Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Hvaða einkenni hafa ársreikningar sem gefa glögga mynd af stöðu fyrirtækja?

Guðjón Helgi Egilsson

Ársreikningur er árlegt reikningsuppgjör fyrirtækis eða stofnunar. Um ársreikninga hér á landi gilda lög nr. 3/2006 og þar er hugtakið glögg mynd útskýrt á eftirfarandi hátt:

Glögg mynd felst í áreiðanlegri framsetningu á áhrifum viðskipta, öðrum atburðum og skilyrðum í samræmi við skilgreiningar og reglur um skráningu eigna, skulda, tekna og gjalda sem fram koma í lögum þessum, reglugerðum og settum reikningsskilareglum.

En hvað er glögg mynd og hvað ber að hafa í huga þegar gefa á glögga mynd af rekstri fyrirtækja? Nokkur atriði er hægt að hafa til hliðsjónar við gerð reikningsskila til að gefa þeim sem vilja skoða ársreikninga glögga mynd af rekstri viðkomandi fyrirtækis. Eftirfarandi atriði mætti skilgreina sem gæðasérkenni reikningsskila og gagnlegar fyrir haghafa við ákvörðunartöku.

Mikilvægi upplýsinga, það þýðir að upplýsingar ættu að hafa forspárgildi (hjálpa notendum að gera framtíðarspár), staðfestingargildi (staðfesta eða leiðrétta fyrri væntingar) og/eða mikilvægi (hafa áhrif á efnahagslegar ákvarðanir). Viðeigandi upplýsingar hjálpa notendum að skilja liðna atburði og taka upplýstar ákvarðanir um framtíðaraðgerðir.

Samanburðarhæfi vísar til hæfileikans til að bera saman upplýsingar mismunandi tímabila. Samanburðarhæfi ársreiknings gefur notendum kleift að gera marktækan samanburð á milli fyrirtækja, atvinnugreina eða tímabila og að greina betur og taka ákvarðanir með því að bera kennsl á þróun og mynstur. Til að ná fram samanburðarhæfi eru svipuð atriði sett fram á samræmdan hátt þannig að notendur geti auðveldlega borið þau saman.

Skiljanleiki vísar til getu notenda til að skilja og túlka upplýsingarnar sem settar eru fram í reikningsskilum. Fjárhagsupplýsingar skulu settar fram á skýran, hnitmiðaðan og skipulagðan hátt þannig að þær séu auðskiljanlegar ætluðum notendum. Þetta þýðir að nota skal einfalt mál í stað tæknilegs hrognamáls, veita skýringar eða skilgreiningar á flóknum hugtökum og setja fram upplýsingar á rökréttan hátt. Markmiðið er að tryggja að einstaklingar með sæmilega þekkingu á viðskiptum og atvinnustarfsemi geti skilið reikningsskilin sem best.

Forsíða ársreiknings Ford-bílaframleiðandans frá árinu 1970. Erlendis þekkist að fyrirtæki fjalli um framtíðaráform í ársreikningum en slíkt er varla merkjalengt íslenskum ársreikningum.

Vægi. Gleggri mynd fæst með því að tryggja að einungis mikilvæg gögn séu sett fram í ársreikningnum til að kaffæra ekki lesendur með ónauðsynlegum smáatriðum.

Áreiðanleiki. Til að fjárhagsupplýsingar séu áreiðanlegar ættu þær að vera lausar við hlutdrægni og vera sannreynanlegar. Þetta þýðir að upplýsingarnar ættu að endurspegla nákvæmlega undirliggjandi viðskipti og atburði sem þær leitast við að sýna.

Raunsönn mynd. Trúverðug framsetning er grundvallarhugtak í reikningsskilum sem tengist nákvæmni og áreiðanleika upplýsinga sem settar eru fram í reikningsskilum.

Efni framar formi er reikningsskilaregla sem leggur áherslu á efnahagslegan veruleika viðskipta og atburða fremur en lagalega eða formlega þætti þeirra. Þessi meginregla miðar að því að koma í veg fyrir að fyrirtæki hagræði reikningsskilum með því að skipuleggja viðskipti á þann hátt að þau gefi ekki rétta mynd af raunverulegum efnahagslegum afleiðingum þeirra.

Hlutleysi má skilja sem siðferðisreglu sem endurskoðendum ber að fylgja við störf sín. Hlutleysi í þessu samhengi þýðir að vera óhlutdrægur og óháður í framsetningu og mati á fjárhagsupplýsingum. Hlutleysi hjálpar til við að viðhalda trausti á heilindum reikningsskilaaðferða og stuðla að gagnsæi ársreiknings.

Ráðvendni er eitt af grundvallareinkennum fjárhagsupplýsinga. Það merkir að í reikningsskilum skulu koma fram allar viðeigandi og nauðsynlegar upplýsingar og að engum mikilvægum upplýsingum sé sleppt úr reikningsskilunum, „þá er skylt að hafa það heldur, er sannara reynist“ eins og Ari fróði orðaði þessa frumskyldu.

Ef skoðaðir eru ársreikningar félaga á markaði hér á Íslandi kemur í ljós að texti þeirra er mjög sambærilegur milli ára eða almennt á bilinu 70-90%. Má því velta upp þeirri spurningu hvort mikill samanbærileiki reikninga milli ára komi niður á gæðum annara hugtaka sem ætlað er gefa glögga mynd ársreiknings. Ársreikningur er formleg einátta samskiptaleið við hagaðila og ákveðið tækifæri til þess að halda í eða laða að nýja fjárfesta. Erlendis þekkist að fyrirtæki fjalla um framtíðaráform til dæmis varðandi framtíðafjárfestingar eða fyrirhugaðar breytingar sem gefa gleggri mynd af rekstri í framtíðinni, eitthvað sem er varla merkjalengt íslenskum ársreikningum enda hvílir ekki lagaskylda á slíkri framsetningu.

Mynd:

Höfundur

Guðjón Helgi Egilsson

aðjúnkt við Viðskiptafræðideild HÍ

Útgáfudagur

25.10.2023

Spyrjandi

Ásta Kristín

Tilvísun

Guðjón Helgi Egilsson. „Hvaða einkenni hafa ársreikningar sem gefa glögga mynd af stöðu fyrirtækja?“ Vísindavefurinn, 25. október 2023. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=85654.

Guðjón Helgi Egilsson. (2023, 25. október). Hvaða einkenni hafa ársreikningar sem gefa glögga mynd af stöðu fyrirtækja? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=85654

Guðjón Helgi Egilsson. „Hvaða einkenni hafa ársreikningar sem gefa glögga mynd af stöðu fyrirtækja?“ Vísindavefurinn. 25. okt. 2023. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=85654>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða einkenni hafa ársreikningar sem gefa glögga mynd af stöðu fyrirtækja?
Ársreikningur er árlegt reikningsuppgjör fyrirtækis eða stofnunar. Um ársreikninga hér á landi gilda lög nr. 3/2006 og þar er hugtakið glögg mynd útskýrt á eftirfarandi hátt:

Glögg mynd felst í áreiðanlegri framsetningu á áhrifum viðskipta, öðrum atburðum og skilyrðum í samræmi við skilgreiningar og reglur um skráningu eigna, skulda, tekna og gjalda sem fram koma í lögum þessum, reglugerðum og settum reikningsskilareglum.

En hvað er glögg mynd og hvað ber að hafa í huga þegar gefa á glögga mynd af rekstri fyrirtækja? Nokkur atriði er hægt að hafa til hliðsjónar við gerð reikningsskila til að gefa þeim sem vilja skoða ársreikninga glögga mynd af rekstri viðkomandi fyrirtækis. Eftirfarandi atriði mætti skilgreina sem gæðasérkenni reikningsskila og gagnlegar fyrir haghafa við ákvörðunartöku.

Mikilvægi upplýsinga, það þýðir að upplýsingar ættu að hafa forspárgildi (hjálpa notendum að gera framtíðarspár), staðfestingargildi (staðfesta eða leiðrétta fyrri væntingar) og/eða mikilvægi (hafa áhrif á efnahagslegar ákvarðanir). Viðeigandi upplýsingar hjálpa notendum að skilja liðna atburði og taka upplýstar ákvarðanir um framtíðaraðgerðir.

Samanburðarhæfi vísar til hæfileikans til að bera saman upplýsingar mismunandi tímabila. Samanburðarhæfi ársreiknings gefur notendum kleift að gera marktækan samanburð á milli fyrirtækja, atvinnugreina eða tímabila og að greina betur og taka ákvarðanir með því að bera kennsl á þróun og mynstur. Til að ná fram samanburðarhæfi eru svipuð atriði sett fram á samræmdan hátt þannig að notendur geti auðveldlega borið þau saman.

Skiljanleiki vísar til getu notenda til að skilja og túlka upplýsingarnar sem settar eru fram í reikningsskilum. Fjárhagsupplýsingar skulu settar fram á skýran, hnitmiðaðan og skipulagðan hátt þannig að þær séu auðskiljanlegar ætluðum notendum. Þetta þýðir að nota skal einfalt mál í stað tæknilegs hrognamáls, veita skýringar eða skilgreiningar á flóknum hugtökum og setja fram upplýsingar á rökréttan hátt. Markmiðið er að tryggja að einstaklingar með sæmilega þekkingu á viðskiptum og atvinnustarfsemi geti skilið reikningsskilin sem best.

Forsíða ársreiknings Ford-bílaframleiðandans frá árinu 1970. Erlendis þekkist að fyrirtæki fjalli um framtíðaráform í ársreikningum en slíkt er varla merkjalengt íslenskum ársreikningum.

Vægi. Gleggri mynd fæst með því að tryggja að einungis mikilvæg gögn séu sett fram í ársreikningnum til að kaffæra ekki lesendur með ónauðsynlegum smáatriðum.

Áreiðanleiki. Til að fjárhagsupplýsingar séu áreiðanlegar ættu þær að vera lausar við hlutdrægni og vera sannreynanlegar. Þetta þýðir að upplýsingarnar ættu að endurspegla nákvæmlega undirliggjandi viðskipti og atburði sem þær leitast við að sýna.

Raunsönn mynd. Trúverðug framsetning er grundvallarhugtak í reikningsskilum sem tengist nákvæmni og áreiðanleika upplýsinga sem settar eru fram í reikningsskilum.

Efni framar formi er reikningsskilaregla sem leggur áherslu á efnahagslegan veruleika viðskipta og atburða fremur en lagalega eða formlega þætti þeirra. Þessi meginregla miðar að því að koma í veg fyrir að fyrirtæki hagræði reikningsskilum með því að skipuleggja viðskipti á þann hátt að þau gefi ekki rétta mynd af raunverulegum efnahagslegum afleiðingum þeirra.

Hlutleysi má skilja sem siðferðisreglu sem endurskoðendum ber að fylgja við störf sín. Hlutleysi í þessu samhengi þýðir að vera óhlutdrægur og óháður í framsetningu og mati á fjárhagsupplýsingum. Hlutleysi hjálpar til við að viðhalda trausti á heilindum reikningsskilaaðferða og stuðla að gagnsæi ársreiknings.

Ráðvendni er eitt af grundvallareinkennum fjárhagsupplýsinga. Það merkir að í reikningsskilum skulu koma fram allar viðeigandi og nauðsynlegar upplýsingar og að engum mikilvægum upplýsingum sé sleppt úr reikningsskilunum, „þá er skylt að hafa það heldur, er sannara reynist“ eins og Ari fróði orðaði þessa frumskyldu.

Ef skoðaðir eru ársreikningar félaga á markaði hér á Íslandi kemur í ljós að texti þeirra er mjög sambærilegur milli ára eða almennt á bilinu 70-90%. Má því velta upp þeirri spurningu hvort mikill samanbærileiki reikninga milli ára komi niður á gæðum annara hugtaka sem ætlað er gefa glögga mynd ársreiknings. Ársreikningur er formleg einátta samskiptaleið við hagaðila og ákveðið tækifæri til þess að halda í eða laða að nýja fjárfesta. Erlendis þekkist að fyrirtæki fjalla um framtíðaráform til dæmis varðandi framtíðafjárfestingar eða fyrirhugaðar breytingar sem gefa gleggri mynd af rekstri í framtíðinni, eitthvað sem er varla merkjalengt íslenskum ársreikningum enda hvílir ekki lagaskylda á slíkri framsetningu.

Mynd:...