Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hafa sjávarspendýr minni réttindi en spendýr sem lifa á landi?

Unnur Birna Karlsdóttir

Segja má að lengi vel hafi sjávarspendýr eins og selir búið við minni vernd en villt dýr á landi, og í þeim skilningi haft minni réttindi. Engin friðunarlög giltu um seli hér á landi þar til mjög nýlega en þá var svo komið að selastofnar við landið voru orðnir það litlir að við blasti að sel yrði nánast eða alveg útrýmt. Því voru bæði landselur og útselur settir á válista, eins og það heitir þegar stofn dýrategundar er orðinn svo lítill að grípa þarf til sérstakra verndunaraðgerða í krafti laga og reglugerða.

Nú er staðan sú að allar selveiðar eru óheimilar á íslensku forráðasvæði (í sjó, ám og vötnum) nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu til selveiða til eigin nytja. Öll sala og markaðsfærsla á íslenskum sel og selaafurðum er bönnuð. Hér er ekki unnið út frá hugmyndinni um réttindi dýra sem einstaklinga innan tegundarinnar heldur litið á þýðingu hennar í heild. Horft er málið út frá vistfræðilegri nálgun á friðun dýrategundar, en það merkir að horft er á selastofninn sem hluta af vistkerfi hafsins sem beri að vernda sem tegund til að stuðla að jafnvægi í því vistkerfi. Til þess er beitt verndarákvæðum sem eiga að stuðla að sjálfbærri viðkomu selastofnsins hér við land.

Landselur (Phoca vitulina). Árið 2019 var sett bann við veiðum á öllum selategundum við Ísland.

Hvað hvalina snertir þá eru nokkrar tegundir þeirra við Íslandsstrendur. Þessar tegundir eru allar friðaðar samkvæmt alþjóðalögum. Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar heimilað veiðar á langreyði og hrefnu samkvæmt kvóta og þar með ekki gengist undir alhliða alþjóðlegt bann við hvalveiðum iðnríkja í atvinnuskyni. Áherslan á alfriðun hvala með rökum um réttindi dýra hefur orðið meira áberandi í umræðu á Íslandi um hvalveiðar á síðustu árum. Talsmenn dýraréttindi hafa krafist banns við hvalveiðum, með þeim rökum að hvalir og einstaklingar innan hvalategunda eigi óskoraðan rétt til lífs. Þessari afstöðu til réttinda hvala fylgir einnig krafan um að hagsmunir hvalveiðiútgerðar eigi að víkja fyrir þessum rétti hvala til verndar gegn drápi af mannavöldum.

Friðun ýmissa hvalategunda og takmarkaðar veiðar á, sem og nýleg friðun sels vegna stofnhruns, sýnir að áhrif dýraverndarbaráttu á Íslandi hafa náð til sjávarspendýra við Íslandsstrendur. En eins og í allri sögu dýraverndar þá hefur frumkvæðið að umræðu um vernd og réttindi sjávarspendýra og þrýstingur á stjórnvöld og veiðiaðila komið frá almenningi og dýraverndarsamtökum.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Unnur Birna Karlsdóttir

sagnfræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Austurlandi

Útgáfudagur

5.12.2023

Spyrjandi

Steinunn

Tilvísun

Unnur Birna Karlsdóttir. „Hafa sjávarspendýr minni réttindi en spendýr sem lifa á landi?“ Vísindavefurinn, 5. desember 2023. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=85893.

Unnur Birna Karlsdóttir. (2023, 5. desember). Hafa sjávarspendýr minni réttindi en spendýr sem lifa á landi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=85893

Unnur Birna Karlsdóttir. „Hafa sjávarspendýr minni réttindi en spendýr sem lifa á landi?“ Vísindavefurinn. 5. des. 2023. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=85893>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hafa sjávarspendýr minni réttindi en spendýr sem lifa á landi?
Segja má að lengi vel hafi sjávarspendýr eins og selir búið við minni vernd en villt dýr á landi, og í þeim skilningi haft minni réttindi. Engin friðunarlög giltu um seli hér á landi þar til mjög nýlega en þá var svo komið að selastofnar við landið voru orðnir það litlir að við blasti að sel yrði nánast eða alveg útrýmt. Því voru bæði landselur og útselur settir á válista, eins og það heitir þegar stofn dýrategundar er orðinn svo lítill að grípa þarf til sérstakra verndunaraðgerða í krafti laga og reglugerða.

Nú er staðan sú að allar selveiðar eru óheimilar á íslensku forráðasvæði (í sjó, ám og vötnum) nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu til selveiða til eigin nytja. Öll sala og markaðsfærsla á íslenskum sel og selaafurðum er bönnuð. Hér er ekki unnið út frá hugmyndinni um réttindi dýra sem einstaklinga innan tegundarinnar heldur litið á þýðingu hennar í heild. Horft er málið út frá vistfræðilegri nálgun á friðun dýrategundar, en það merkir að horft er á selastofninn sem hluta af vistkerfi hafsins sem beri að vernda sem tegund til að stuðla að jafnvægi í því vistkerfi. Til þess er beitt verndarákvæðum sem eiga að stuðla að sjálfbærri viðkomu selastofnsins hér við land.

Landselur (Phoca vitulina). Árið 2019 var sett bann við veiðum á öllum selategundum við Ísland.

Hvað hvalina snertir þá eru nokkrar tegundir þeirra við Íslandsstrendur. Þessar tegundir eru allar friðaðar samkvæmt alþjóðalögum. Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar heimilað veiðar á langreyði og hrefnu samkvæmt kvóta og þar með ekki gengist undir alhliða alþjóðlegt bann við hvalveiðum iðnríkja í atvinnuskyni. Áherslan á alfriðun hvala með rökum um réttindi dýra hefur orðið meira áberandi í umræðu á Íslandi um hvalveiðar á síðustu árum. Talsmenn dýraréttindi hafa krafist banns við hvalveiðum, með þeim rökum að hvalir og einstaklingar innan hvalategunda eigi óskoraðan rétt til lífs. Þessari afstöðu til réttinda hvala fylgir einnig krafan um að hagsmunir hvalveiðiútgerðar eigi að víkja fyrir þessum rétti hvala til verndar gegn drápi af mannavöldum.

Friðun ýmissa hvalategunda og takmarkaðar veiðar á, sem og nýleg friðun sels vegna stofnhruns, sýnir að áhrif dýraverndarbaráttu á Íslandi hafa náð til sjávarspendýra við Íslandsstrendur. En eins og í allri sögu dýraverndar þá hefur frumkvæðið að umræðu um vernd og réttindi sjávarspendýra og þrýstingur á stjórnvöld og veiðiaðila komið frá almenningi og dýraverndarsamtökum.

Heimildir og mynd:

...