Sólin Sólin Rís 10:55 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:21 • Sest 14:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:08 • Síðdegis: 24:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:43 • Síðdegis: 18:36 í Reykjavík

Er Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson fyrsta íslenska glæpasagan?

Jón Yngvi Jóhannsson

Í ársbyrjun 1930 gerði danska tímaritið Ekko könnun meðal helstu gagnrýnenda landsins um það hvaða skáldsaga hefði staðið upp úr í útgáfu liðins árs. Niðurstaðan var afgerandi: Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson (1889-1975). Þetta kemur nútímalesendum kannski á óvart en það er óhætt að fullyrða að þetta voru ekki óvænt tíðindi í dönskum bókmenntum á þessum tíma. Gunnar stóð líklega á hátindi frægðar sinnar sem danskur höfundur um þetta leyti.

Áratuginn á undan hafði hann einbeitt sér að ritun Fjallkirkjunnar, sjálfsævisögulegrar skáldsögu í fimm bindum sem lýsir uppvexti Ugga Greipssonar, sem er nær algerlega byggður á Gunnari sjálfum, frá fæðingu í austfirskum dal til fullorðinsára; í sögulok er hann útgefinn höfundur, kvæntur maður og faðir. Í Fjallkirkjunni rýnir Gunnar í sína eigin fortíð en frá því árið 1920 þegar Sælir eru einfaldir kom út og allt til ársins 1936 áttu allar bækur hans það sameiginlegt að sögusvið þeirra var í fortíðinni, með aðeins einni undantekningu, hinni tilraunakenndu skáldsögu Vikivaka sem kom út árið 1932.

Svartfugl hefur stundum verið kölluð ein fyrsta íslenska glæpasagan en það er hæpin einkunn. Hún fjallar fremur um aðstæður þeirra sem eru dæmdir fyrir glæp og þær afleiðingar sem hann hefur fyrir þau og aðra sem nærri þeim standa. Myndin af Gunnari er tekin árið 1927.

Svartfugl byggir á sögulegum atburðum, örlögum þeirra Steinunnar Sveinsdóttur og Bjarna Bjarnasonar sem voru dæmd til dauða fyrir að myrða maka sína árið 1802. Þriðja aðalpersóna sögunnar er svo sögumaðurinn, Eyjólfur, sem er kapelán eða aðstoðarprestur og kemur mjög við sögu réttarhaldanna yfir Steinunni og Bjarna.

Svartfugl hefur stundum verið kölluð ein fyrsta íslenska glæpasagan en það er hæpin einkunn, sagan er að flestu leyti ólík þeirri bókmenntagrein þótt hún sé vissulega skáldsaga um glæp. Hún fjallar fremur um aðstæður þeirra sem eru dæmdir fyrir glæp og þær afleiðingar sem hann hefur fyrir þau og aðra sem nærri þeim standa. Dagný Kristjánsdóttir hefur bent á hvernig sagan fjallar um stéttaskiptingu sögutímans, Steinunn og Bjarni eru fórnarlömb réttarkerfis sem metur líf fólks af þeirra tagi lítils og þá hefur einnig verið bent á það hvernig sagan lýsir áhrifum þessa sama kerfis á fulltrúa yfirstéttarinnar sem beita valdinu. Síðast en ekki síst er sagan ástarsaga þeirra Steinunnar og Bjarna, þótt þær ástir leiði þau bæði út í dauðann stendur af þeim ákveðinn ljómi.

Mynd:
  • Myndin er í eigu Ljósmyndasafns Gunnarsstofnunar og birt með góðfúslegu leyfi.

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvers konar verk er Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson og um hvað fjallar sagan?

Höfundur

Jón Yngvi Jóhannsson

dósent á Menntavísindasviði HÍ

Útgáfudagur

6.10.2023

Spyrjandi

Jón Ólafur

Tilvísun

Jón Yngvi Jóhannsson. „Er Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson fyrsta íslenska glæpasagan?“ Vísindavefurinn, 6. október 2023. Sótt 5. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=85509.

Jón Yngvi Jóhannsson. (2023, 6. október). Er Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson fyrsta íslenska glæpasagan? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=85509

Jón Yngvi Jóhannsson. „Er Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson fyrsta íslenska glæpasagan?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2023. Vefsíða. 5. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=85509>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson fyrsta íslenska glæpasagan?
Í ársbyrjun 1930 gerði danska tímaritið Ekko könnun meðal helstu gagnrýnenda landsins um það hvaða skáldsaga hefði staðið upp úr í útgáfu liðins árs. Niðurstaðan var afgerandi: Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson (1889-1975). Þetta kemur nútímalesendum kannski á óvart en það er óhætt að fullyrða að þetta voru ekki óvænt tíðindi í dönskum bókmenntum á þessum tíma. Gunnar stóð líklega á hátindi frægðar sinnar sem danskur höfundur um þetta leyti.

Áratuginn á undan hafði hann einbeitt sér að ritun Fjallkirkjunnar, sjálfsævisögulegrar skáldsögu í fimm bindum sem lýsir uppvexti Ugga Greipssonar, sem er nær algerlega byggður á Gunnari sjálfum, frá fæðingu í austfirskum dal til fullorðinsára; í sögulok er hann útgefinn höfundur, kvæntur maður og faðir. Í Fjallkirkjunni rýnir Gunnar í sína eigin fortíð en frá því árið 1920 þegar Sælir eru einfaldir kom út og allt til ársins 1936 áttu allar bækur hans það sameiginlegt að sögusvið þeirra var í fortíðinni, með aðeins einni undantekningu, hinni tilraunakenndu skáldsögu Vikivaka sem kom út árið 1932.

Svartfugl hefur stundum verið kölluð ein fyrsta íslenska glæpasagan en það er hæpin einkunn. Hún fjallar fremur um aðstæður þeirra sem eru dæmdir fyrir glæp og þær afleiðingar sem hann hefur fyrir þau og aðra sem nærri þeim standa. Myndin af Gunnari er tekin árið 1927.

Svartfugl byggir á sögulegum atburðum, örlögum þeirra Steinunnar Sveinsdóttur og Bjarna Bjarnasonar sem voru dæmd til dauða fyrir að myrða maka sína árið 1802. Þriðja aðalpersóna sögunnar er svo sögumaðurinn, Eyjólfur, sem er kapelán eða aðstoðarprestur og kemur mjög við sögu réttarhaldanna yfir Steinunni og Bjarna.

Svartfugl hefur stundum verið kölluð ein fyrsta íslenska glæpasagan en það er hæpin einkunn, sagan er að flestu leyti ólík þeirri bókmenntagrein þótt hún sé vissulega skáldsaga um glæp. Hún fjallar fremur um aðstæður þeirra sem eru dæmdir fyrir glæp og þær afleiðingar sem hann hefur fyrir þau og aðra sem nærri þeim standa. Dagný Kristjánsdóttir hefur bent á hvernig sagan fjallar um stéttaskiptingu sögutímans, Steinunn og Bjarni eru fórnarlömb réttarkerfis sem metur líf fólks af þeirra tagi lítils og þá hefur einnig verið bent á það hvernig sagan lýsir áhrifum þessa sama kerfis á fulltrúa yfirstéttarinnar sem beita valdinu. Síðast en ekki síst er sagan ástarsaga þeirra Steinunnar og Bjarna, þótt þær ástir leiði þau bæði út í dauðann stendur af þeim ákveðinn ljómi.

Mynd:
  • Myndin er í eigu Ljósmyndasafns Gunnarsstofnunar og birt með góðfúslegu leyfi.

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvers konar verk er Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson og um hvað fjallar sagan?

...