Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða „sýling“ er í Sýlingarfelli fyrir norðan Grindavík?

Birna Lárusdóttir

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað merkið orðið „sýling“ í heiti á Sýlingarfelli fyrir ofan Grindavík?

Sýlingarfell, sem stundum er kallað Svartsengisfell, er um 200 m hátt fell á Reykjanesskaga, rétt austan við Svartsengi. Í örnefnalýsingu fyrir Hóp í Grindavíkurhreppi er heiti fellsins skýrt svo:
Í toppi þess er gígur, sem frá vissum stöðum gerir í það sýlingu, enda er það sums staðar nefnt Sýlingarfell.

En hvað er sýling? Sýling merkir skarð eða skora samkvæmt Orðsifjabók en af tiltækum dæmum mætti ætla að sýling sé nánar tiltekið oft skora sem mjókkar niður á við – er svo að segja v-laga. Talað er um sýlingu í sporði á fiskum og í kríustélum; sömuleiðis þekkjast sýlingar í búfjármörkum. Áhugavert er að sýling virðist geta vísað til þess að skarðið sem um ræðir myndi „súlur“ beggja megin við. Þetta kemur til dæmis fram í lýsingu í Búnaðarriti 1918 þar sem lýst er stúfþrísýldu eyrnamarki (sjá mynd). Þar eru einungis tvær skorur eða klaufir klipptar niður í eyrað en mynda þrjár súlur og þaðan er nafnið dregið.

Sýling virðist geta vísað til þess að skarðið sem um ræðir myndi „súlur“ beggja megin við samanber stúfþrísýlt mark á þessari mynd.

Ekki er óalgengt að sýlingar séu nefndar í lýsingum á landslagi. Nefna má dæmi úr Ferðabók Þorvaldar Thoroddsens þar sem sagt er frá sýlingu upp í hálsinn upp af Selatöngum á Reykjanesi; og í Árbók Ferðafélagsins 1973 er lýst „sýlingu eða gróf“ á gamalli leið úr Svarfaðardal yfir í Unadal í Skagafirði.

Sýlingarfell, horft frá hlíðum Þorbjarnar. Höfundur myndar Bára Agnes Ketilsdóttir.

Höfundi þessa svars er ekki ljóst frá hvaða sjónarhorni sýling sést í Sýlingarfelli en gaman væri að heyra frá staðkunnugum um það.

Fleira um súlur og sýlingar má lesa í pistli Svavars Sigmundssonar Súla og Sýling á vef Stofnunar Árna Magnússonar.

Myndir:


Þetta svar birtist upphaflega á Facebook-síðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Birna Lárusdóttir

fornleifafræðingur og sérfræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

12.12.2023

Spyrjandi

Hermundur Sigurðsson

Tilvísun

Birna Lárusdóttir. „Hvaða „sýling“ er í Sýlingarfelli fyrir norðan Grindavík?“ Vísindavefurinn, 12. desember 2023, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85887.

Birna Lárusdóttir. (2023, 12. desember). Hvaða „sýling“ er í Sýlingarfelli fyrir norðan Grindavík? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85887

Birna Lárusdóttir. „Hvaða „sýling“ er í Sýlingarfelli fyrir norðan Grindavík?“ Vísindavefurinn. 12. des. 2023. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85887>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða „sýling“ er í Sýlingarfelli fyrir norðan Grindavík?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað merkið orðið „sýling“ í heiti á Sýlingarfelli fyrir ofan Grindavík?

Sýlingarfell, sem stundum er kallað Svartsengisfell, er um 200 m hátt fell á Reykjanesskaga, rétt austan við Svartsengi. Í örnefnalýsingu fyrir Hóp í Grindavíkurhreppi er heiti fellsins skýrt svo:
Í toppi þess er gígur, sem frá vissum stöðum gerir í það sýlingu, enda er það sums staðar nefnt Sýlingarfell.

En hvað er sýling? Sýling merkir skarð eða skora samkvæmt Orðsifjabók en af tiltækum dæmum mætti ætla að sýling sé nánar tiltekið oft skora sem mjókkar niður á við – er svo að segja v-laga. Talað er um sýlingu í sporði á fiskum og í kríustélum; sömuleiðis þekkjast sýlingar í búfjármörkum. Áhugavert er að sýling virðist geta vísað til þess að skarðið sem um ræðir myndi „súlur“ beggja megin við. Þetta kemur til dæmis fram í lýsingu í Búnaðarriti 1918 þar sem lýst er stúfþrísýldu eyrnamarki (sjá mynd). Þar eru einungis tvær skorur eða klaufir klipptar niður í eyrað en mynda þrjár súlur og þaðan er nafnið dregið.

Sýling virðist geta vísað til þess að skarðið sem um ræðir myndi „súlur“ beggja megin við samanber stúfþrísýlt mark á þessari mynd.

Ekki er óalgengt að sýlingar séu nefndar í lýsingum á landslagi. Nefna má dæmi úr Ferðabók Þorvaldar Thoroddsens þar sem sagt er frá sýlingu upp í hálsinn upp af Selatöngum á Reykjanesi; og í Árbók Ferðafélagsins 1973 er lýst „sýlingu eða gróf“ á gamalli leið úr Svarfaðardal yfir í Unadal í Skagafirði.

Sýlingarfell, horft frá hlíðum Þorbjarnar. Höfundur myndar Bára Agnes Ketilsdóttir.

Höfundi þessa svars er ekki ljóst frá hvaða sjónarhorni sýling sést í Sýlingarfelli en gaman væri að heyra frá staðkunnugum um það.

Fleira um súlur og sýlingar má lesa í pistli Svavars Sigmundssonar Súla og Sýling á vef Stofnunar Árna Magnússonar.

Myndir:


Þetta svar birtist upphaflega á Facebook-síðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og er birt hér með góðfúslegu leyfi. ...