Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju kallast þeir Geldingadalir þar sem nú gýs á Reykjanesskaga?

Hallgrímur J. Ámundason

Upprunalegu spurningarnar hljómuðu svona:

Eru til skýringar á uppruna örnefnisins „Geldingadalur“ á Reykjanesskaga? Nafnið á nýja gossvæðinu er sagt Geldingadalur stundum í fjölmiðlum. Örnefnasjá Landmælinga gefur hins vegar bara upp fleirtöluna, Geldingadalir. Á að nota það eða má nota bæði?

Þann 19. mars 2021 hófst eldgos í Geldingadölum í Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Gosið hefur vitanlega vakið mikla athygli og fjölmargir lagt leið sína þangað. Margir velta eðlilega fyrir sér örnefnum á svæðinu, bæði á gosstað og leiðum að gosinu og því rétt að lýsa fyrst gönguleiðinni og ýmsum örnefnum sem fyrir auga ber á henni.

Búið er að stika gönguleið nálægt suðurenda Borgarfjalls. Gönguleiðin sést hér vel í norðausturhluta Borgarfjalls og síðan tekur við skarðið sem gengið er upp.

Frá því gos hófst hefur fólk stundum gengið frá Svartsengi og Bláa lóninu í austur milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells. Leiðin liggur þá yfir Dalahraun að Fagradalsfjalli. Mun styttri er leiðin hins vegar að sunnan. Nú er búið að stika þá leið að gosstöðvunum og viðbúið að flestir fari þá leið héðan í frá. Gangan hefst nálægt suðurenda Borgarfjalls þar sem Suðurstrandarvegur liggur milli þess annars vegar og Festarfjalls og Lyngfells hins vegar. Leiðin liggur yfir mólendi framan af og svo norður og norðaustur með Borgarfjalli. Krikinn sem þar myndast milli Borgarfjalls og meginhluta Fagradalsfjalls heitir Nátthagakriki. Hóll er um miðbik krikans sem kallaður er Einbúi. Þar sem Borgarfjall tengist Fagradalsfjalli heitir Stórhóll og þar er dálítið skarð eða lægð sem gengið er upp. Uppgangan er sendin en stutt niður á móbergið svo þar er auðvelt missa fótanna. Þegar upp er komið taka við slakkar en brátt fer að glitta inn í Geldingadali og roðann frá eldstöðinni. Fjallið Stóra-Hrút ber þá oft við í norðaustri, einkennandi keilulaga fjall. Geldingadalir eru smálægðir eða smádalir inn í Fagradalsfjalli og afgirtir af ýmsum hlutum þess, einkum í vestri og norðri. Hæsti hluti Fagradalsfjalls er í norðri og heitir Langhóll. Austan við Fagradalsfjall eru svo Meradalir sem liggja talsvert lægra.

Geldingadalirnir eru nokkrir og litlir og ekki augljóst hvar ein dældin tekur við af annarri. Hraun vellur nú upp í þeim hluta Geldingadala sem staðið hefur lægst en þó verið mestur um sig. Geldingadalir draga nafn sitt af því að þangað hafa sauðir sótt til að ná sér í tuggu.

Geldingadalirnir eru nokkrir og litlir og ekki augljóst hvar ein dældin tekur við af annarri. Hraun vellur nú upp í þeim hluta Geldingadala sem staðið hefur lægst en þó verið mestur um sig. Af loftmyndum að dæma hefur verið þar dálítil slétta og talsverð beit, rétt eins og á öðrum grasvöllum á Reykjanesskaganum, til dæmis Höskuldarvöllum, Selsvöllum, Lækjarvöllum og fleiri. Slíkir staðir eru sjaldséðir á þessum slóðum. Viðbúið er að þessir flötu vellir Geldingadala hafi þegar orðið hrauni að bráð.

Um nafnið Geldingadalir er það að segja að það og önnur svipuð, til dæmis Geldingaá, Geldingaeyri og Geldingafell, koma víða fyrir á landinu og í flestum landshlutum. Geldingadalur er sérstaklega algengur og kemur ekki síst fyrir á Vestfjörðum og fleirtölumyndin Geldingadalir á sér líka nokkrar hliðstæður. Orðið geldingur er haft um dýr sem hafa verið gelt eða eru ófrjó eða þurrmjólka og getur því verið haft bæði um karl- og kvendýr. Flest eða öll örnefni á Íslandi sem kennd eru við geldinga eru talin vísa til sauðkindarinnar. Geldingadalir draga því nafn sitt af því að þangað hafa sauðir sótt til að ná sér í tuggu.

Heimild og frekari fróðleikur:
  • Örnefnaskrá Hrauns í Grindavík: Nafnið.is. (Sótt 24.03.2021).
  • Hægt er að sjá dreifingu nafna vel í einfaldri örnefnasjá frá Alta. Þar má til dæmis prófa að leita eftir örnefninu Geldingadalir eða Geldingadalur.

Myndir:

Höfundur

Hallgrímur J.  Ámundason

fyrrverandi verkefnisstjóri nafnfræðisviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

24.3.2021

Spyrjandi

Bessi Egilsson, Sigurður Aðalsteinsson

Tilvísun

Hallgrímur J. Ámundason. „Af hverju kallast þeir Geldingadalir þar sem nú gýs á Reykjanesskaga?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2021. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81422.

Hallgrímur J. Ámundason. (2021, 24. mars). Af hverju kallast þeir Geldingadalir þar sem nú gýs á Reykjanesskaga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81422

Hallgrímur J. Ámundason. „Af hverju kallast þeir Geldingadalir þar sem nú gýs á Reykjanesskaga?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2021. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81422>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju kallast þeir Geldingadalir þar sem nú gýs á Reykjanesskaga?
Upprunalegu spurningarnar hljómuðu svona:

Eru til skýringar á uppruna örnefnisins „Geldingadalur“ á Reykjanesskaga? Nafnið á nýja gossvæðinu er sagt Geldingadalur stundum í fjölmiðlum. Örnefnasjá Landmælinga gefur hins vegar bara upp fleirtöluna, Geldingadalir. Á að nota það eða má nota bæði?

Þann 19. mars 2021 hófst eldgos í Geldingadölum í Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Gosið hefur vitanlega vakið mikla athygli og fjölmargir lagt leið sína þangað. Margir velta eðlilega fyrir sér örnefnum á svæðinu, bæði á gosstað og leiðum að gosinu og því rétt að lýsa fyrst gönguleiðinni og ýmsum örnefnum sem fyrir auga ber á henni.

Búið er að stika gönguleið nálægt suðurenda Borgarfjalls. Gönguleiðin sést hér vel í norðausturhluta Borgarfjalls og síðan tekur við skarðið sem gengið er upp.

Frá því gos hófst hefur fólk stundum gengið frá Svartsengi og Bláa lóninu í austur milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells. Leiðin liggur þá yfir Dalahraun að Fagradalsfjalli. Mun styttri er leiðin hins vegar að sunnan. Nú er búið að stika þá leið að gosstöðvunum og viðbúið að flestir fari þá leið héðan í frá. Gangan hefst nálægt suðurenda Borgarfjalls þar sem Suðurstrandarvegur liggur milli þess annars vegar og Festarfjalls og Lyngfells hins vegar. Leiðin liggur yfir mólendi framan af og svo norður og norðaustur með Borgarfjalli. Krikinn sem þar myndast milli Borgarfjalls og meginhluta Fagradalsfjalls heitir Nátthagakriki. Hóll er um miðbik krikans sem kallaður er Einbúi. Þar sem Borgarfjall tengist Fagradalsfjalli heitir Stórhóll og þar er dálítið skarð eða lægð sem gengið er upp. Uppgangan er sendin en stutt niður á móbergið svo þar er auðvelt missa fótanna. Þegar upp er komið taka við slakkar en brátt fer að glitta inn í Geldingadali og roðann frá eldstöðinni. Fjallið Stóra-Hrút ber þá oft við í norðaustri, einkennandi keilulaga fjall. Geldingadalir eru smálægðir eða smádalir inn í Fagradalsfjalli og afgirtir af ýmsum hlutum þess, einkum í vestri og norðri. Hæsti hluti Fagradalsfjalls er í norðri og heitir Langhóll. Austan við Fagradalsfjall eru svo Meradalir sem liggja talsvert lægra.

Geldingadalirnir eru nokkrir og litlir og ekki augljóst hvar ein dældin tekur við af annarri. Hraun vellur nú upp í þeim hluta Geldingadala sem staðið hefur lægst en þó verið mestur um sig. Geldingadalir draga nafn sitt af því að þangað hafa sauðir sótt til að ná sér í tuggu.

Geldingadalirnir eru nokkrir og litlir og ekki augljóst hvar ein dældin tekur við af annarri. Hraun vellur nú upp í þeim hluta Geldingadala sem staðið hefur lægst en þó verið mestur um sig. Af loftmyndum að dæma hefur verið þar dálítil slétta og talsverð beit, rétt eins og á öðrum grasvöllum á Reykjanesskaganum, til dæmis Höskuldarvöllum, Selsvöllum, Lækjarvöllum og fleiri. Slíkir staðir eru sjaldséðir á þessum slóðum. Viðbúið er að þessir flötu vellir Geldingadala hafi þegar orðið hrauni að bráð.

Um nafnið Geldingadalir er það að segja að það og önnur svipuð, til dæmis Geldingaá, Geldingaeyri og Geldingafell, koma víða fyrir á landinu og í flestum landshlutum. Geldingadalur er sérstaklega algengur og kemur ekki síst fyrir á Vestfjörðum og fleirtölumyndin Geldingadalir á sér líka nokkrar hliðstæður. Orðið geldingur er haft um dýr sem hafa verið gelt eða eru ófrjó eða þurrmjólka og getur því verið haft bæði um karl- og kvendýr. Flest eða öll örnefni á Íslandi sem kennd eru við geldinga eru talin vísa til sauðkindarinnar. Geldingadalir draga því nafn sitt af því að þangað hafa sauðir sótt til að ná sér í tuggu.

Heimild og frekari fróðleikur:
  • Örnefnaskrá Hrauns í Grindavík: Nafnið.is. (Sótt 24.03.2021).
  • Hægt er að sjá dreifingu nafna vel í einfaldri örnefnasjá frá Alta. Þar má til dæmis prófa að leita eftir örnefninu Geldingadalir eða Geldingadalur.

Myndir:...