Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum?

JGÞ

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvaða íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum um þverbrotabelti sunnanlands? Hvaða íbúðahverfi önnur á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum s.s. Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans?

Stutta svarið við spurningunni er að engin íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum. Þéttbýl svæði á Suðurlandi, eins og Hveragerði og Selfoss, liggja hins vegar á þverbrotabelti Suðurlands, en beltið er birtingarmynd flekaskilanna þar. Suðurlandsþverbrotabeltið er um 70 km langt og um 10-15 km breitt. Það nær frá Hellisheiði í vestri og austur að Heklu. Vesturendi beltisins tengist síðan flekaskilum Reykjanesskaga. Jarðskjálftar á þverbrotabeltum á Íslandi geta orðið stærri en annars staðar á flekaskilum hér á landi.

Kort 1: Yfirlitskort sem sýnir staðsetningu jarðskjálfta á Íslandi 1995-2014. Flekaskilin eru dregin með bláum lit og þykkt línunnar sýnir mismunandi hraða gliðnunarinnar. Örvarnar sýna rekstefnu flekanna.

Lega flekaskilanna á Íslandi sést á myndinni hér fyrir ofan. Inn á myndina eru teiknuð flekskil Evrasíu og Norður-Ameríkuflekanna og upptök jarðskjálfta á tilteknu tímabili merkt með rauðum punktum. Vel sést hvernig jarðskjálftarnir raða sér við flekaskilin.

Einnig er vert að birta aðra mynd sem sýnir upptök jarðskjálfta á brotabelti Suðurlands. Ósar Ölfusár sjást til vinstri, rétt fyrir neðan miðju, en þar fyrir austan er Selfoss. Hveragerði er fyrir norðan upptök ósanna. Svæðið fyrir norðan beltið færist til vesturs með Norður-Ameríkuflekanum en svæðið fyrir sunnan fer í austurátt með Evrasíuflekanum.

Kort 2: Þverbrotabelti Suðurlands. Mældir skjálftar stærri en 0 frá árinu 1991-2006 eru sýndir með svörtum punktum. Einnig sjást kortlagðar sprungur, sprungusveimar og megineldstöðvar.

Vel getur hugsast að spyrjandi hafi verið að velta fyrir sér hvort svonefndir sprungusveimar nái inn á höfuðborgarsvæðið. Svarið við því er já. Sprungusveimur Krýsuvíkur nær inn í austustu úthverfi Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar. Sprungusveimar eru eins konar merki á yfirborði jarðar um hvar stórir kvikugangar hafa nálgast yfirborðið. Hægt er að lesa meira um þá í svari Páls Einarssonar við spurningunni Hversu langt geta kvikugangar brotið sér leið? Gæti kvikugangur t.d. leitað undir Reykjanesbæ? og þar er líka birt kort sem sýnir legu sprungusveima á Reykjanesskaga.

Kort:

Heimild og frekara lesefni:
  • Gunnar B. Guðmundsson, Brotabelti Suðurlands, í: Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (aðalritstjóri Júlíus Sólnes), Viðlagatrygging Íslands/Háskólaútgáfan, Reykjavík 2013, bls. 547-551.

Höfundur þakkar Páli Einarssyni, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við HÍ, fyrir yfirlestur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.12.2023

Spyrjandi

Kristín Ása Einarsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvaða íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum?“ Vísindavefurinn, 6. desember 2023, sótt 3. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85846.

JGÞ. (2023, 6. desember). Hvaða íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85846

JGÞ. „Hvaða íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum?“ Vísindavefurinn. 6. des. 2023. Vefsíða. 3. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85846>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvaða íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum um þverbrotabelti sunnanlands? Hvaða íbúðahverfi önnur á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum s.s. Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans?

Stutta svarið við spurningunni er að engin íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum. Þéttbýl svæði á Suðurlandi, eins og Hveragerði og Selfoss, liggja hins vegar á þverbrotabelti Suðurlands, en beltið er birtingarmynd flekaskilanna þar. Suðurlandsþverbrotabeltið er um 70 km langt og um 10-15 km breitt. Það nær frá Hellisheiði í vestri og austur að Heklu. Vesturendi beltisins tengist síðan flekaskilum Reykjanesskaga. Jarðskjálftar á þverbrotabeltum á Íslandi geta orðið stærri en annars staðar á flekaskilum hér á landi.

Kort 1: Yfirlitskort sem sýnir staðsetningu jarðskjálfta á Íslandi 1995-2014. Flekaskilin eru dregin með bláum lit og þykkt línunnar sýnir mismunandi hraða gliðnunarinnar. Örvarnar sýna rekstefnu flekanna.

Lega flekaskilanna á Íslandi sést á myndinni hér fyrir ofan. Inn á myndina eru teiknuð flekskil Evrasíu og Norður-Ameríkuflekanna og upptök jarðskjálfta á tilteknu tímabili merkt með rauðum punktum. Vel sést hvernig jarðskjálftarnir raða sér við flekaskilin.

Einnig er vert að birta aðra mynd sem sýnir upptök jarðskjálfta á brotabelti Suðurlands. Ósar Ölfusár sjást til vinstri, rétt fyrir neðan miðju, en þar fyrir austan er Selfoss. Hveragerði er fyrir norðan upptök ósanna. Svæðið fyrir norðan beltið færist til vesturs með Norður-Ameríkuflekanum en svæðið fyrir sunnan fer í austurátt með Evrasíuflekanum.

Kort 2: Þverbrotabelti Suðurlands. Mældir skjálftar stærri en 0 frá árinu 1991-2006 eru sýndir með svörtum punktum. Einnig sjást kortlagðar sprungur, sprungusveimar og megineldstöðvar.

Vel getur hugsast að spyrjandi hafi verið að velta fyrir sér hvort svonefndir sprungusveimar nái inn á höfuðborgarsvæðið. Svarið við því er já. Sprungusveimur Krýsuvíkur nær inn í austustu úthverfi Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar. Sprungusveimar eru eins konar merki á yfirborði jarðar um hvar stórir kvikugangar hafa nálgast yfirborðið. Hægt er að lesa meira um þá í svari Páls Einarssonar við spurningunni Hversu langt geta kvikugangar brotið sér leið? Gæti kvikugangur t.d. leitað undir Reykjanesbæ? og þar er líka birt kort sem sýnir legu sprungusveima á Reykjanesskaga.

Kort:

Heimild og frekara lesefni:
  • Gunnar B. Guðmundsson, Brotabelti Suðurlands, í: Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (aðalritstjóri Júlíus Sólnes), Viðlagatrygging Íslands/Háskólaútgáfan, Reykjavík 2013, bls. 547-551.

Höfundur þakkar Páli Einarssyni, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við HÍ, fyrir yfirlestur....