsorð í merkingunni ‘afrakstur’. Lóð er líklega skylt orðinu láð ‘land, landareign’ og á ekki skylt við hvorugkynsorðið lóð sem þyngdareiningu.

Heimild og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans. Reykjavík.
  • Íslandskort.is. (Sótt 4.01.2024).

...