Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjar eru elstu fornleifar sem fundist hafa á Íslandi?

JGÞ

Einnig var spurt:

Hafa fundist einhverjar fornleifar frá Rómarveldi á Íslandi? Svo sem peningar eða önnur ummerki um að áhrif Rómarveldis hafi náð til landsins með einhverjum hætti?

Elstu fornleifar sem hér hafa fundist eru rómverskir peningar. Þeirra á meðal er rómverskur koparpeningur sem sleginn var í Litlu-Asíu á árunum 270-75 e.Kr. Hann fannst í uppblásnum rústum á Bragðavöllum í Hamarsfirði árið 1933. Í rústunum fundust einnig gripir með ótvíræðum víkingaaldareinkennum. Um þessa fornleifafundi er fjallað nánar í tveimur svörum eftir Orra Vésteinsson við spurningunum Hafa rómverskir munir fundist hér á landi? og Hversu gamall er elsti peningur á Íslandi? Í fyrra svarinu segir meðal annars þetta um peningana:

Tveir þeirra eru úr líklegu, og einn úr ótvíræðu víkingaaldarsamhengi, og því ljóst að fólk hefur haft þá með höndum hér á víkingaöld. Hvort þeir bárust hingað á þeim tíma, með fólki sem hafði eignast þá einhversstaðar annarsstaðar, eða hvort þeir hafa fundist hér er hinsvegar óvíst og hafa fræðimenn talsvert brotið um það heilann.

Um hugtakið fornleifar er hægt að lesa í svari við spurningunni Hvað eru fornleifar? Fornleifar eru þar skilgreindar sem allt „það sem hefur orðið eftir frá gamalli tíð.“ Þar er átt við allar leifar sem geta veitt vísbendingar um lífshætti fólks til forna, eins og til dæmis byggingarústir, gripi, gamla öskuhauga, leifar eftir eldamennsku og þess háttar.

Rómversk mynt sem fannst á Bragðavöllum í Hamarsfirði fyrir mynni Hvaldals, skammt frá Bragðavöllum.

Dýrabein, skordýra- og jurtaleifar geta líka verið fornleifar, en aðeins þegar hægt er að setja þær í samhengi við tilvist manna. Elstu leifar um gróður á Íslandi falla til að mynda ekki undir fornleifahugtakið, enda eru þær 15-16 milljón ára gamlar og því bæði löngu fyrir tíma manna á Íslandi og á jörðinni. Það sama má segja um elstu beinaleifar dýra á Íslandi. Þær eru mun eldri en tegundin menn. Vel er þó hægt að hugsa sér að leifar af þessu tagi hefðu orðið fornleifar, til dæmis ef ævaforn steingerð bein hefðu uppgötvast í tengslum við búsetu manna frá fyrri tíð. Þá væru þær fornleifar í því samhengi en annars konar leifar í ljósi uppruna síns.

Mynd:
  • Myndin birtist í bókinni Kuml og haugfé í heiðnum sið á Íslandi, 2. útgáfa, Reykjavík 2000. Ljósmyndari: Ívar Brynjólfsson, Þjóðminjasafni Íslands.

Höfundur þakkar Orra Vésteinssyni, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, fyrir yfirlestur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.1.2024

Spyrjandi

Jóhann Páll Ástvaldsson

Tilvísun

JGÞ. „Hverjar eru elstu fornleifar sem fundist hafa á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 23. janúar 2024, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85971.

JGÞ. (2024, 23. janúar). Hverjar eru elstu fornleifar sem fundist hafa á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85971

JGÞ. „Hverjar eru elstu fornleifar sem fundist hafa á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 23. jan. 2024. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85971>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru elstu fornleifar sem fundist hafa á Íslandi?
Einnig var spurt:

Hafa fundist einhverjar fornleifar frá Rómarveldi á Íslandi? Svo sem peningar eða önnur ummerki um að áhrif Rómarveldis hafi náð til landsins með einhverjum hætti?

Elstu fornleifar sem hér hafa fundist eru rómverskir peningar. Þeirra á meðal er rómverskur koparpeningur sem sleginn var í Litlu-Asíu á árunum 270-75 e.Kr. Hann fannst í uppblásnum rústum á Bragðavöllum í Hamarsfirði árið 1933. Í rústunum fundust einnig gripir með ótvíræðum víkingaaldareinkennum. Um þessa fornleifafundi er fjallað nánar í tveimur svörum eftir Orra Vésteinsson við spurningunum Hafa rómverskir munir fundist hér á landi? og Hversu gamall er elsti peningur á Íslandi? Í fyrra svarinu segir meðal annars þetta um peningana:

Tveir þeirra eru úr líklegu, og einn úr ótvíræðu víkingaaldarsamhengi, og því ljóst að fólk hefur haft þá með höndum hér á víkingaöld. Hvort þeir bárust hingað á þeim tíma, með fólki sem hafði eignast þá einhversstaðar annarsstaðar, eða hvort þeir hafa fundist hér er hinsvegar óvíst og hafa fræðimenn talsvert brotið um það heilann.

Um hugtakið fornleifar er hægt að lesa í svari við spurningunni Hvað eru fornleifar? Fornleifar eru þar skilgreindar sem allt „það sem hefur orðið eftir frá gamalli tíð.“ Þar er átt við allar leifar sem geta veitt vísbendingar um lífshætti fólks til forna, eins og til dæmis byggingarústir, gripi, gamla öskuhauga, leifar eftir eldamennsku og þess háttar.

Rómversk mynt sem fannst á Bragðavöllum í Hamarsfirði fyrir mynni Hvaldals, skammt frá Bragðavöllum.

Dýrabein, skordýra- og jurtaleifar geta líka verið fornleifar, en aðeins þegar hægt er að setja þær í samhengi við tilvist manna. Elstu leifar um gróður á Íslandi falla til að mynda ekki undir fornleifahugtakið, enda eru þær 15-16 milljón ára gamlar og því bæði löngu fyrir tíma manna á Íslandi og á jörðinni. Það sama má segja um elstu beinaleifar dýra á Íslandi. Þær eru mun eldri en tegundin menn. Vel er þó hægt að hugsa sér að leifar af þessu tagi hefðu orðið fornleifar, til dæmis ef ævaforn steingerð bein hefðu uppgötvast í tengslum við búsetu manna frá fyrri tíð. Þá væru þær fornleifar í því samhengi en annars konar leifar í ljósi uppruna síns.

Mynd:
  • Myndin birtist í bókinni Kuml og haugfé í heiðnum sið á Íslandi, 2. útgáfa, Reykjavík 2000. Ljósmyndari: Ívar Brynjólfsson, Þjóðminjasafni Íslands.

Höfundur þakkar Orra Vésteinssyni, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, fyrir yfirlestur....