Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta dýr eins og hvalir haft einhver réttindi?

Unnur Birna Karlsdóttir

Hugmyndin um réttindi dýra hefur verið á döfinni um allnokkurt skeið en ýmsir hugsuðir settu hana fram af fullum þunga seint á 20. öld. Spurningin er að sjálfsögðu mannmiðuð, það er spurt er frá sjónarhóli mannsins hvort dýr hafi réttindi gagnvart manninum. Lögmál náttúrunnar og líf dýra samkvæmt þeim er annað mál og nokkuð sem maðurinn breytir ekki. Maðurinn getur hins vegar stýrt eigin breytni gagnvart dýrum, til dæmis mótað þá hugmyndafræði að dýr hafi réttindi, ákveðið hvað í því felst og brugðist við í samræmi við það.

Ef sú stefna verður ofan á hjá íslenskum stjórnvöldum að hvalir verði alfriðaðir við Íslandsstrendur, þá er hægt að líta svo á að hvalir hafi öðlast réttindi frá okkar bæjardyrum séð. Yrði þetta raunin mætti segja að stjórnvöld hafi fallist á þá dýraverndarstefnu sem talar fyrir réttindum dýra (e. animal rights), og líti svo á að hvalategundir sem heild og allir einstaklingar innan þeirra eigi rétt til lífs, óháð efnahagslegum eða atvinnupólitískum sjónarmiðum manna.

Langreyður (Balaenoptera physalus) er ein þeirra hvalategunda sem finnast á hafsvæðinu við Ísland.

Umræða um réttindi dýra tengist sögu dýraverndarstefnu sterkum böndum en sjónarmið dýraverndar hafa verið til umfjöllunar hér á landi frá því á 19. öld. Frá og með fyrri hluta 20. aldar hefur dýravernd haft nokkur áhrif á lagaákvæði, stofnun félaga, útgáfu, landbúnað og veiðar villtra dýra. Tvö meginsjónarhorn eru áberandi í þessari sögu.

Annars vegar er það áhersla á dýravelferð (e. animal welfare) en það sjónarmið hefur einkennt dýraverndarstefnu frá því á 19. öld og er enn megináherslan í dýravernd. Sjónum er þá beint að nýtingu dýra og öllu sem henni tilheyrir; meðferð og þeim aðbúnaði sem maðurinn skapar dýrum í því sambandi. Þeir sem aðhyllast dýravelferð taka ekki siðferðilega afstöðu til þess að maðurinn nýti dýr sér til fæðu eða annarra hluta.

Hins vegar er áherslan lögð á dýraréttindi (e. animal rights). Umræða um réttindi dýra hófst á seinni hluta 20. aldar og stendur enn. Dýraréttindastefnan tekur siðfræðilega afstöðu til sambúðar manna og dýra. Áhersla á réttindi dýra byggir á þeirri lífssýn að maðurinn eigi ekki að nytja dýr í sína þágu, hvort sem er til fæðu, vinnu eða skemmtunar. Dýraverndarsinnar sem aðhyllast þessa nálgun til hins ítrasta hafa það að markmiði að maðurinn láti af öllum dýranytjum, hvort heldur sem er húsdýrahald til lífsviðurværis, veiðar á villtum dýrum eða aðrar nytjar.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Unnur Birna Karlsdóttir

sagnfræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Austurlandi

Útgáfudagur

4.12.2023

Spyrjandi

Ragnheiður Björk

Tilvísun

Unnur Birna Karlsdóttir. „Geta dýr eins og hvalir haft einhver réttindi?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2023, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85890.

Unnur Birna Karlsdóttir. (2023, 4. desember). Geta dýr eins og hvalir haft einhver réttindi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85890

Unnur Birna Karlsdóttir. „Geta dýr eins og hvalir haft einhver réttindi?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2023. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85890>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta dýr eins og hvalir haft einhver réttindi?
Hugmyndin um réttindi dýra hefur verið á döfinni um allnokkurt skeið en ýmsir hugsuðir settu hana fram af fullum þunga seint á 20. öld. Spurningin er að sjálfsögðu mannmiðuð, það er spurt er frá sjónarhóli mannsins hvort dýr hafi réttindi gagnvart manninum. Lögmál náttúrunnar og líf dýra samkvæmt þeim er annað mál og nokkuð sem maðurinn breytir ekki. Maðurinn getur hins vegar stýrt eigin breytni gagnvart dýrum, til dæmis mótað þá hugmyndafræði að dýr hafi réttindi, ákveðið hvað í því felst og brugðist við í samræmi við það.

Ef sú stefna verður ofan á hjá íslenskum stjórnvöldum að hvalir verði alfriðaðir við Íslandsstrendur, þá er hægt að líta svo á að hvalir hafi öðlast réttindi frá okkar bæjardyrum séð. Yrði þetta raunin mætti segja að stjórnvöld hafi fallist á þá dýraverndarstefnu sem talar fyrir réttindum dýra (e. animal rights), og líti svo á að hvalategundir sem heild og allir einstaklingar innan þeirra eigi rétt til lífs, óháð efnahagslegum eða atvinnupólitískum sjónarmiðum manna.

Langreyður (Balaenoptera physalus) er ein þeirra hvalategunda sem finnast á hafsvæðinu við Ísland.

Umræða um réttindi dýra tengist sögu dýraverndarstefnu sterkum böndum en sjónarmið dýraverndar hafa verið til umfjöllunar hér á landi frá því á 19. öld. Frá og með fyrri hluta 20. aldar hefur dýravernd haft nokkur áhrif á lagaákvæði, stofnun félaga, útgáfu, landbúnað og veiðar villtra dýra. Tvö meginsjónarhorn eru áberandi í þessari sögu.

Annars vegar er það áhersla á dýravelferð (e. animal welfare) en það sjónarmið hefur einkennt dýraverndarstefnu frá því á 19. öld og er enn megináherslan í dýravernd. Sjónum er þá beint að nýtingu dýra og öllu sem henni tilheyrir; meðferð og þeim aðbúnaði sem maðurinn skapar dýrum í því sambandi. Þeir sem aðhyllast dýravelferð taka ekki siðferðilega afstöðu til þess að maðurinn nýti dýr sér til fæðu eða annarra hluta.

Hins vegar er áherslan lögð á dýraréttindi (e. animal rights). Umræða um réttindi dýra hófst á seinni hluta 20. aldar og stendur enn. Dýraréttindastefnan tekur siðfræðilega afstöðu til sambúðar manna og dýra. Áhersla á réttindi dýra byggir á þeirri lífssýn að maðurinn eigi ekki að nytja dýr í sína þágu, hvort sem er til fæðu, vinnu eða skemmtunar. Dýraverndarsinnar sem aðhyllast þessa nálgun til hins ítrasta hafa það að markmiði að maðurinn láti af öllum dýranytjum, hvort heldur sem er húsdýrahald til lífsviðurværis, veiðar á villtum dýrum eða aðrar nytjar.

Heimildir og mynd:

...